mánudagur, ágúst 27, 2007
...til sjávar
Það hefur eitt og annað á dagana drifið síðasta mánuðinn eða svo.
Ef ég stikla á því stærsta þá mundi listinn líta svona út.
- Akkorðsvinna í garðyrkju og hellulögnum með Johan félaga mínum.
- Ýmsar lagfæringar á íbúðinni við Lombardigötuna.
- Baðherbergið klárað.
- Flutningur undirbúin.
- Keypt verulega inn af ýmsum heimilismunum.
- Búslóðinni pakkað saman.
- Öllu komið í gám.
- Gengið frá íbúðarkaupum og starfssamningi.
- Hverfið og samferðamenn hvaddir.
...Nú erum við komin heim á hina ástkæru fósturfold og munum hefja hér búskap að nýju.
laugardagur, júní 30, 2007
Júnífærslan.!
Skipulagsverkefnið sem ég að vinna að með frænda sat sem fastast á hakanum, þó svo að undirritaður klóraði af fremsta megni í bakkan og las hin miklu fræði á milli tarna. Verkefnið er nú á fullri ferð þó svo að við máttum játa okkur sigraða ganvart tímamörkum keppninnar í Noregi. Síðasta vika hefur verið mjög annasöm og verkefninu miðað geysivel, en tíminn var of naumur og ekki bætti úr skák að skilin voru einum degi fyrr en við höfðum talið.
Um miðjan mánuðin fórum við fjölskyldan í sumarbústað með Halli, Hönnu og börnum. Bústaðurinn er staðsettur við litlabeltið, litlu sunnan við Kolding. Dvölin var yndisleg en samviskan var þó að angra undirritaðan ótt og títt. Við stunduðum sjósundið með miklum móð vopnuð kafaragleraugum, blöðkum og munnstút. Undan ströndinni eru mikil krabbamið og dunduðum við okkur við að veiða þessar skepnur sem reyndist hin besta skemmtun.
Í lok dvalarinnar sem innihélt ferð í Legoland og safaripark keyrðum við yfir til Þýskalands og heimsóttum Flensburg. Borgin er virkilega falleg eins og flestar þessara gömlu evrópsku hafnarborga sem sveipaðar eru söguslóðum frá fjöruborði að kirkjuturnum. Einnig litum við í landamæraverslanirnar og keyptum sitt lítið af hverju, aðallega leikföng fyrir ungana. Verðlagið þar er mjög hagstætt og þá sérstkalega á guðveigunum. Rafmagnstæki og annað glingur er einnig á góðu verði og ekki myndi mig undra það að við gerðum okkur eina ferð þarna suðureftir til að versla í gáminn.
Þessi helgi sem og síðusta daga hefur verið tileinkuð verkefnavinnu, þar sem endnaleg skil eiga að vera á mánudag og próf á fimmtudag. Nú er að duga eða drepast.
mánudagur, maí 28, 2007
Hnittin tilsvör. - maður er það sem maður étur.!
Frændi minn mætti í skólann á mánudagsmorgni fyrir stuttu og var heldur framlár eftir ævintýri helgarinnar. Að sögn var hann með kærustuna í heimsókn alla helgina. Ég tók skilningsríkur undir og bætti úr með að segja að hann væri nú svolítið tussulegur að sjá. Frændi snéri sér við og sagði ..."nú, maður er það sem maður étur!"
góður.!
Sunnudagur með gráan himinn.
Karen reyndi hvað hún gat til þess að ná góðum myndum á gemsan sinn og tróðst og tróðst í mannþvögunni, árangurinn varð því miður heldur magur.
Óliver fékk helíum blöðru í hests-líki. Pabbinn á erfitt með að standast biðjandi auga barnana þrátt fyrir góðan ásetning og "nei" svör fyrstu 18 skiptin sem spurt er. Það stóð 20 kr með stórum stöfum á skiltinu og ég lét til til leiðast og pantaði blöðruna. Afgreiðslumaðurinn sem seldi blöðrurnar úr skottinu á mözdu druslu rukkaði mig um 50 krónur. Ég rak upp stór augu og benti á skiltið. "Jez, jezz" sagði hann "it is fra twenty crowns" og benti á orðið fra sem var útmáð og skrifað með míkróletri í einu horninu á skiltinu.
Á svæðinu voru að sjálfsögðu Inkarnir í ægilegum múnderingum og spiluðu á panflautur við undirspil af dramatísku trumbuspili. Karen fannst þessi músik flott og hlustaði af einlægni. Ég bauðst til að kaupa disk af indíanaklæddum dananum sem gekk um og reyndi að selja diska sem hann sagði spilaða af sjálfu bandinu. Ég keypti einn á 120 kr og þóttist nokkuð ánægður þar sem sölumaðurinn sagði diskinn vera algera næringu fyrir sálina. Hann benti meira að segja aftan á diskinn og sagði "þetta lag eru þeir að spila núna "ohna na" ...og þá var ég seldur!
Þegar heim var komið var diskurinn settur í tækið og hvílík vonbrigði. Meira og minna allt spilað á syntheseizer og meira að segja sungið á ensku á nokkrum lögum. Eftir að hafa skoðað hann nánar komst ég að því að þetta er fjöldaframleitt í póllandi og ekkert orginalt við þetta. Ég sem hafði haldið mig vera væri að kaupa eitt lítið stykki Inka kúltur sat nú svikin í stofunni með pólskt tölvupopp klætt í indíánafjaðrir.
Disknum hlotnaðist strax þann vafasama heiður að verða einn lélegasti og mesty korní diskurinn í safninu og er þá af ýmsu að taka, til dæmis, Celin Dion on pan pipes, the latin album og celtic spirits.
Fasteignasalar á ferð.
Fasteignasalarnir hafa allir sett upp álíka verð fyrir fasteignina og þess vegna er nokkuð ljóst hvað mun koma í okkar hlut. Við getum ekki annað en verið ánægð þar sem íbúðin hefur hækkað mjög síðan að festum kaup á henni. En manni verður oft hugsað til þess ef við hefðum selt fyrir ca. 20 mánuðum, þá ætti maður aukalega fyrir lexusjeppanum, tjaldvagni og snjósleða. En svona er þessi markaður, já og lífið sjálft, ekki möguleiki fyrir okkur hina sauðheimsku leikmenn að átta sig á neinu eða sjá hlutina fyrir.
En til að gera íbúðina enn söluvænlegri en hún er, þá verður lappað uppá eldhús og bað. En sjaldan hefur íbúðin verið svo hrein og fín í svo langan tíma í einu þar sem þessir matsmenn koma og fara með nokurra daga millibili. Íbúðin er alltaf eins og klippt úr "húsi og hýbíli" og fyrir algera tilviljun er alltaf mjúkur jazz í græjunum og fersk blóm á borðstofuborðinu.
En þessa dagana er frúin á klakanum og leita að húsnæði til að hýsa okkur næstu 1 - 2 vetur, á meðan við reynum að kaupa lóð og byggja. Ætlunin er að freista þess að fá lóð í Úlfarsfellinu og byggja gott einbýli, en við sjáum hvað setur, byrjum á sæmilegri íbúð einhversstaðar í úthverfunum.
sunnudagur, maí 27, 2007
Lónlí laugardagskvöld
En þetta hefur allt saman gengið bærilega síðan að Sonja fór, börnin hafa mætt á réttum tíma í skóla og leikskóla, fengið að borða, föt til skiptana, sofnað fyrir miðnætti, og eru bara nokkuð hrein og stríluð. Er ekki hissa á að manni verði bara meira úr verki þegar ábyrgðin hvílir öll á manni sjálfum.
Á fimmtudaginn kom svo Tryggvi og börnin í mat til okkar. Við elduðum grænmetislasagne að hætti bóndans, en þessi réttur hefur skapað mér guðdómlegan status meðal vina og ættingja.
Í gær fór Karen í afmæli til Stellu vinkonu sinnar. Stella þessi á mjög svo flippaða foreldra sem reka vinsælasta kaffihúsið hér í suðurenda Kaupmannahafnar. Þau hafa inrréttað íbúðina sem eitt stórt leiksvæði fyrir dæturnar þar sem litagleðin er í allgleymi. Og skiljanlega finnst Karen æðislegt að koma til hennar, svo hafa þau öll einstaklega þægilega nærveru.

Embla dóttir Tryggva bauð okkur svo í tólf ára amæli sitt í morgun. Þar var á boðstólnum brauð og bollur að dönskum sið, en enginn gammel dansk.! Ætlunin var að kíkja á karnevalið sem er haldið þessa dagana í Fælledparken en vegna þreytu og yfirvofandi sudda og rigningu var því frestað til morguns. Þá verður smurt nesti og arkað af stað. Færeyingarnir sóttu fast að mér í byrjun vikunnar að ég kæmi með Íslenska sveit í róðrakeppni sem haldin var í dag hér í norðurenda borgarinnar. Því miður tókst það ekki vegna lítils fyrirvara, en norðurlandakeppnin þann 9. júní verður dagurinn þar sem þjóðfáni okkar verður dreginn hátt að húni á Ishøj Regatta.!
fimmtudagur, maí 17, 2007
Europan 9

þriðjudagur, maí 08, 2007
Fermingarafmælið og árið 1987
Ég er sjálfur búin að tryggja mér flugmiða til landsins og vestur, og er bara farið að hlakka mikið til.
Það var nú reyndar nett sjokk að uppgötva að það væru 20 ár liðin frá fermingu. "Tíminn líður hratt á gervihnattaöld", söng Pálmi Gunn í Bergen 1986 og hefur reynst sannspár með ólíkindum.
Ég man ótrúlega vel eftir fermingarárinu 1987. Þá fór ég fyrst til útlanda, fékk vasadiskó og ný skíði, lærði að beita, varð íslandsmeistari og valinn í nemendaráð grunnskólans, saumaði mér leðurstuttbuxur, og greiddi mér eins og Billy Idol.
Tónlistin sem ég man eftir og minna mig á þetta ár er til dæmis, (sérstaklega æfinga og keppnisferðina til Þýskalands).
Cest´la vie með Robbie Neville.
Don´t dream its over með Crowded house.
Lean On Me með Club Nouveau.
Lady In Red með Chris De Burgh.
Died In Your Arms með Cutting Crew
Mony, Mony með Billy Idol.
...sem sagt, hafði ég mjög þroskaðan tónlistasmekk!
Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og gaman verður að hitta gömlu bekkjarfélagana við ósinn á ný.
Með eilífa standpínu

sunnudagur, maí 06, 2007
Myndir frá körfuboltamótinu í Rungsted.

Nei nei ég var bara að skíta.
Ég man eftir einum sketch hjá tvíhöfða þar sem Sigurjón Kjartansson er að tala í síma við einhverja dömu leikna af Jóni Gnarr. Í miðju símtalinu fara að berast mikil óhljóð frá Sigurjóni í gegnum síman, daman bregst hin ókvæða við og spyr, "hvað ertu að gera, ertu að runka þér.?". "Nei, nei" svarar Sigurjón, "ég er bara að skíta".
Við getum öll lært eitthvað af þessu og sérstaklega norðmaðurinn, að að vera heiðarleg og ekki vera feimin við að tala í síman með maður er að skíta. Einn góður föðurbróðir minn hefur sagt mér að varla sé hægt að nýta tíman betur á kamrinum en í spjalli við gamla vini og ætmenni. Það væri jafnvel hægt að ljúka bankaerindum þrútin, með andnauð og skerandi sársaukan við að fæða afkvæmi chilikássu gærkvöldsins.
Karen gerir garðinn frægan.


Mér líst vel á...
...Addi kitta Gau í kosningabaráttunni.
...Veðrið í Danmörku.
...Mugison.
...Nýja klippingin hjá Sonju.
...Tilvonandi bekkjarmót.
...Nýji mp4 spilarinn okkar.
...Matreiðslubækur Jamie Oliver.
...Námslokin í augnsýn.
...Góðar atvinnuhorfur.
föstudagur, apríl 27, 2007
Jóhann Jóhannsson
Tónlistinn á disknum leggur einfaldlega línurnar fyrir nútímavæðingu klassískar tónlistar. Tónlistin er dramatísk, ljóðræn og poppuð í senn sem fær hárin til að rísa í hrifningu.
Ein bestu tónlistarkaup það sem af er ári.
mánudagur, apríl 23, 2007
pínlegar kóngasleikjur
Svo klikktu blöðin út með að helga 15-20 síðum undir fæðinguna. Langar greinar voru skrifaðar um hugsanlegt nafn, hverjir höfðu fæðst sama dag, hvernig yrði að vera litla systir, hvernig yrði fyrir bróðirinn að vera stóri bróðir, og álíka innantóm umfjöllun og spekulasjónir um ekki neitt. Merkilegast er þó að fagfólk úr hinum ýmsu fögum stendur í röðum til að ræða þetta við pressuna, eins og um stóra samfélagslega krössgötu sé að ræða.
Mér hefur alltaf fundist það bera vott um lélega þjóðernisvitund, sjálfsmat og síðast en ekki síst hundslega hlýðni að aðhyllast konungsríkjum. Það er ótrúlegt að þróuðustu samfélög heimsins skuli aðhyllast svona ævagamla stofnun sem ekki snýst um annað en lífstíl og lúxus, borið á baki hryllilegrar og blóði drifinnar sögu.
Niður með konungsdæmin.
Greene gerir hosur sínar grænar
Kannski að ég biðji um það sama, sjáum hvað setur.!
sunnudagur, apríl 15, 2007
sól og hiti, Óliver á hlaupum og ein æskuminning.!


Charles Greene býður mér 30% af 25 miljónum punda
Ég ætla að senda mr. Greene bréf til baka og sjá hvert þetta leiðir.
föstudagur, apríl 13, 2007
fyrstu flutningskassarnir

Á réttri leið

Af börnunum
Á sunnudaginn á Karen Embla að spila körfuboltaleik uppi á Nörrebro. Daman er að taka miklum framförum og er farin að hitta á körfuna lengst utan af velli, svo er hún komin með nokkkur góð trikk sem hún hefur æft upp sjálf hérna úti í garði. Hún segist sjálf stefna að því að spila í Íslenska landsliðinu og verða heimsmeistari. Um að gera setja markið hátt.!
Fyrsta tönnin
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Vandræði með I-tunes.

Það er skemmst frá því að segja að ég varð frekar súr, langaði helst að kveikja í tölvuhræinu. En tónlistin er þarna enn og það er fyrir öllu. En nú verð ég að undirleggja mig möguleikum forritsins, sem eru ekki ýkja margir í ókeypis útgáfunni og sætta mig við það. Og þessi vegferð okkar tveggja byrjar ekki par vel, hatursamband af minni hálfu.
Ég kalla eftir betri spilara...! ...hann má ekki kosta.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Þegar botninum er náð
Ég hafði þetta af og komst meira að segja í róðrarvélarnar og setti nýtt persónulegt met í 3 x 2000 mtr.
Seinna um daginn tók ég til við botninn á egginu sem að venju er það síðasta sem maður étur. Þessir botnar eru ekki orðnir að neinu. Ég man í æsku þegar botninn á þessum eggjum var hálfönnur tomma á þykkt og súkkulaðið svo massívt að erfitt var að í tönn að festa. Þá átti maður eggið langt fram eftir vikunni í ísskápnum og dró þannig páskahátíðina á eftir sér fram undir helgina. En nú vigta þeir nói og síríus allt gúmmulaðið gaumgæfilega ofan í forminn og pakka innvolsinu inn í plast. Meira segja er búið að nútímavæða málshættina, horfnir eru "allt er hey í harðindum" og "fjarlægðin gerir fjöllin blá" og inn eru komnir málshættir sem eiga að vera svona fortune cookie spádómsbull. Hvar enda þessi ósköp.?
laugardagur, apríl 07, 2007
Þemavika


fimmtudagur, apríl 05, 2007
Landafræðikennslan
En samt sem áður stóð ég á gati fyrr í kvöld þegar ég las fréttina um slasaða vélsleðamanninn sem slasaðist við Stokköldu. Blaðamaður moggans gat sér réttilega um að ekki mundu allir kannast við Stokköldu og nefndi þess vegna að það væri gegnd Rauðkoll, til að hjálpa lesendum við að staðsetja atburðina. En hvorugar upplýsingar færðu mig feti nær því að átta mig á hvar slysið varð.
Ég er þó nokkuð viss um að þetta sé á hálendinu, en ég er einn af þeim sem ekki hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ætt þar um grundir. Ég gerði þó eina tilfinningaþrungna tilraun við að komast í landmannalaugar á agnarsmáum pegout í tilhugalífinu með konunni, hér um árið. Við komumst lengra en flestir trúðu, þó ekki alla leið, en það kom ekki að sök því sumarnóttin var ægifögur þar sem við áðum við drullugan snjóskafl og gengum á fjöll.
Það var örugglega ekki við Rauðkollótta Skottu.
Á réttum kili
En nú erum við hjónin komin í ræktina aftur, krakkarnir hættir með hóstaköstin og hlaupabólan að hjaðna. Sem sagt allt á réttri leið.
mánudagur, mars 26, 2007
Veikindi að hrjá heimilisfólkið
Fjölskyldufaðirinn reið á vaðið með kverkaskít, slappleika og margslungna beinverki á föstudaginn. Smitleiðin hefur að öllum líkindum verið símleiðis eftir fjölmörg símtöl við sjúklinginn á Sólbakkanum, hann Hall Kristmundsson.
Litla prinsessan hún Ísabel fékk svo snert af þessari pest sömu pest á laugardaginn. Karen fékk svo einhverja hrikalega magakveisu á sunnudaginn, var síkvartandi en hélt verkina vera afleiðingar eftir körfuboltaleikinn um morguninn. Daman sú arna svaf svo lítið sem ekkert núna aðfaranótt mánudagsins. Óliver hefur líka fengið þennan kverkaskít og hóstar núna í öðru hverju skrefi.
Og svo rúsínan í pylsuendanum, þá fékk Ísabel hlaupabóluna og steyptist út í útbrotum hérna fyrripartinn og með háan hita í kjölfarið.
Þess vegna liggja allir í bælinu þennan daginn, sem annars er fallegasti dagur sem liðið er af ári.
Mamman bar þó fram vöfflur með ís og rjóma til að lina þjáningarnar okkar sjúklingana.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Silfraðir lokkar

Fiðurfénaðnum gefið

Eftir alla paranojuna í kringum fuglaflensuna sem frúin kom af stað hérna á heimilinu hefur maður verið ein taugahrúga þegar maður nálgast þessi grey. En eftir síðasta vetur þegar heimsendaspárnar gengu fjöllunum hærra og ekkert af því gekk eftir, varð manni lítið eitt rórra í sinni.
Þar sem smitleiðirnar eru helst í gegnum snertingu við saur og endaþarm þessar dýra er manni nokkuð óhætt, í bili að minnsta kosti.
þriðjudagur, mars 20, 2007
Skellinöðru prófið

Líka minn líkami

sunnudagur, mars 18, 2007
Kaffi og beigla með

Lítil blaðran.
En annars er ekki mikið partý yfir blöðru piltsins, kannski verið búin að belgja sig út af gosdrykkjum og nammi. Ég þekki einn góðan pilt að vestan sem aldrei gat skitið annars staðar en heima hjá sér. Og þá skipti engu þótt um vikulangt ferðalag með sundfélaginu var að ræða, það kallar maður sjálfsaga.!
Ég kæmist persónulega ekki í gegnum daginn ef ekki nyti við þeirrar helgu stundar þegar nr. 1 og 2 sameinast í fallegri simfoníu í snjóhvítri porselínhvelfingunni og lestur fríblaðsins getur hafist. Ég kemst aldrei nær almættinu en einmitt þá.
föstudagur, mars 16, 2007
Góð bók

þriðjudagur, mars 13, 2007
lim-lestar í Noregi.
Þeir eru orðnir of graðir þessri norsarar, örugglega lent í innrækt eftir að rjómi þjóðarinnar flúði á 9. öld.
Meira um lystisemdir holdsins: á mbl. vefnum segir frá bandarískum ungling sem á von á 6 börnum með sex konum og þykir þetta með eindæmum fréttnæmt. Í minni sveit reyndu menn að þaga yfir svona löguðu, og þótti svona heldur ekki sérlega fréttnæmt.
Mér hefði þótt meiri frétt ef hann hefði átt von á sex börnum með sjö konum, eins einhver komst að orði er fjölskylduhögum eins frænda míns var líst.
mánudagur, mars 12, 2007
Blíðviðri

Leikurinn og heimferðin langa
Leikurin sem stelpurnar spiluðu var æsispennandi og voru allir pabbarnir staðnir upp og orðnir bláir og þrútnir. Greyið dómararnir, tvítugir strákar fengu það óþvegið hvað eftir annað, sjáflsögðu ekki að ástæðulausu! Leikurinn gekk vel og komumst stelpurnar meira að segja í 22 - 14. En í síðasta leikhluta settu mótherjarnir alla risana inn á og náðu að kreista fram eins stigs sigur 26 - 25. En eins og í öllum hinum leikjunum voru stelpurnar okkar að keppa við eldri stelpur. Glæsilegur árangur.!
Eftir leikin ákváðum ég og Karen að hjóla lestarstöðina í Ballerup og taka þaðan lestina, fá okkur smá hjólreiðartúr í blíðunni. Veðrið var með eindæmum gott og við höfðu

Karen var að sjálfsögðu ánægð með afrekið en þegar ég sagði henni að þetta væri jafn langt eins og að fara fram og til baka milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, hváði hún "ekki meira!"
Trabbinn

laugardagur, mars 10, 2007
Stríðsástand

Ég tók sjálfur þátt í nokkrum mótmælum hér í borginni í kringum aðdraganda Íraks stríðsins og verð að segja að lögreglumennirnir eru seinþreyttir til reiði og halda sig yfirleitt passívt ásýndar. Þeir eru með borgaralega klædda "stikkera" sem ferðast um í litlum hópum og kippa ólátabelgjunum úr umferð. Í þessum mótmælum sá maður allskonar skríl sem lét eins og atburðurinn og samkoman væri eingöngu ástæða til að skemmta sér og ögra lögreglunni. Þarna voru hálfgerðir gjör

Ég varð líka vitni að því þegar mótmælendur stóðu andspænis lögreglunni, (stóð sjálfur einna fremst) sem lokaði hliðargötu við þinghúsið, þegar einhver bjáni fleygði slökkvitæki yfir mannfjöldann og í framrúðu lögreglubíls, algerlega upp úr þurru. Það var mikil mildi að það lenti ekki í höfðinu á hjálmlausum lögreglumanni. Að sjálfsögðu settu löggurnar upp hjálmanna og réðust að liðinu eftir nokkur varnarorð.
Krakkarnir sem nú berjast fyrir ungdomshúsinu hafa góðan málstað að berjast fyrir og eru flestir þessara krakka stórgáfuð og vel gerð. Í mörgum orðsendingum frá tryggum notendum hússins eru mótmælendur beðnir um að fara friðsamlega ella grafi þeir einfaldlega gröf hússins og möguleikanum á að að fá nýtt hús. Það hefur líka komið í ljós að allskonar skríll sá sér leik á borði og fékk útrás fyrir skemmdarfýsn sína án þess á nokkurn hátt vera tengt kúltúrnum í kringum ungdomshuset. Í þessu samhengi hefur það verið nefnt í umræðunni að færa kosningaréttin niður í 15 ára aldurinn til að gefa unglingunum kost á að hafa áhrifa á mótun samfélagsins með lýðræðislegum og friðsamlegum hætti. Athyglisverð hugmynd.!
Ég er farinn að hallast að því nú þegar eftirmálinn að þessu er í umræðunni að stífni

Það virðist vera nokkuð mikil samúð með þessum krökkum sem horfðu grátandi á þegar húsið var mulið mélinu smærra.Það sló mig að vissu leyti er ég sá þetta í fréttum að húsið var tákn þeirra um eitthvað óumbreytanlegt og stöðugt í annars brjálaðri veröld. Húsið var kannski land þeirra og þjóðerni.
föstudagur, mars 09, 2007
í körfunni

Karen var í miklu stuði og og skoraði 3 stig í leiknum. Hún spilaði öflugan varnarleik og stal boltanum frá mótherjunum trekk í trekk og skapaði færi fyrir sitt lið. Sóknarleikurinn er allur að koma hjá henni og er hún farin að þora meiru. Fyrstu misserin fannst henni óþægilegt að fá boltan í s

En hún hefur fengið gott sjálfstraust og leggur sig alla fram, íþróttamanneskja fram í fingurgóma.
þriðjudagur, mars 06, 2007
Saltkjöt og baunir

sunnudagur, mars 04, 2007
Sorgleg sjón

Brunalyktin var megn og sótið hafði litað framhliðar húsanna og yfirborð nágrenisins, allstaðar var brunnið drasl, grjót, glerbrot og hræ af ýmsu tagi. Ungdómurinn hefur verið iðin við kolann undanfarnar nætur, eru eitthvað eirðarlaus og pirruð greyin.!
Krakkarnir hafa ágætan málstað, þau vilja samastað og frelsi til að lifa lífinu utan hinna hefðbundnu borgaralegu lifnaðarhátta. Umburðarlyndi, margbreytileiki, sköpun, friður og mannúð eru þeirra slagorð. "Tek undir þetta allt saman, allt eitt af mikilvægustu hráefnum fyrir gott samfélag"! En þegar þessir krakkar taka upp á að leggja eigur borgarana í rúst af því að þau voru beðin um að flytja félagsmiðstöðina sína í stærra og betra húsnæði, þá dreg ég ætlunarverk og afstöðu í efa.
Ætli frekja og spennuþörf sé ekki ástæðan fyrir þessu öllu. Þeim finnst rosa gaman að láta mynda sig fyrir sjónvarpið þessum krökkum og láta handtaka sig, en svo gráta þau af ótta og einveru þegar í klefana er komið og þau átta sig á alvöru málsins, svo mikil er nú hin pólitíska sannfæring og fórnfýsi fyrir málsstaðinn.
Það er runnið af mér...

fimmtudagur, mars 01, 2007
Komment
Ég var komin á þá skoðun eftri að hafa lesið hjá henni nokkrar greinar á blogginu og séð hana í silfri egils að það væri kannski eitthvað á milli eyrnana á henni. En það virðist ekki vera annað en einhverskonar hefnigirni og ofmat á sínu hlutverki sem rekur hana áfram. Hún skrifar æðibunu-greinar með miklu offorsi þar sem hún dvelst á heilsuhæli í Póllandi. Ef ég hef lesið skrif hennar rétt þá er hún í einhverrri stólpípu- og afeitrunarmeðferð, sem skýra kannski þetta offors í henni. Ætli maður yrði ekki sjálfur pirraður ef maður væri í afeitrun, með tilheyrandi fráhvarfseinkennum og fengi svo troðið einhverjum lúður upp í rassgatið tvisvar á dag og látinn drulla í gegnum hann, jafnvel í ásýnd annarra.
En kerlingin hún Jónína lætur gammin geisa á bloggsíðunni með makalausan óhróður um nafngreindar persónur. Viðbrögðin láta svo ekki á sér standa og hellist yfir hana skömmunum. Hún sér yfirleitt að sér og annað hvort fjarlægir færslurnar, breytir þeim og styttir, og það eitt framkallar ekkert síðri viðbrögð frá lesendum.
Það er gaman að það sé einhver sem þorir að tjá sig óheft, svona eins og Ástþór Magnússon, þorpsfífl íslenskra fjölmiðlaumræðu var einumlagið.
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Eiki Rokkar

Er ekki frá því að það ætti bara að syngja lagið á íslensku í lokakeppninni, það passar svo svaða vel.
Nú er bara og bíða að sjá hvort ekki aðrir evrópubúar séu sama sinnis. Þetta er ekta júrólag og kannski verður evróvisjón í Egilshöll vorið 2008, sama ár og við verðum ÓL meistarar í handbolta.
Kosningavor og kvenfrelsi

þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Lítið eitt um pólitík
Mér hefur það alltaf þótt það undarlegt þegar fólk leggur upp með sömu taktík í politík og íþróttum. Já, þetta eru keimlíkir heimar á yfirborðinu en eðli þeirra eins ólíkt og hægt er. Menn skiptast í lið, og safnast saman við breiðtjöldin með glas í hönd á einhverja missera fresti og fagna hverri talningu úr hverjum dal eins og mörkum íslendinga í handboltalandsleik. En vísir menn hafa reynt að gera lítið úr þessum sigurmómenti og sagt að það sé og verði einungis upphaf og því beri að ganga hægt um gleðinnar dyr.
En samfylkingin hefur núna upp á síðkastið líst því yfir að markmiðið sé sigur, að þeim hungri í sigur. Sigurinn er orðið objektið í þeirra politík, og meðalið sem notað er allskonar er dægurskraut til að halda í fáu hræðurnar eins og kvenfrelsi, náttúruvernd, annað dautt og hitt stolið.
Já það er hart í ári þegar meira að segja oflátungarnir segja skilið við flokkinn og að hressa liðið í hópnum eru Mörður og Jóhanna.
Já, sjálf hefur forysta Samfylkingar fláð sig sjálfa inn að beini og eftir stendur hríslandi beinagrindin sem samanstendur einungis af þrá um völd.
mánudagur, febrúar 26, 2007
Weekenden
Eins og fjölskyldefeðra er siður þá reis maður úr rekkju eftir rétt rúmlega 2ja tíma svefn og þótt ótrúlega megi virðast var ég eins og nýsleginn túkall. ...svona fyrstu tímana alllavegana, en að sjálfsögðu kárnaði gamanið og ég játaði mig sigraðan og fór aftur í bælið.
Timburmennirnir voru óvenju vægir þetta skiptið ef mið er tekið af hinum annars hefðbundnu andnauð, skjálfta, sjóndepru, uppköstum og hausverk, sem er hversdagskostur hjá mér eftir hvert rennerí.
Frúin skellti sér á þorrablótið með stórum kvennahóp, og ég sat með börnin þrjú heima í kotinu. Það gekk nú ekki alveg þrautalaust, þar sem þau vöktu hvort annað allt kvöldið og ég hvorki með mjólkandi brjóst né móðurslegt umburðalyndi til að standa í svona löguðu. En allt gekk þó upp að lokum og við náðum að sofna í einni hrúgu.
Sunnudagsmorgunin var svo tekinn ókristilega snemma því Karen átti að spila körfubolta klukkan 9:00 og var mæting klukkan 8:00 í íþróttahúsinu. Karen átti enn einn stjörnuleikinn og var allt í öllu í varnarleiknnum hjá stelpunum. Hún átti líka góðan leik í sókninni og skoraði tvö stig. Stelpurnar töpuðu þó 24 - 16, en eins og áður eru þær að keppa við eldri stelpur og því er árangurinn náttúrulega frábær.
Svo leið sunnudagurinn í faðmi fjölskyldunnar, þar sem mamman þurti óvenju mikla hvíld eftir brölt næturinnar.
föstudagur, febrúar 23, 2007
Bókalestur
Ég man alltaf eftir að það var mikið talað um þessa konu á heimilinu, pabbi þekkir hana nokkuð vel og Raggi bróðir var um tíma vinnumaður hjá henni sem og svo margir aðrir sem gekk illa að fóta sig í lífinu.
Reynir Traustason kemst nokkuð vel frá þessu verki þó svo að það vanti stundum þunga í textagerðina, sérstaklega þegar greint er frá þeim myrku örlögum er urðu sífellt á vegi Rögnu. Bókin ber þess merki að höfundur er blaðamaður og er oft eins og bókin sé eitt langt viðtal úr tímaritinu Mannlífi. En þar sem örlög Rögnu er það mögnuð kemur það ekki mikið að sök.
Góð bók þarna á ferðinni sem skilur mann hugsi eftir.
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Vetur konungur
Ökutæki eru yfirhöfuð afskaplega illa búin fyrir svona færð og er bílarnir fastir um allar trissur á jafnsléttunni þar sem ekki er nema 5 cm jafnfallinn snjór. Hér í morgunsárið hjálpaði ég nokkrum nágrönum við að ýta bílum þeirra eftir að hafa fylgt Karen í skólann og verður bara að segjast að danir kunna þetta alls ekki. Tæknin sem þeir nota við að losa sig er bara að gefa í svo hvín í öllu og vona það besta. Ég hrópaði "láta bílinn rugga!", ja, ja jeg prøver! kölluðu ökumennirnir á móti án þess að nokkuð gerðist.
Ég eins og flestallir frónbúar kunna þessa tækni nokkuð vel, það var ekki svo sjaldan að maður var fengin að föstum bíl í sköflunum heima í víkinni. Ég man til dæmis að í fyrsta ökutímanum hjá Gunnari Halls í mars 1990 þá festum við bílinn tvisvar í ófærðinni. Þetta var ísavorið mikla þegar djúpið lokaðist. Já maður man þessi ósköp.
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Baugsmálið
Eftir því sem þeytivindan snýst hjá ákæruvaldinu og kjarninn skilst frá gumsinu kemur betur og betur í ljós að það er verið að eltast við hluti sem mætti gera út um yfir kafibolla á næstu bensínstöð.
Að íslenska ríkið sé búið að eyða upphæðum sem gætu brauðfætt meðalstórt Afríkuríki í að reyna sakfella menn fyrir að kaupa sér gólfsett og túr í rússibana fyrir fé fyrirtækis sem maður á og stjórnar. Höfuðið er svo rifið skömminni með því að draga fyllerísgreddu Jóns Ásgeirs inn í málið og gera saknæmt.
Það hefur kannski verið sagt áður en sjaldan er góð og sönn vísa of oft kveðin, þetta er helvítis sjálstæðislokkurinn sem þessu veldur sem svo mörgu ;-)
Veður skipast
En að öðru. Nú er allt fastelavns dæmið yfirstaðið, krakkarnir búnir að belgja sig út af bollum og kreista pening og gotterí úr varnarlausum gamalmennum hverfisins. Óliver Breki náði þeim merka áfanga að verða tunnukóngur á vöggustofunni sinni og kom heim á mánudaginn með forláta kórónu sem hann fékk í verðlaun. Ætli æfingin sem hann fékk daginn áður í afmæli Karenar hafi ekki skipt sköpum.
Ég man vel eftir þessum tímabilum í minni æsku þegar maður fór út að maska. Þá gekk maður í hús að kvöldi bolludags yfirleitt klæddur sem einhver bófi og heimtaði einhver sætindi. þá voru nú ekki þessir verksmiðjuframleiddu búniingar til eða algengir, heldur safnaði maður saman einhverjum lörfum af foreldrum sínum og nuddaði einhverju sóti framan í sig. Ég man líka vel að eitt af þessum þremur kvöldum (mig minnir sprengidags) þá máttu stóru fantarnir hrekkja okkur sem minni voru. Á þessum tíma óttaðist maður ekkert meira heldur en Bogga Antons, Dóra heitinn Sigurlaugar, Þorlaug og Jonna. Fyrir þá hefur þetta eflaust verið skemmtilegasta kvöld ársins, þar sem þeir biðu með frysta snjóbolta á bak við snjóskafl tilbúnir að veita manni góðan marblett á lærið, og allt saman leyfilegt.
Síðast þegar ég maskaði var á menntaskólaárunum á skaganum. Þá fóru ég og Kalli Hallgrímss saman eftir kirkjubrautinni og gengum í nokkrar verslanir og veitingahús og sungum nokkur ættjarðarlög fyrir starsfólkið. Þá vorum við nú ekkert sérstaklega dulbúnir en án efa eðlislega hallærislegir, bæði til fara og í hátterni. Ég man eftir að það var nokkuð vel tekið í framtakið hjá okkur og bárum við til dæmis einn stóran skammt af frönskum úr bítum á veitingastaðnum Barbró.
Ég var að muna eftir því rétt í þessu að það var að sjálfsögðu sprengidagur í gær og ekkert saltkjöt til á heimilinu, hvur fjárinn, þar sofnaði maður á verðinum. Þetta hefur aldrei klikkað hingað til. Nú verður maður að fara á stúfana.
mánudagur, febrúar 19, 2007
Afmælisveislan


sunnudagur, febrúar 18, 2007
Fastelavns riddarar

föstudagur, febrúar 16, 2007
Ófrýnilegir fylgdarmenn litla bangsans
Margt er gert til að hafa sem mest upp úr krafsinu, til dæmis hafði ein þeirra sett sokk í baukinn svo ekki heyrðist glingrið í myntinni, þannig áttu hún samúð auðskilna hjá íbúum hverfisins.
Við buðum að sjálfsögðu upp á smá aur og gotterí og héðan fóru þær reifar á vit ævintýrana. Stefnan var tekin á ríka hverfið handan götunnar, nú skildu þeir ríku blæða. En ekki er víst að gjamildin sé mikil allstaðar.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Glókollurinn

Ölæði

miðvikudagur, febrúar 14, 2007
og nafnið er...

Það eru nokkrir aðilar í fjölskyldum okkar sem eru fljótir til og fluggáfaðir og á mettíma farnir að koma með allslags uppástungur. Ég efa heldur ekki að frænkurnar í firðinum leysi þrautina eða móðursystirin, ef ekki af hugviti þá af hinni margrómuðu færeysku þrjósku.!
En við viljum biðja þá sem leysa þrautina að halda því fyrir sig í smá tíma og allavega ekki pósta lausnina í "comments".
Ef þið finnið aðerðina við að leysa dulmálið þá blasir nafnið við. Höfundurinn að Da Vinci lyklinum hefur gert grein fyrir þessu dulmáli bæði í bókinni og annars staðar og er því um að gera að leggjast í smá rannsóknarvinnu.
Þið getið skrifað okkur póst á arngrimsson@hotmail.com ef þið hafið spurningar.