sunnudagur, apríl 30, 2006

Frágangur og skattaskil

Dagurinn í dag leid med hradi. Í morgun vøknudum vid thegar Óliver byrjadi ad gaula og Karen kom skrídandi uppí rúm til okkar. Thad er théttlegid í bælinu á svona morgnum thar sem tveir kettir, tvø børn og tveir fullordnir eru í einni kássu. Rúmid smídadi heimilisfadirinn sjálfur af miklium myndarbrag fyrir einu og hálfu ári sídan og á sama tíma var fjárfest í lúxusdýnum af bestu gerd. Thegar mesta ferdathreytan var lidin úr okkur eftir ferdalag gærdagsins var sótt bakkelsi í bakaríid á horninu og morgunmaturinn snæddur. Karen gat varla bedid eftir thví ad komast út og leika sér med vinkonu sinni henni Michelle sem hún hafdi ekki séd í tvær vikur. Um leid og morgunmatnum hafdi verid skolad nidur og skildubundna sjónvarpsglápid yfirstadid var hún rokin út og sást varla thad sem eftir lifdi dags.
Ég og Sonja tókum uppúr tøskunum í rólegheitunum og gengum frá thví sem keypt hafdi verid í útlandinu. Óliver naut einverunnar í sínu himnaríki sem herbergi karenar er fyrir honum. Hann rótadi í geisladiskunum hennar, át míkrófóninn, reif handridid af svølunum á barbiehúsinu og slefadi duglega á spegilinn algerlega ótrufladur. Ødru hvoru gægdist hann fram med glott á vør til ad fá matarbita eda mjólkursopa.
Uppúr midjum degi røltum vid svo út í búd og versludum í matinn. Nú skildi engin óhollusta keypt, fiskur, grænmeti, grófmeti og ávextir eru víst á matsedlinum hennar sonju næstu daga. Sídustu tvær vikur høfum vid látid fara vel um okkur á veitingahúsm í sudur Evrópu og med tídum heimsóknum í ísbúdirnar sem hefur skilad sér vel á mittid. Thad er aldrei ad vita nema ad madur prófi Atkins kúrinn afur í smá stund og nái af sér 6-8 kílóum fyrir sumarid.
Ad sjálfsøgdu vorum vid á sídustu stundu med skattaskýrsluna sem átti ad skila núna á midnætti. Reyndar er thad thannig hér í Danmørku (og vídar vænti ég) ad madur tharf ekkert ad gera ef madur ætlar ekkert ad breyta eda bæta theim upplýsingum sem skattayfirvøld hafa um tekjuøflun og rétt til frádráttar. En vid erum med námslán frá lín sem gefur rétt til aukafrádráttar sem thurfti ad bæta inná skýrsluna og ekkert annad ad gera en ad bída med ad setja thær tølur á skýrsluna fyrr en á sídustu stundu. Thad lukkadist og allt er frágengid...á réttum tíma.
Núna í kvøld Fórum ég og Karen til vini okkar frá Sri Lanka med gódar gjafir sem thakklætisvott fyrir kisupøssunina. Lakshi vinkona Karenar og pabbi hennar Mohan pøssudu karitas og monroe med stakri prýdi og thad vard ad thakka fyrir á sæmandi hátt.
Karen og Lakshi léku sér á medan ég og Mohan ræddum heimsmálin, formúlukappasktur og varnarmál Íslands. Hann hefur thann undarlega sid ad opna alltaf fløsku af raudvíni karlinn thegar ég birtist, jafnvel thó ad ég segi nei 27 sinnum og neiti ad fara úr úlpunni og skónum hellir hann alltaf víni í kristalsgløsin. Thad sama var upp á teningnum í kvøld, stoppid átti ad vera ørstutt thar sem uppvaskid beid mín, en endadi í 2ja tíma stoppi. Nú er ostasósan hennar sonju og hrísgrjónarestar storknud á diskunum í eldhúsvaskinum og bída mín í fyrramálid thegar ég get fagnad mínum 33ja afmælisdegi. Thad er ekkert annad ad gera en ad koma sér í bælid.

Gódar stundir

Fyrsta bloggid


Ég og Sonja høfum rædd um thad upp á sídkastid hvort vid ættum ekki ad halda úti svona bloggsídu til ad vinir og vandamaenn geti fylgst med hvad drífur á daga okkar hérna úti. Ég tók bara af skarid og opnadi thessa sídu og svo sjáum vid bara til hvad verdur.
Kvedja.
Gudmundur Arngrímsson