
Ég tók sjálfur þátt í nokkrum mótmælum hér í borginni í kringum aðdraganda Íraks stríðsins og verð að segja að lögreglumennirnir eru seinþreyttir til reiði og halda sig yfirleitt passívt ásýndar. Þeir eru með borgaralega klædda "stikkera" sem ferðast um í litlum hópum og kippa ólátabelgjunum úr umferð. Í þessum mótmælum sá maður allskonar skríl sem lét eins og atburðurinn og samkoman væri eingöngu ástæða til að skemmta sér og ögra lögreglunni. Þarna voru hálfgerðir gjör

Ég varð líka vitni að því þegar mótmælendur stóðu andspænis lögreglunni, (stóð sjálfur einna fremst) sem lokaði hliðargötu við þinghúsið, þegar einhver bjáni fleygði slökkvitæki yfir mannfjöldann og í framrúðu lögreglubíls, algerlega upp úr þurru. Það var mikil mildi að það lenti ekki í höfðinu á hjálmlausum lögreglumanni. Að sjálfsögðu settu löggurnar upp hjálmanna og réðust að liðinu eftir nokkur varnarorð.
Krakkarnir sem nú berjast fyrir ungdomshúsinu hafa góðan málstað að berjast fyrir og eru flestir þessara krakka stórgáfuð og vel gerð. Í mörgum orðsendingum frá tryggum notendum hússins eru mótmælendur beðnir um að fara friðsamlega ella grafi þeir einfaldlega gröf hússins og möguleikanum á að að fá nýtt hús. Það hefur líka komið í ljós að allskonar skríll sá sér leik á borði og fékk útrás fyrir skemmdarfýsn sína án þess á nokkurn hátt vera tengt kúltúrnum í kringum ungdomshuset. Í þessu samhengi hefur það verið nefnt í umræðunni að færa kosningaréttin niður í 15 ára aldurinn til að gefa unglingunum kost á að hafa áhrifa á mótun samfélagsins með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Athyglisverð hugmynd.!
Ég er farinn að hallast að því nú þegar eftirmálinn að þessu er í umræðunni að stífni

Það virðist vera nokkuð mikil samúð með þessum krökkum sem horfðu grátandi á þegar húsið var mulið mélinu smærra.Það sló mig að vissu leyti er ég sá þetta í fréttum að húsið var tákn þeirra um eitthvað óumbreytanlegt og stöðugt í annars brjálaðri veröld. Húsið var kannski land þeirra og þjóðerni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli