sunnudagur, febrúar 04, 2007

Enn aftur

Jæja...

Hér í Köben hefur tíðin verið með algerum eindæmum síðustu vikur, hitinn á milli 5 og 10 gráður og mild veður. Runnar eru farnir að blómstra og laukplöntur gægjast uppúr jarðveginum. Það er bara að vona að þetta haldist svona milt það sem eftir er vetrar, sem er þó harla líklegt.

Núna er haustönninnni í arkitektaskólanum lokið og við tekur nokkurra mánað sjálfsnám og verkefnavinna. Samtímis hefst undirbúningur fyrir lokaverkefnið sem ég áætla að byrja á með haustinu.Ég hef svo skráð mig í sumarnámskeið sem er fram í Svíþjóð í sumar. Námskeiðið er samvinnuverkefni nokkurra háskóla á norðurlöndum og fjallar um skipulags og greiningu landslags í óbyggðum. Með þessu öllu er ég við að ná þeim einingum í hús sem þarf til við að ljúka náminu.

Karen spilaði einn leik hérna í morgunsárið og vannst glæsilegur sigur yfir liði frá Hørsholm 39 - 8. Karen skoraði 9 stig í leiknum og þar af eitt úr víti. Hún stal um 20 boltum og fjölmargar stoðsendingar. Þetta var klárlega einn af betri leikjum hennar og fékk hún mikið hrós fyrir.

Í gær var íslenski skólinn á dagskránni eins og venjulega. En í gær var skemmtileg nýjung fyrir okkur foreldra þar sem boðið var uppá fyrirlestrafund með íslensku skólastjóra sem ræddi um íslensku kennslu barna í útlöndum og flutning heim til Íslands og aðlögun þeirra þar. Þetta var skemmtilegt framtak sem skólahaldarans í Jónshúsi og var mál manna að þetta verði kannski reglulegur viðburður. Forledrarnir sitja hvort eð er og bíða eftir börnunum á meða kennslu stendur.

Mikið er rætt um hugsanslega heimflutning okkar á haustdögum og erum að leita að hentugum stað og húseign til að flytja til. En meira um það síðar.

Sæl að sinni

Engin ummæli: