
Bærinn heitir Odda og er innst inni í Hardangerfjorden, sem er þriðji lengsti fjörður í veröldinni. Odda er gamall iðnaðarbær, en var áður einhver mest sótti ferðamannastaður í skandinavíu og var sérstaklega vinsæll meðal evrópska kóngafólksins. Þarna bjó svo Arndís systir mín með börn og buru í ein átta ár.
Ég man vel þegar við hjónin keyrðum þangað með Karen Emblu jólin 2001 og hversu mikilfengelg sú upplifun var að sjá þetta landslag.
En verkefnið gengur í stuttu máli út á að endurgera og skipulaggja miðbæjarstæðið og hafnarsvæðið. Samhliða þeim verkenum vinnum við frændurnir að ritgerð um Landscape urbanism og leysum ákveðin teorísk úrlausnarefni.
Svo bíður lokaverkefnið handan við hornið......
2 ummæli:
Skemmtilegt.
Já ætli það ekki bara.
Skrifa ummæli