þriðjudagur, maí 08, 2007

Með eilífa standpínu

Ónefndur breskur sölumaður hefur haft holdris samfleytt í meira en sjö ár, samkvæmt frétt BT. Karlgreyið hefur gengist undir margar aðgerðir til að draga úr risinu en ekkert gengið. Nú er víst svo komið að hann getur ekki sinnt starfi sínu sem skildi, þar sem spjótið rekst utan í allt og alla, flestum til ama.

Þetta eru mikil vandræði, en undarlegt að þetta skuli rata í heimsfréttirnar. Það er kannski vegna þess að maðurinn er komin af unglingsárunum. Veit ekki betur en að álíka ástand hafi verið á flestum mínum bekkjarfélugum árum saman og ekki þótt merkilegt, heldur voru menn stoltir og metuðust um fegurð, stærð og yfirbragð.

Í minni sveit höfðu menn ráð við svona pínum, eða öllu heldur ráð við að ná hröðu "ris-sigi". Bændurnir í Ávíkunum sögðu kunna besta ráðið til að veita mönnum ráðningu sem gerst höfðu ágengir við húsfreyjurnar og jafnvel náð fram sínum vilja. Þeir vildu binda viðkomandi við eldhúskoll og láta húsfreyjuna nudda ærlega lífi í vininn. Þegar risið yrði sem hæst, þá tækju bændurnir lítin lurk, hels með litlum nöglum og lemdu í reðinn þar til hjónadjöfullinn grátbæði sér vægðar. Bændurnir sögðu þetta ráð algerlega óbrigðult, en verst hve limurinn misti risið hratt. Ekki fylgdi sögunni hvort þetta hafi í raun verið reynt, en ekki skildi mig þó undra það.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahjérnahjér!!! :o

jón rafnar

G.H.A. sagði...

Þeir voru nú ekki sjálfir til frásagnar Ávíkurbændur, heldur voru það einhverjir föðurbræður okkar sem sögðu frá...að sjálfsögðu.

Nafnlaus sagði...

Það skyldi þó ekki vera