þriðjudagur, desember 12, 2006

Aðventan

Aðventan hefur gengið í garð hér á þessu heimili sem og annars staðar. Þó svo að jólaundirbúningur hafi farið rólega af stað. Veikindi hafa hrjáð nokkra fjölskyldumeðlimi undanfarna vikur sem hefur komið niður á öðrum heimilisverkum. Við höfum tekið upp þann sið til að stytta biðina fram að jólum að gera aðventudagatal. Dagatalið er pakkadagatal þar sem hver fjölskyldumeðlimur fær einn pakka á hverjum sunnudegi. Hann er svo opnaður þegar kveikt er á aðventukransinun. Þetta hefur reynst vel og lengir jólamánuðinn yrir krakkana og okkur foreldrana líka, svona þegar tíminn er knappur með próf og þess háttar.

Á sunnudaginn var fékk Karen svo drauminn uppfylltan, Það leyndist nefnilega Gsm símí í pakkanum. Síminn var fallega rauður Sony-Ericson með hinu ýmsu möguleikum. Við foreldrarnir vorum reyndar búnir að heita því að hún fengi ekki síma fyrr en hún yrði 10 ára. En eins og hlutirnir eru í dag þar sem hún labbar iðulega ein á frítíðsheimilið og stundum heim þaðan og úr skólanum, þá finnst okkur öryggi í því að geta haft samband við hana ef eitthvað kemur uppá.

Síminn vakti mikla lukku og það verður erfitt að toppa þessa gjöf þar sem þetta var toppurinn á óskalistanum.

Svo kom stekkjarstaur með smá Gsm skraut í skóinn handa dömunni.

..."Pabbi, hvernig vissi Stekkjarstaur að ég fékk gsm síma í aðventugjöf.? ...ég held að þú sért jólasveinninn.!" karen Embla

Prófundirbúningur

Nú er prófundirbúningur í hámarki hjá undirrituðum, verkefnaskil á fimmtudaginn kemur. Verkefnið hefur gengið brösulega og er við eitt og annað að sakast í þeim efnum. Verkefnið gengur út á að hanna ólympíusvæði fyrir Malmö borg. Það er nefnilega hugmynd nokkurra áberandi manna að bæirnir við eyrarsundið geti sótt um ólympíuleikana árið 2020. Það hefur aldrei gerst áður að tvö lönd, í þessu tilfelli Svíþjóð og Danmörk hafi verið gestgjafar ólympíuleikana. En þessir menn nota þau rök að landfræðilega er allt Eyrarsundssvæðið jafnstórt og Lundúnir, Þarna búa fleiri en í Barcelona og einu hæstu meðaltekjur Evrópusambandsins . Svo benda menn á að Hm í knattspyrnu var haldið í Kóreu og Japan árið 2002 og þar var hin landfræðilega fjarlægð keppnisstaðanna margfalt meiri.

En verkefnið afmarkast að þessu sinni við að gera ólympíusvæði meðfram strandlengjunni milli Limarhafnar og Málmeyjar.

Ég geri tillögu að byggt yrði sundlaug, handboltahöll, fjölnota íþróttahús, tímabundinn mannvirki sem notast geta fyrir strandblak, tennis og þess háttar. Svo yrðu byggð þarna íbúðar og þjónustusvæði. Þetta yrði svo tengt saman með koncepti sem nær að tengjast bæjarumhverfinu allt í kring.

En manni er ekki til setunnar boðið, farið að hitna undir manni.

laugardagur, desember 09, 2006

Ætli sé ekki best að reyna enn einu sinni.

Það er kominn góður tími síðan síðast. Ég hef saknað þess að blogga, því það virkaði nokkuð sálarhreinsandi og róandi. En það hefur skort tímann og næðið til að setjast við skriftir. Nú eru breyttir tímar að nokkru leyti. Ekki það að betur horfi með annir og .ess háttar, heldur þvert á móti. Nei, nú höfum við sett upp þráðlausa routerinn sem var keyptur í seinni hluta ágústmánaðar. Routerinn reyndist bilaður á sínum tíma, sem við komumsta að "the hard way". Viði höfðum keppst við að setja routerinn upp kvöld eftir kvöld og fengið hjálp vísra manna, en ekkert gekk. Við sendum svo apparatið í viðgerð með póstinum. Kassinn týndist hjá póstinum en dúkkaði upp tæpum mánuði seinna, svo tók viðgerðin við og að endingu kom þetta allt saman. Og eftir 45 mínútna samtal í þjónustusímann gátum við sett bæði tölvuna og routerinn upp.

Nú getum við verið með tölvuna um alla íbúð en ekki bara í herberginu hjá Karen og Óliver, semsagt ólíkt betri aðstæður fyrir bloggið.!

En nú er ætlunin að blogga eftir aðstæðum og efnum.

Kveðja.