
Þó skrefin hafi verið þung, og gamli íþróttagallinn þröngur gafst maður ekki upp. Nú hef ég sett markið hátt og kílóin rasla af, eru þau orðin 7 talsins sem lent hafa sem saltur sviti í klæðum.
Nú er róðratímabilið að hefjast hér í Danmörku og ekki seinna að vænna en að koma sér í horf fyrir tímabilið ætli maður sér að vera með. Ég hef verið duglegur í róðrarvélunum síðustu 6 vikurnar og bætt mig um 20 sek. á 2000 metrunum í hvert skipti sem ég tek tímann. Í gær réri ég svo 2000 mtr. á 07:22:8 mín, sem er bara ansi góður tími. 07:13:5 hefði nægt í 3. sætið á DM í fyrra í flokki 30 - 39 ára. En stefnan er sett á að komast undir 7 mín fyrir 1. maí.
Einhversstaðar á vegg í gömlum æfingarsal stendur "pain is only temporary, pride is forever"
Engin ummæli:
Skrifa ummæli