
Fyrsti maí leið með nokkru hefðbundnu sniði hér á heimilinu. Ég var vakinn með kossi frá Karen Emblu og þar á eftir fékk ég einn rembingskoss frá konunni. Óliver pýrði augun nývaknaður og skildi ekkert í þessu kossaflensi. Ég fékk samt eitt knús frá litla manninum. Sonja og Karen sáu fyrir því að maður færi ekki í afmælisköttin, þær báru fram dýrindis morgunverð og afmælisköku handa karlinum. Morguninn leið ljúft í faðmi fjölskyldunnar, sólargeislarnir gerðu sér leið inn á stofugólfið og lágvær útvarpstónlistinn undirstrikaði þennan óbærilega léttleika tilverunnar.
Þegar líða tók á daginn fór hausverkur að gera vart við sig, og ekkert annað gera en að leggja sig í bælið. Eftir nokkrar verkjatöflur og vatnsdrykkju varð tilveran þolanleg og við tók smá heimilisamstur, þvottur og þvíumlíkt.
Sonja fór með Óliver í labbitúr (einskonar dulbúna afmælisgjafarverslunarferð) og kom heim með fangið fullt af ýmsum vörum. Hún ætlaði sér að galdra fram einhvern æðislegan grillrétt fyrir fjölskylduna. Þegar matseldin var komin vel af stað hjá frúnni var hringt á dyrabjölluna. Lakshana vinkona Karenar var komin í heimsókn. Við opnuðum inn í stigaganginn og hleyptum henni inn. Þegar hún kom upp var hún ásamt foreldrum sínum uppáklæddum, þau með fangid fullt af blómum, með rauðvín og gjafir. Ég og sonja horfðum forviða á hvort annað...hvað er í gangi..??? Við buðum þeim að ganga í bæinn eins og kurteisu fólki sæmir og vonuðum að þetta væri nú bara einhver austurlenskur siður þegar einhver ætti afmæli og þau mundu nú bara fara aftur. Nei. Nei, þau komu sér haganlega fyrir í sófanum og ekkert annað að sjá að þau væru bara mætt í afmælisveislu til mín.!
Karen spurði forviða af hverju þau væru hérna og ætlaði að gera sig líklega til að afhjúpa þennan miskilning. Ég sussaði á barnið og hvíslaði að henni að þetta væri bara “surprise” fyrir hana. Ég sá að hún trúði mér ekki, og hún fylgdist vel með vandræðalegu látbragði forldra sinna í góða stund. Ég og Sonja héldum stuttan og hljóðlátan krísufund inni í eldhúsi. ...niðurstaðan: best að láta sem ekkert sé og leggja bara á borð fyrir alla og byrja á einhverjum þægilegum umræðum um hitt og þetta. Ég spurði þau hvort þau borðuðu ekki svínakjöt, opnaði rauðvínið og lét eins og alvöru gestgjafi. Rétt í því heyrðist hávær bjölluglamur, ...ísbíllinn var að keyra inn í götuna og ekkert annað að lauma sér út og kaupa nóg af ís handa liðinu. Þegar ég kom upp aftur ko

Eftir að hafa kvatt alla um 10 leytið, fórum við í bælið. Daginn eftir, þann 2. maí var einskonar reality check fyrir okkur öll eftir næstum 3 vikna frí. Sonja fór í vinnuna , Karen í skóla, Óliver á vöggustofuna og ég í skólann.
Eftir smá barnagrátur og hina venjubundnu morgunös komumst allir á sína staði. Dagurinn leið með helv. höfuðverk hjá mér þar sem ég sat á fundi með bekknum og kennaranum frá 9:00 – 15:00. Seinnipartinn fór ég með Karen í dans (hún fékk að taka lakshana með) og eftir kvöldmatinn kom ég mér haganlega fyrir í sófanum, með fjarstýringuna og restarnar af ísnum. Ég veit ekki hvað gerðist, en um miðnættið vaknaði ég sitjandi í sófanum með hausinn á sonju á maganum og sjónvarpið kveikt...
...fór beint í bælið.
Góða nótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli