Stelpurnar komust í úrslit og urðu þá að mæta stóru stelpunum frá Hróarskeldu aftur sem unnu höfðu alla leikina sína. Karen sem aldrei áður hafði átt möguleika á að eignast gullverðlaun varð frekar stressuð og taugaóstyrk af spennunni. Ég hughreysti hana og bað hana að nýta orkuna inni á vellinum og gefa allt sem hún ætti, hún fengi aðeins einn séns, og það var núna.

3. fjórðungur byrjaði með látum og Karen sýndi strax góða takta í vörninni. Hún stal öllum boltum sem komu inní teiginn og átti 2 glæsileg hraðaupphlaup í röð sem enduðu með skori. Hún fékk vítaskot í kjölfarið á öðru og skoraði úr því. Í einni sókninni reif hún sig lausa frá 3 andstæðingum, snéri sér við og lét vaða á körfuna, og beint ofan í. Karen sem hlaut mikið lof fyrir frammi
stöðuna skoraði 9 stig af 21 stigi liðsins. En BK Amager vann leikinn að sjálfsögðu, þar sem Hróarskeldu stelpurnar skoruðu ekki nema 2 stig, síðustu 3 leikhlutunum.

Það var því þreytt og stolt dama sem kom heim með verðlauanpening um hálsinn og viðukenningaskjal og magnaða frásögn í farteskinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli