Ég hjólaði áreiðanlega um 70 kólómetra í gær um hjólreiðastíga borgarinnar sem bera nafnið "de grønne cykelruter", á vegum vinnunnar. Ég fékk náttúrulega auman rass og harðsperrur af þessu, en líka nóg af fersku lofti. Ætlunin var að skrá þá staði sem vantar inn á stígakerfið svo að það hangi saman, svokallaða “miss

Í skipulagsgeiranum hafa menn úr miklu að moða og oftar en ekki eru svæðin sem unnið er með svæði á besta stað. Iðnaðurinn er að hverfa úr höfnunum sem gefur möguleika á að skipuleggja þær algerlega upp á nýtt með nýjum forsendum. Nálægðin við vatnið er allt sem þarf til að fá fjárfesta til að standa í röðum, ekkert er eins söluvænlegt. Vatn og sjór er að verða eitt hið dýrmætasta sem arkitektar fá inn á borð til sýn. Allstaðar er vatn, skurðir eru mokaðir um allt til að koma vatni að glerhýsum stórfyrirtækjanna og glæsiíbúðum hinna

Nú sit ég og geri grein fyrir því sem augu bar í gær, skrái missing links. Að sjálfsögðu er “deadline” sem þarf að halda og um að gera að drífa þetta af. Það var þess vegna ekki um annað ræða en að vinna heima í dag vegna þess Karen Embla er heima vegna veikinda. Hún er alltaf með einhverja magaverki og verður Jón læknir heimsóttur seinnipartinn og stúlkan rannsökuð. Henni leiðist náttúrulega greyinu, er að reyna lesa í skólabókunum. Hún er að sjálfsögðu dálítið óhress með að pabbi skuli skammta sjónvarpsglápið og tölvunotkun. Ég líð lítið eitt fyrir það, hún ráfir eilítið um og er sífellt að kalla á athygli mína, finnur ekkert til að gera, ...að eigin sögn. Sólin skín glatt svo speglar á hvern glugga handan götunnar. Það standa allir gluggar opnir og umferðarniðurinn heyrist í fjarska. Fer að sækja litla manninn eftir smástund.
út vil ek.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli