þriðjudagur, desember 12, 2006

Aðventan

Aðventan hefur gengið í garð hér á þessu heimili sem og annars staðar. Þó svo að jólaundirbúningur hafi farið rólega af stað. Veikindi hafa hrjáð nokkra fjölskyldumeðlimi undanfarna vikur sem hefur komið niður á öðrum heimilisverkum. Við höfum tekið upp þann sið til að stytta biðina fram að jólum að gera aðventudagatal. Dagatalið er pakkadagatal þar sem hver fjölskyldumeðlimur fær einn pakka á hverjum sunnudegi. Hann er svo opnaður þegar kveikt er á aðventukransinun. Þetta hefur reynst vel og lengir jólamánuðinn yrir krakkana og okkur foreldrana líka, svona þegar tíminn er knappur með próf og þess háttar.

Á sunnudaginn var fékk Karen svo drauminn uppfylltan, Það leyndist nefnilega Gsm símí í pakkanum. Síminn var fallega rauður Sony-Ericson með hinu ýmsu möguleikum. Við foreldrarnir vorum reyndar búnir að heita því að hún fengi ekki síma fyrr en hún yrði 10 ára. En eins og hlutirnir eru í dag þar sem hún labbar iðulega ein á frítíðsheimilið og stundum heim þaðan og úr skólanum, þá finnst okkur öryggi í því að geta haft samband við hana ef eitthvað kemur uppá.

Síminn vakti mikla lukku og það verður erfitt að toppa þessa gjöf þar sem þetta var toppurinn á óskalistanum.

Svo kom stekkjarstaur með smá Gsm skraut í skóinn handa dömunni.

..."Pabbi, hvernig vissi Stekkjarstaur að ég fékk gsm síma í aðventugjöf.? ...ég held að þú sért jólasveinninn.!" karen Embla

Engin ummæli: