
Hann heitir Jura og er þrítugur Brasilíu-maður. Hann kynntist víst einhverri danskri snót þarna suður í rómönsku Ameríku og elti svo á sér litla mannin hingað til Danmerkur fyrir tveimur og hálfi ári síðan. Nú sér hann um að dreifa Metro-Express blaðinu á ráðhústorginu hér í Köben, og það með miklum tilþrifum.
Ég á leið framhjá honum á hverjum morgni þar sem hann stendur á Horni H.C. Andersens Boulevard og Vesterbrogade og skemmtir vegfarendum. Hann öskrar og gólir, hleypur á eftir fólki, syngur og kemur blaðinu til skila með mikilli akróbatík. Sætar stelpur eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann á það til

að hlaupa að þeim, faðma þær og leika ástsjúkan Rómeó. Margar stelpur faðma á móti og njóta athyglinnar. Virðulegir herrar, fínar frúr, skólakrakkar og buisnessfólk fær svo allt saman skemmtilega meðferð, er það á leið hjá. Hann gerir sér far um að fá brosið fram á varir fólks og tekst iðulega vel til.
Jura er að verða að lifandi goðsögn og stór þáttur í hversdags mannlífi borgarbúa. Nú er svo komið að fólk situr þétt á bekkjunum álengdar til að horfa á þessa stórkostlegu sýningu. Rigning, súld eða snjór er engin hindrun, vegfarendurnir fá sitt blað. Hann hle

ypur jafnvel á eftir bílunum og kastar blaðinu inn. Fastagestirnir eru margir og fólk heilsar upp á hann í röðum.
Sjálfum finnst mér alltaf jafn gaman að hjóla framhjá honum, einhvern veginn gleymir maður áhyggjum dagsins augnablik og þá er takmarkinu náð, að hans sögn.!
Hi! Just want to say what a nice site. Bye, see you soon.
SvaraEyða»