
þar sem komnar eru nokkrar myndir. Meira bætist við eftir tækifærum. Ég mun henda ferðasögunni hérna inn eftir efnum en í stórum dráttum var hún svona:
Við flugum til Mílanó og tókum bílaleigubíl á aðalbrauta-stöðinni (stazio centrale)og keyrðum sem leið lá til Gardavatnsins. Við vorum eina viku á stóru ferðamanna-svæði sem heitir Bella Italia, sem er blanda af tjaldsvæði, sumarhúsum og íbúðum. Aðbúnaðurinn var glæsilegur með öllu sem hugurinn girnist, fjölmargar sundlaugar, veitingastaðir og leiksvæði. Bella Italia

og liggur skemmtileg gönguleid meðfram vatninu til bæjarins. Bærinn er virkilega huggulegur med mjóum strætum sem liggja þvers og kruss um gamla hlutann. Bærinn er byggður innan hárra borgarmúra sem eru umlyktir breiðu síki.
Vid notuðum vikuna vid gardavatnið til ad slappa af í sólinni og heimsækja

Við fórum á markað í Bardolino, í skemmtigarðinn Gardaland, hringferð um vatnið, í bæjarferðir, út ad borða, skoðuðum kastala, keyrðum um fjallgarðana og slöppuðum af við sundlaugina, sem sagt allt sem góðu fríi tilheyrir.
Þad verður ad nefna ítalska ísinn sem einn af hápunktum ferðarinnar. Bragðtegundirnar eru fjölmargar og erfitt ad halda sér frá þessum fræga ís sem nefnist "gelato" á móðurmálinu, algert gómsæti!
Þad var gaman ad keyra mjóu vegina sem voru skornir inní granítklettana og í gegnum gömlu þorpin sem héngu utan í fjallshlíðunum. Bæirnir vid Gardavatnid eru virkilega heillandi med sínu mjóu strætum og spennandi bæjarrýmum, sem finnast hingað og þangað. Ítalirnir eru mjög kurteisir og lausir vid allan rembing og þarna væri gaman ad fara aftur og vera lengur. Þarna í grenndinnni er fjölmargt ad skoöa s.s. Feneyjar, Verona og Alpana.
Þegar vikunni lauk tókum vid föggur okkar saman og keyrðum í átt til Frönsku rivierunnar. Vid keyrðum í



Við keyrðum um fjallgarð sem heitir Massif d´esterel og er mjög sérstakt náttúrufyrirbrigði med auðugu dýralífi, s.s. margar snákategundir, hirti og villisvín. Vid skoðuðum rómverskar rústir, fórum á sædýrasafnið Marineland í Antibes, kíktum á markað í St. Aygulf og fórum í útsýnisferðir.
Við nutum lífsins og slöppudum meira af í Frakklandi en á Ítalíu. Umferðin var frekar mikil og þurftum við stundum frá að hverfa þegar við ætluðum í bíltúr meðfram ströndinni. Sérstaklega var umferðin til St. Tropez yfirþyrmandi á köflum. St. Tropez er leikvöllur fræga fólksins og höfnin þar yfirfull af ærandi stórum lúxussnekkjum. En annars voru einstaka bæir trúir uppruna sí

Rivieran er heillandi en mikið ferðamannasvæði og prísuðum vid okkur sæl yfir því ad vera þarna í lok apríl frekar en um mitt sumarið yfir há annatímann.
Á leiðinni til baka til Milano fórum við til Monaco. Þarna náði lúxusin algeru hámarki. Í monaco búa hinir vidbjódslega ríku í skattaparadís ad hætti Hannesar Hólmsteins. Þarna voru Ferrari bílar á hverju strái og húsin límd utan í snarbratta klettana. Glæsisnekkjurnar í höfninni voru á stær

Við gengum um göturnar og fengum okkur pizzu í boði Karenar Emblu áður en við keyrdum síðasta spölin til Milano þar sem við fórum um borð í Airbus flugvél frá SAS. Flugferðin byrjaði med miklum hristing og látum sem var videigandi endir á mjög svo stressandi síðdegi. Vid lentum fyrir mistök inni í miðborg Milano í algeru traffik-kaosi og svarfblár himininn helltist yfir okkur med þrumum og eldingum. En að sjálfsögdu komumst við heim til Köben að lokum og lögdumst þreytt til hvílu í eigin rúmum.
Bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli