
Það eru nokkrir aðilar í fjölskyldum okkar sem eru fljótir til og fluggáfaðir og á mettíma farnir að koma með allslags uppástungur. Ég efa heldur ekki að frænkurnar í firðinum leysi þrautina eða móðursystirin, ef ekki af hugviti þá af hinni margrómuðu færeysku þrjósku.!
En við viljum biðja þá sem leysa þrautina að halda því fyrir sig í smá tíma og allavega ekki pósta lausnina í "comments".
Ef þið finnið aðerðina við að leysa dulmálið þá blasir nafnið við. Höfundurinn að Da Vinci lyklinum hefur gert grein fyrir þessu dulmáli bæði í bókinni og annars staðar og er því um að gera að leggjast í smá rannsóknarvinnu.
Þið getið skrifað okkur póst á arngrimsson@hotmail.com ef þið hafið spurningar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli