mánudagur, mars 26, 2007
Veikindi að hrjá heimilisfólkið
Fjölskyldufaðirinn reið á vaðið með kverkaskít, slappleika og margslungna beinverki á föstudaginn. Smitleiðin hefur að öllum líkindum verið símleiðis eftir fjölmörg símtöl við sjúklinginn á Sólbakkanum, hann Hall Kristmundsson.
Litla prinsessan hún Ísabel fékk svo snert af þessari pest sömu pest á laugardaginn. Karen fékk svo einhverja hrikalega magakveisu á sunnudaginn, var síkvartandi en hélt verkina vera afleiðingar eftir körfuboltaleikinn um morguninn. Daman sú arna svaf svo lítið sem ekkert núna aðfaranótt mánudagsins. Óliver hefur líka fengið þennan kverkaskít og hóstar núna í öðru hverju skrefi.
Og svo rúsínan í pylsuendanum, þá fékk Ísabel hlaupabóluna og steyptist út í útbrotum hérna fyrripartinn og með háan hita í kjölfarið.
Þess vegna liggja allir í bælinu þennan daginn, sem annars er fallegasti dagur sem liðið er af ári.
Mamman bar þó fram vöfflur með ís og rjóma til að lina þjáningarnar okkar sjúklingana.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Silfraðir lokkar

Fiðurfénaðnum gefið

Eftir alla paranojuna í kringum fuglaflensuna sem frúin kom af stað hérna á heimilinu hefur maður verið ein taugahrúga þegar maður nálgast þessi grey. En eftir síðasta vetur þegar heimsendaspárnar gengu fjöllunum hærra og ekkert af því gekk eftir, varð manni lítið eitt rórra í sinni.
Þar sem smitleiðirnar eru helst í gegnum snertingu við saur og endaþarm þessar dýra er manni nokkuð óhætt, í bili að minnsta kosti.
þriðjudagur, mars 20, 2007
Skellinöðru prófið

Líka minn líkami

sunnudagur, mars 18, 2007
Kaffi og beigla með

Lítil blaðran.
En annars er ekki mikið partý yfir blöðru piltsins, kannski verið búin að belgja sig út af gosdrykkjum og nammi. Ég þekki einn góðan pilt að vestan sem aldrei gat skitið annars staðar en heima hjá sér. Og þá skipti engu þótt um vikulangt ferðalag með sundfélaginu var að ræða, það kallar maður sjálfsaga.!
Ég kæmist persónulega ekki í gegnum daginn ef ekki nyti við þeirrar helgu stundar þegar nr. 1 og 2 sameinast í fallegri simfoníu í snjóhvítri porselínhvelfingunni og lestur fríblaðsins getur hafist. Ég kemst aldrei nær almættinu en einmitt þá.
föstudagur, mars 16, 2007
Góð bók

þriðjudagur, mars 13, 2007
lim-lestar í Noregi.
Þeir eru orðnir of graðir þessri norsarar, örugglega lent í innrækt eftir að rjómi þjóðarinnar flúði á 9. öld.
Meira um lystisemdir holdsins: á mbl. vefnum segir frá bandarískum ungling sem á von á 6 börnum með sex konum og þykir þetta með eindæmum fréttnæmt. Í minni sveit reyndu menn að þaga yfir svona löguðu, og þótti svona heldur ekki sérlega fréttnæmt.
Mér hefði þótt meiri frétt ef hann hefði átt von á sex börnum með sjö konum, eins einhver komst að orði er fjölskylduhögum eins frænda míns var líst.
mánudagur, mars 12, 2007
Blíðviðri

Leikurinn og heimferðin langa
Leikurin sem stelpurnar spiluðu var æsispennandi og voru allir pabbarnir staðnir upp og orðnir bláir og þrútnir. Greyið dómararnir, tvítugir strákar fengu það óþvegið hvað eftir annað, sjáflsögðu ekki að ástæðulausu! Leikurinn gekk vel og komumst stelpurnar meira að segja í 22 - 14. En í síðasta leikhluta settu mótherjarnir alla risana inn á og náðu að kreista fram eins stigs sigur 26 - 25. En eins og í öllum hinum leikjunum voru stelpurnar okkar að keppa við eldri stelpur. Glæsilegur árangur.!
Eftir leikin ákváðum ég og Karen að hjóla lestarstöðina í Ballerup og taka þaðan lestina, fá okkur smá hjólreiðartúr í blíðunni. Veðrið var með eindæmum gott og við höfðu

Karen var að sjálfsögðu ánægð með afrekið en þegar ég sagði henni að þetta væri jafn langt eins og að fara fram og til baka milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, hváði hún "ekki meira!"
Trabbinn

laugardagur, mars 10, 2007
Stríðsástand

Ég tók sjálfur þátt í nokkrum mótmælum hér í borginni í kringum aðdraganda Íraks stríðsins og verð að segja að lögreglumennirnir eru seinþreyttir til reiði og halda sig yfirleitt passívt ásýndar. Þeir eru með borgaralega klædda "stikkera" sem ferðast um í litlum hópum og kippa ólátabelgjunum úr umferð. Í þessum mótmælum sá maður allskonar skríl sem lét eins og atburðurinn og samkoman væri eingöngu ástæða til að skemmta sér og ögra lögreglunni. Þarna voru hálfgerðir gjör

Ég varð líka vitni að því þegar mótmælendur stóðu andspænis lögreglunni, (stóð sjálfur einna fremst) sem lokaði hliðargötu við þinghúsið, þegar einhver bjáni fleygði slökkvitæki yfir mannfjöldann og í framrúðu lögreglubíls, algerlega upp úr þurru. Það var mikil mildi að það lenti ekki í höfðinu á hjálmlausum lögreglumanni. Að sjálfsögðu settu löggurnar upp hjálmanna og réðust að liðinu eftir nokkur varnarorð.
Krakkarnir sem nú berjast fyrir ungdomshúsinu hafa góðan málstað að berjast fyrir og eru flestir þessara krakka stórgáfuð og vel gerð. Í mörgum orðsendingum frá tryggum notendum hússins eru mótmælendur beðnir um að fara friðsamlega ella grafi þeir einfaldlega gröf hússins og möguleikanum á að að fá nýtt hús. Það hefur líka komið í ljós að allskonar skríll sá sér leik á borði og fékk útrás fyrir skemmdarfýsn sína án þess á nokkurn hátt vera tengt kúltúrnum í kringum ungdomshuset. Í þessu samhengi hefur það verið nefnt í umræðunni að færa kosningaréttin niður í 15 ára aldurinn til að gefa unglingunum kost á að hafa áhrifa á mótun samfélagsins með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Athyglisverð hugmynd.!
Ég er farinn að hallast að því nú þegar eftirmálinn að þessu er í umræðunni að stífni

Það virðist vera nokkuð mikil samúð með þessum krökkum sem horfðu grátandi á þegar húsið var mulið mélinu smærra.Það sló mig að vissu leyti er ég sá þetta í fréttum að húsið var tákn þeirra um eitthvað óumbreytanlegt og stöðugt í annars brjálaðri veröld. Húsið var kannski land þeirra og þjóðerni.
föstudagur, mars 09, 2007
í körfunni

Karen var í miklu stuði og og skoraði 3 stig í leiknum. Hún spilaði öflugan varnarleik og stal boltanum frá mótherjunum trekk í trekk og skapaði færi fyrir sitt lið. Sóknarleikurinn er allur að koma hjá henni og er hún farin að þora meiru. Fyrstu misserin fannst henni óþægilegt að fá boltan í s

En hún hefur fengið gott sjálfstraust og leggur sig alla fram, íþróttamanneskja fram í fingurgóma.
þriðjudagur, mars 06, 2007
Saltkjöt og baunir

sunnudagur, mars 04, 2007
Sorgleg sjón

Brunalyktin var megn og sótið hafði litað framhliðar húsanna og yfirborð nágrenisins, allstaðar var brunnið drasl, grjót, glerbrot og hræ af ýmsu tagi. Ungdómurinn hefur verið iðin við kolann undanfarnar nætur, eru eitthvað eirðarlaus og pirruð greyin.!
Krakkarnir hafa ágætan málstað, þau vilja samastað og frelsi til að lifa lífinu utan hinna hefðbundnu borgaralegu lifnaðarhátta. Umburðarlyndi, margbreytileiki, sköpun, friður og mannúð eru þeirra slagorð. "Tek undir þetta allt saman, allt eitt af mikilvægustu hráefnum fyrir gott samfélag"! En þegar þessir krakkar taka upp á að leggja eigur borgarana í rúst af því að þau voru beðin um að flytja félagsmiðstöðina sína í stærra og betra húsnæði, þá dreg ég ætlunarverk og afstöðu í efa.
Ætli frekja og spennuþörf sé ekki ástæðan fyrir þessu öllu. Þeim finnst rosa gaman að láta mynda sig fyrir sjónvarpið þessum krökkum og láta handtaka sig, en svo gráta þau af ótta og einveru þegar í klefana er komið og þau átta sig á alvöru málsins, svo mikil er nú hin pólitíska sannfæring og fórnfýsi fyrir málsstaðinn.
Það er runnið af mér...

fimmtudagur, mars 01, 2007
Komment
Ég var komin á þá skoðun eftri að hafa lesið hjá henni nokkrar greinar á blogginu og séð hana í silfri egils að það væri kannski eitthvað á milli eyrnana á henni. En það virðist ekki vera annað en einhverskonar hefnigirni og ofmat á sínu hlutverki sem rekur hana áfram. Hún skrifar æðibunu-greinar með miklu offorsi þar sem hún dvelst á heilsuhæli í Póllandi. Ef ég hef lesið skrif hennar rétt þá er hún í einhverrri stólpípu- og afeitrunarmeðferð, sem skýra kannski þetta offors í henni. Ætli maður yrði ekki sjálfur pirraður ef maður væri í afeitrun, með tilheyrandi fráhvarfseinkennum og fengi svo troðið einhverjum lúður upp í rassgatið tvisvar á dag og látinn drulla í gegnum hann, jafnvel í ásýnd annarra.
En kerlingin hún Jónína lætur gammin geisa á bloggsíðunni með makalausan óhróður um nafngreindar persónur. Viðbrögðin láta svo ekki á sér standa og hellist yfir hana skömmunum. Hún sér yfirleitt að sér og annað hvort fjarlægir færslurnar, breytir þeim og styttir, og það eitt framkallar ekkert síðri viðbrögð frá lesendum.
Það er gaman að það sé einhver sem þorir að tjá sig óheft, svona eins og Ástþór Magnússon, þorpsfífl íslenskra fjölmiðlaumræðu var einumlagið.