mánudagur, maí 28, 2007

Hnittin tilsvör. - maður er það sem maður étur.!

Ég hef alltaf haft gaman af hnittnum tilsvörum. Held svei mér þá að það séu gáfumerki að geta svarað fyrir sig á þann hátt að staði og stund sé lyft á hærra plan. Margir samferðamenn mínir eru einstaklega góðir í slíkum tilsvörum og þá ekki síst frændur mínir í föðurlegg.

Frændi minn mætti í skólann á mánudagsmorgni fyrir stuttu og var heldur framlár eftir ævintýri helgarinnar. Að sögn var hann með kærustuna í heimsókn alla helgina. Ég tók skilningsríkur undir og bætti úr með að segja að hann væri nú svolítið tussulegur að sjá. Frændi snéri sér við og sagði ..."nú, maður er það sem maður étur!"

góður.!

Sunnudagur með gráan himinn.

Í gær lá svo leiðin á hið árvissa karneval í fælledparken. Þar var margt um mannin og mikið að sjá og gera. Ekkert varð úr boðuðu regni og meira segja léku einn og eins sólargeisli um andlit manns. Óliver var glaður með uppátækið og vildi ólmur fylgjast með léttklæddum meyjum dansa brjálaðan samba við dúndrandi bumbuslátt, hann byrjaði meira að segja að dilla sér.

Karen reyndi hvað hún gat til þess að ná góðum myndum á gemsan sinn og tróðst og tróðst í mannþvögunni, árangurinn varð því miður heldur magur.

Óliver fékk helíum blöðru í hests-líki. Pabbinn á erfitt með að standast biðjandi auga barnana þrátt fyrir góðan ásetning og "nei" svör fyrstu 18 skiptin sem spurt er. Það stóð 20 kr með stórum stöfum á skiltinu og ég lét til til leiðast og pantaði blöðruna. Afgreiðslumaðurinn sem seldi blöðrurnar úr skottinu á mözdu druslu rukkaði mig um 50 krónur. Ég rak upp stór augu og benti á skiltið. "Jez, jezz" sagði hann "it is fra twenty crowns" og benti á orðið fra sem var útmáð og skrifað með míkróletri í einu horninu á skiltinu.

Á svæðinu voru að sjálfsögðu Inkarnir í ægilegum múnderingum og spiluðu á panflautur við undirspil af dramatísku trumbuspili. Karen fannst þessi músik flott og hlustaði af einlægni. Ég bauðst til að kaupa disk af indíanaklæddum dananum sem gekk um og reyndi að selja diska sem hann sagði spilaða af sjálfu bandinu. Ég keypti einn á 120 kr og þóttist nokkuð ánægður þar sem sölumaðurinn sagði diskinn vera algera næringu fyrir sálina. Hann benti meira að segja aftan á diskinn og sagði "þetta lag eru þeir að spila núna "ohna na" ...og þá var ég seldur!

Þegar heim var komið var diskurinn settur í tækið og hvílík vonbrigði. Meira og minna allt spilað á syntheseizer og meira að segja sungið á ensku á nokkrum lögum. Eftir að hafa skoðað hann nánar komst ég að því að þetta er fjöldaframleitt í póllandi og ekkert orginalt við þetta. Ég sem hafði haldið mig vera væri að kaupa eitt lítið stykki Inka kúltur sat nú svikin í stofunni með pólskt tölvupopp klætt í indíánafjaðrir.

Disknum hlotnaðist strax þann vafasama heiður að verða einn lélegasti og mesty korní diskurinn í safninu og er þá af ýmsu að taka, til dæmis, Celin Dion on pan pipes, the latin album og celtic spirits.

Fasteignasalar á ferð.

Undanfarnar vikur höfum við tekið á móti góðum slatta af fasteignasölum sem komnir eru að gera okkur tilboð. Þetta fólk með hið tvísýna orðspor hefur nú komið að öllu leyti vel fyrir og gert og góð tilboð. Tíminn til fasteignaviðskipta er ekki sérlega góður nú um stundir, með tilliti til þeirra sem eru að selja þar sem verðið hefur hríðlækkað og margar eignir á sölu. Við erum þó ekki af baki dottinn og köstum okkur útí þetta ferli.

Fasteignasalarnir hafa allir sett upp álíka verð fyrir fasteignina og þess vegna er nokkuð ljóst hvað mun koma í okkar hlut. Við getum ekki annað en verið ánægð þar sem íbúðin hefur hækkað mjög síðan að festum kaup á henni. En manni verður oft hugsað til þess ef við hefðum selt fyrir ca. 20 mánuðum, þá ætti maður aukalega fyrir lexusjeppanum, tjaldvagni og snjósleða. En svona er þessi markaður, já og lífið sjálft, ekki möguleiki fyrir okkur hina sauðheimsku leikmenn að átta sig á neinu eða sjá hlutina fyrir.

En til að gera íbúðina enn söluvænlegri en hún er, þá verður lappað uppá eldhús og bað. En sjaldan hefur íbúðin verið svo hrein og fín í svo langan tíma í einu þar sem þessir matsmenn koma og fara með nokurra daga millibili. Íbúðin er alltaf eins og klippt úr "húsi og hýbíli" og fyrir algera tilviljun er alltaf mjúkur jazz í græjunum og fersk blóm á borðstofuborðinu.

En þessa dagana er frúin á klakanum og leita að húsnæði til að hýsa okkur næstu 1 - 2 vetur, á meðan við reynum að kaupa lóð og byggja. Ætlunin er að freista þess að fá lóð í Úlfarsfellinu og byggja gott einbýli, en við sjáum hvað setur, byrjum á sæmilegri íbúð einhversstaðar í úthverfunum.

sunnudagur, maí 27, 2007

Lónlí laugardagskvöld

Þessa dagana er ég í hlutverki grasekkils með tvö elstu börnin. Frúin skellti sér til Íslands á þriðjudaginn til þess að athuga með húsnæði og skólavist. Svo var náttúrulega kærkomið tækifærið að fara með Ísabel litlu til ömmu og afa.

En þetta hefur allt saman gengið bærilega síðan að Sonja fór, börnin hafa mætt á réttum tíma í skóla og leikskóla, fengið að borða, föt til skiptana, sofnað fyrir miðnætti, og eru bara nokkuð hrein og stríluð. Er ekki hissa á að manni verði bara meira úr verki þegar ábyrgðin hvílir öll á manni sjálfum.

Á fimmtudaginn kom svo Tryggvi og börnin í mat til okkar. Við elduðum grænmetislasagne að hætti bóndans, en þessi réttur hefur skapað mér guðdómlegan status meðal vina og ættingja.

Í gær fór Karen í afmæli til Stellu vinkonu sinnar. Stella þessi á mjög svo flippaða foreldra sem reka vinsælasta kaffihúsið hér í suðurenda Kaupmannahafnar. Þau hafa inrréttað íbúðina sem eitt stórt leiksvæði fyrir dæturnar þar sem litagleðin er í allgleymi. Og skiljanlega finnst Karen æðislegt að koma til hennar, svo hafa þau öll einstaklega þægilega nærveru.

Embla dóttir Tryggva bauð okkur svo í tólf ára amæli sitt í morgun. Þar var á boðstólnum brauð og bollur að dönskum sið, en enginn gammel dansk.! Ætlunin var að kíkja á karnevalið sem er haldið þessa dagana í Fælledparken en vegna þreytu og yfirvofandi sudda og rigningu var því frestað til morguns. Þá verður smurt nesti og arkað af stað. Færeyingarnir sóttu fast að mér í byrjun vikunnar að ég kæmi með Íslenska sveit í róðrakeppni sem haldin var í dag hér í norðurenda borgarinnar. Því miður tókst það ekki vegna lítils fyrirvara, en norðurlandakeppnin þann 9. júní verður dagurinn þar sem þjóðfáni okkar verður dreginn hátt að húni á Ishøj Regatta.!

Þessa stundina er ég að vinna að verkefni okkar Jóns Rafnars og gengur bara þokkalega. Á morgun verður svo reynt að klára Ósvaraverkefnið. Á borðstofuborðinu er kaldur Carlsberg innan um skólabækurnar og Thomas Helmig hljómar í bakgrunninum með "nu hvor du har brændt mig af".


Lónlí laugardagskvöld með léttu sniði

fimmtudagur, maí 17, 2007

Europan 9

Um þessar mundir er ég að fást við hanna bæjarskipulag fyrir bæ í vestur-Noregi. Verkefnið er unnið inna skólans og erum við tveir saman um að vinna það, ég og frændi minn Jón Rafnar Benjamínsson. Verkefnið verður svo sent inn í stóra evrópska hönnunarkeppni Europan 9. Verkefnið er gríðarlega skemmtilegt og margir spennandi þættir í því, mörg úrlausnarefni.

Bærinn heitir Odda og er innst inni í Hardangerfjorden, sem er þriðji lengsti fjörður í veröldinni. Odda er gamall iðnaðarbær, en var áður einhver mest sótti ferðamannastaður í skandinavíu og var sérstaklega vinsæll meðal evrópska kóngafólksins. Þarna bjó svo Arndís systir mín með börn og buru í ein átta ár.

Ég man vel þegar við hjónin keyrðum þangað með Karen Emblu jólin 2001 og hversu mikilfengelg sú upplifun var að sjá þetta landslag.

En verkefnið gengur í stuttu máli út á að endurgera og skipulaggja miðbæjarstæðið og hafnarsvæðið. Samhliða þeim verkenum vinnum við frændurnir að ritgerð um Landscape urbanism og leysum ákveðin teorísk úrlausnarefni.

Svo bíður lokaverkefnið handan við hornið......

þriðjudagur, maí 08, 2007

Fermingarafmælið og árið 1987

Á sjómannadaginn verður haldið 20 ára fermingarafmæli ´73 árgangsins frá Bolungarvík. Það virðist ætla verða góð mæting samkvæmt nýjustu meldingum og ekki annað að ætla en að þetta verði gott geim og skemmtilegir endurfundir.

Ég er sjálfur búin að tryggja mér flugmiða til landsins og vestur, og er bara farið að hlakka mikið til.

Það var nú reyndar nett sjokk að uppgötva að það væru 20 ár liðin frá fermingu. "Tíminn líður hratt á gervihnattaöld", söng Pálmi Gunn í Bergen 1986 og hefur reynst sannspár með ólíkindum.

Ég man ótrúlega vel eftir fermingarárinu 1987. Þá fór ég fyrst til útlanda, fékk vasadiskó og ný skíði, lærði að beita, varð íslandsmeistari og valinn í nemendaráð grunnskólans, saumaði mér leðurstuttbuxur, og greiddi mér eins og Billy Idol.

Tónlistin sem ég man eftir og minna mig á þetta ár er til dæmis, (sérstaklega æfinga og keppnisferðina til Þýskalands).
Cest´la vie með Robbie Neville.
Don´t dream its over með Crowded house.
Lean On Me með Club Nouveau.
Lady In Red með Chris De Burgh.
Died In Your Arms með Cutting Crew
Mony, Mony með Billy Idol.
...sem sagt, hafði ég mjög þroskaðan tónlistasmekk!

Síðan hefur margt vatn runnið til sjávar og gaman verður að hitta gömlu bekkjarfélagana við ósinn á ný.

Með eilífa standpínu

Ónefndur breskur sölumaður hefur haft holdris samfleytt í meira en sjö ár, samkvæmt frétt BT. Karlgreyið hefur gengist undir margar aðgerðir til að draga úr risinu en ekkert gengið. Nú er víst svo komið að hann getur ekki sinnt starfi sínu sem skildi, þar sem spjótið rekst utan í allt og alla, flestum til ama.

Þetta eru mikil vandræði, en undarlegt að þetta skuli rata í heimsfréttirnar. Það er kannski vegna þess að maðurinn er komin af unglingsárunum. Veit ekki betur en að álíka ástand hafi verið á flestum mínum bekkjarfélugum árum saman og ekki þótt merkilegt, heldur voru menn stoltir og metuðust um fegurð, stærð og yfirbragð.

Í minni sveit höfðu menn ráð við svona pínum, eða öllu heldur ráð við að ná hröðu "ris-sigi". Bændurnir í Ávíkunum sögðu kunna besta ráðið til að veita mönnum ráðningu sem gerst höfðu ágengir við húsfreyjurnar og jafnvel náð fram sínum vilja. Þeir vildu binda viðkomandi við eldhúskoll og láta húsfreyjuna nudda ærlega lífi í vininn. Þegar risið yrði sem hæst, þá tækju bændurnir lítin lurk, hels með litlum nöglum og lemdu í reðinn þar til hjónadjöfullinn grátbæði sér vægðar. Bændurnir sögðu þetta ráð algerlega óbrigðult, en verst hve limurinn misti risið hratt. Ekki fylgdi sögunni hvort þetta hafi í raun verið reynt, en ekki skildi mig þó undra það.

sunnudagur, maí 06, 2007

Myndir frá körfuboltamótinu í Rungsted.

Ég er búin að setja nokkrar svipmyndir af Karen inná myndasíðuna mína. Myndirnar eru allar teknar á körfuboltamótinu í Rungsted, laugardaginn 6. maí.




Nei nei ég var bara að skíta.

Það var nokkuð skopleg frétt sem birtist á BT vefnum í dag. Maður einn var á tali við vinkonu sína snemma sunnudagsmorgun. Í miðju símtalinu heyrði konan undarleg hljóð á hinum enda línunnar og í sömu andrá slitnaði símtalið. Konan sem óttaðist hins versta um afdrif vinar síns hringdi í ofboði á lögreglu og sjúkrabíl. Þegar hersingin öll mætti á staðinn, komu þau að manngreyinu á dollunni með pípandi ræpu. Hann baðst að sjálfsögðu sér forláts en sagðist hafa skellt á vinkonuna þegar ræpan skall á honum algerlega fyrirvaralaust.

Ég man eftir einum sketch hjá tvíhöfða þar sem Sigurjón Kjartansson er að tala í síma við einhverja dömu leikna af Jóni Gnarr. Í miðju símtalinu fara að berast mikil óhljóð frá Sigurjóni í gegnum síman, daman bregst hin ókvæða við og spyr, "hvað ertu að gera, ertu að runka þér.?". "Nei, nei" svarar Sigurjón, "ég er bara að skíta".

Við getum öll lært eitthvað af þessu og sérstaklega norðmaðurinn, að að vera heiðarleg og ekki vera feimin við að tala í síman með maður er að skíta. Einn góður föðurbróðir minn hefur sagt mér að varla sé hægt að nýta tíman betur á kamrinum en í spjalli við gamla vini og ætmenni. Það væri jafnvel hægt að ljúka bankaerindum þrútin, með andnauð og skerandi sársaukan við að fæða afkvæmi chilikássu gærkvöldsins.

Karen gerir garðinn frægan.

Í gær tóku stelpurnar frá BK Amager þátt í nokkuð stóru körfuboltamóti norður í Rungsted. Ég og Karen fórum á fætur klukkan 06:00 og tóku lestina, ferð sem tók allt í allt um 1 og 1/2 klst. Mótið byrjaði kl. 08:00 og var síðasti leikur leikinn um sexleytið. Stelpuranr léku sjö leiki í allt og stóðu sig með stakri prýði. Þær unnu alla leikina nema einn, en það var á móti stelpunum frá Hróarskeldu. Leikurinn tapaðist 13 - 21, en stelpurnar frá hróarskeldu voru allar ári eða tveimur eldri. Karen stóð sig vel á mótinu, en þreytan var að sjálfsögðu farin að segja til sín í lokin.

Stelpurnar komust í úrslit og urðu þá að mæta stóru stelpunum frá Hróarskeldu aftur sem unnu höfðu alla leikina sína. Karen sem aldrei áður hafði átt möguleika á að eignast gullverðlaun varð frekar stressuð og taugaóstyrk af spennunni. Ég hughreysti hana og bað hana að nýta orkuna inni á vellinum og gefa allt sem hún ætti, hún fengi aðeins einn séns, og það var núna.


Þegar leikurinn byrjaði voru bæði liðin mjög ákveðin og leikurinn strax í járnum. Okkar stelpur vörðust eins og ljón og stóru stelpurnar fengu aldrei frið til að spila sitt spil. Eftir 1. fjóðrung var staðan 5 - 6 fyrir hróarskeldu. Karen hvíldi 2. fjórðung, en hvorugt liðið náði þá að skora og leikurinn gríðarlega jafn. Í 3. fjórðung kom Karen aftur inná, með glampa í augum og gríðarlega einbeitt.

3. fjórðungur byrjaði með látum og Karen sýndi strax góða takta í vörninni. Hún stal öllum boltum sem komu inní teiginn og átti 2 glæsileg hraðaupphlaup í röð sem enduðu með skori. Hún fékk vítaskot í kjölfarið á öðru og skoraði úr því. Í einni sókninni reif hún sig lausa frá 3 andstæðingum, snéri sér við og lét vaða á körfuna, og beint ofan í. Karen sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðuna skoraði 9 stig af 21 stigi liðsins. En BK Amager vann leikinn að sjálfsögðu, þar sem Hróarskeldu stelpurnar skoruðu ekki nema 2 stig, síðustu 3 leikhlutunum.


Það var því þreytt og stolt dama sem kom heim með verðlauanpening um hálsinn og viðukenningaskjal og magnaða frásögn í farteskinu.

Mér líst vel á...

Það sem mér líst vel á þessa dagana og sem lyftir sinninu nokkrar tommur er:

...Addi kitta Gau í kosningabaráttunni.
...Veðrið í Danmörku.
...Mugison.
...Nýja klippingin hjá Sonju.
...Tilvonandi bekkjarmót.
...Nýji mp4 spilarinn okkar.
...Matreiðslubækur Jamie Oliver.
...Námslokin í augnsýn.
...Góðar atvinnuhorfur.