Um það leyti þegar veikindin helltust yfir okkur fjölskylduna voru þemadagar í skólanum

hennar Karen. Í eina viku voru krakkarnir látnir vinna eins og gjaldgengir samfélagsþegnar í ákveðnum störfum innan skólans. Starfið þurfti að sækja um og börnin þurftu að fara í viðtal við vinnuveitandann, sem í flestum tilvikum voru kennararnir. Krakkarnir fengu svo greidd laun fyrir framlag sitt og urðu að mæta á réttum tíma til vinnu ella vera hýrudreginn.
Karen tók þetta allt mjög alvarlega eins og henni er einni lagið. Hún heimtaði að fá að fara á fætur klukkan 06:00, fara í sturtu og gera sig klára. Skvísan fékk starf á kaffihúsi skólans og var alla vikuna að baka og gera klárt fyrir lokadaginn sem var á laugardeginum. Þann dag var öllum foreldrum og ættingjum boðið á einn allsherjar markað.

Fjölskyldan mætti öll á svæðið í blíðskaparveðri og naut dagsins. Á markaðnum var allt milli himins og jarðar á boðstólnum, vörur sem nemendurnir höfðu búið til.
Óliver var að jafna í góðum gír eins og ávallt í fjölmenni og fann sér ýmsar glæfrakúnstir sér til dundurs og foreldrum til ama.
4 ummæli:
Ætli þetta fylgi nafinu. Hljómar eins og óliver okkar. :) kv. Erla og co.
Eg meinti auðvitað nafninu.
Ekki spurning. Ég sá Óliver ykkar á myndbandsbroti á síðunni ykkar þar sem hann brölti um allt. Kannaðist svo sannarlega við slíkt frá nafna hans hérna megin.
Skrifa ummæli