
Báturinn sem gústi keypti var rúmlega 40 feta eikar-kútter frá 1930 sem er nánast í pottþéttu ástandi, einungis þarf að skipta um nokkra planka og koma vélinni fyrir.
Báturinn getur hæglega tekið 10 manns í koju og er með myndarlega a

Ég þarf að fylgjast með því að dælurnar virki sem skildi og passa upp á að væta timbrið í mesta hitanum, tæma rakatækið og sitthvað smálegt. Þetta geri ég allt með glöðu geði og fæ meira að segja afnot af bíl Ágústar á meðan hann er heim á fróni.
Að sjálfsögðu er það svo stefnan hjá mér að eignast svona skip. ...það mælti mín móðir, að mér skildi eignast, fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar og höggva m.... ...nei sleppi þessu seinasta.
En draumurinn er að sjálfsögðu að eignast svona fley og sigla svo í kringum landið allt að hætti leiðangra fyrri alda.
um aldir alda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli