
Í dag laugardag var markaðs-dagur í skólanum hennar Karenar. Í blíðskapar-veðri og í félagsskap með fjöldan allan af foreldrum, ömmum og öfum, nemum og kennurum leið fyrri hluti dagsins. Þarna var á boðstólnum af öllu milli himins og jarðar, t.d. listaverk, leirtau, matur og sætindi, poppkorn, skrautmunir og skartgripir. Karen embla og bekkurinn hennar 2 UV sá um að selja poppkorn. Kvöldið áður hafði Karen verið að æfa sig á reikningsdæmum í sambandi poppkornssöluna. Ég lét han

Karen seldi

Á markaðnum var boðið uppá fjöldan allan af leikjum og skemmtiatrið

Við sátum og spjölluðum við hina foreldrana og fengum við ósjaldan "komment" á barnseignir okkar. Sonja er ófrísk og á að eiga okkar 3ja barn í ágúst og sú staðreynd leiddi til þess að hver af örðrum komu hinu geldnu danir með þessi "komment"; eru þið múslimar, nú má þetta vera nóg, hvað fáið þið eiginlega orðið í barnabætur.? vitið þið hvað getnaðarvarnir eru? og svo má lengi telja. Þetta var nú samt sem áður bara sagt í góðlátlegu gríni og hlegið með. En samt fylgir alvara hverju gamni og verður manni hugsað til þess að danir eignast fæst börn á norðurlöndunum og standa frammi fyrir alvarlegum vanda vegna fólksfæðar í framtíðinni og skorts á vinnuafli. Ég sagði dönunum jafnframt að 3 börn þætti nú ekkert tiltökumál á Íslandi og yfirleitt væru fjölskyldurnar nokkuð stórar. Ég og Sonja ræddum þetta svo í gærkvöldi og komumst að þeirri niðurstöðu að það heyrir til undantekninga að danir eigi fleiri en tvö börn. Við töldum upp fjöldan allan af fólki sem við þekkjum hér í hverfinu og allir eiga tvö börn. Kannski að íbúðarstærðirnar hér bjóði ekki uppá annað eða einhversskonar hljótt samþykki sé til staðar milli manna um að ekki nýta um of hið sameiginlega velferðarkerfi. Veit ekki hvað veldur. Reyndar hef ég heyrt því fleygt að það sé að komast í tísku að eignast mörg börn hérna í DK, sé orðið einhversskonar stöðutákn, gefi merki um hið margumtalaða "overskud" og að fjölskyldugildin séu í fyrirrúmi. En betur má ef duga skal.
...niður með brækur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli