
Þessi vara er svo nánast eingöngu til yfir sumartímann og er stillt upp á áberandi stöðum í öllum verslunum. Hængurinn er bara sá að danir kaupa þetta ekki nema að sól skíni yfir ökrum og hitatölur séu réttu megin við 20 gráðurnar. Framleiðslustjórar mjólkurbúana sitja því yfir veðurspám allt sumarið til að stýra framboði á vörunni og oftar en ekki er það eins og að elta halan á sjálfum sér. Sjálfir segja þeir að fátt valdi þeim meiri hugarangri en að ákveða um framleiðslumagn á þessari “kaldskál”.
Hið dæmigerða er að dan

Danir eru nokkuð íhaldsamir í eðli sínu og þeir sem eru “peru” danskir eða ekta danir kaupa vörurnar sem framleiddar eru af gömlum rótgrónum innlendum fyrirtækjum og skeita fátt um verð. Þetta er einskonar væg þjóðerniskennd og hefur birtingamyndir víða í samfélaginu. Til dæmis er verslað við gamla bakarann á horninu þó að hann sé helmingi dýrari en bakarinn í súpermarkaðinum eða pakistanski bakarinn lengra niður í götunni. Menn kaupa sér svo líka sjónvarp og hljómflutningstækin hjá radiobúðinni í hverfinu og kjöt hjá slátraranum. Svona er líka farið með kaldskálina og kammerjúnkana, eiginframleiðslum stórmarkaðana líta þeir varla við.
Íhaldsemin lifir sumsé góðu lífi hjá hinni frjálslyndu þjóð.
Ég hef svo tekið þennan sið með kaldskálina til mín (sleppti íhaldseminni) og þykir fátt betra á morgnana en að fá mér svona rétt. Þetta er kjörin skyndibiti og nánast nauðsynlegt að hafa svona í ískápnum allt sumarið. Þetta er þó ekkert sérstaklega hollt, fyllt með sætuefnum eins og flestar mjólkurvörur. Svo eru kammerjunckerne náttúrulega jafn “hollir” og annað kex sem er bakað upp úr sykri.
Hér svo ein uppskrift af herlegheitunum.
...en gott er þetta, og eins og máltækið segir: hafa skal það sem betur bragðast.!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli