föstudagur, febrúar 09, 2007

...og þá kom vetur konungur

Hryssingskuldi og snjókoma er þessa dagana ríkjandi í höfuðborginni við sundið. Eftir hreinlega einmunatíð er eins og uppsafnaður heimskautavetur hafa verið hellt úr tunnu yfir borgina í gær og nótt. En lífið gengur sinn vanagang og var ekki að sjá að danir létu þetta á sig fá hér í morgunsárið. Eitthvað voru færri hjólreiðamennirnir á götunum enda flughált og strætóarnir þess vegna yfirfullir af kappklæddum körlum og konum sem yljuðu sér með sinn "gratisavis" á leið sinni til anna dagsins.

Karen fékk að fara með fullan poka a negrakossum (kókosbollum) í skólann vegna yfirvofandi afmælis í lok næstu viku. Allir skólar landsins fara í vetrarfrí frá og með deginum í dag og vildi Karen gefa krökkunum eitthvað sætt í tönnina og jafnvel láta syngja fyrir sig í leiðinni. Daman var í sínu fínasta pússi með veglega eyrnalokka og með bangsan sinn Sille, sem einnig var í sínu fínasta. Í gærkvöldi etir körfuboltaæfingu sátum við svo og skrifuðum 11 boðskort til vinkvenna hennar í bekknum. Afmælið verður haldið sem búninga og grímuveisla í anda öskudagsins. Og er eftirvæntingin mikil.

Hér á eftir förum við hjónin svo með þau tvö yngstu til læknis, þar sem Jón læknir bíður með miður skemmtilegar sprautur, en þau vita ekkert um það greyið börnin. En þau harka það sér elskurnar.
...það er kalt úti..

Engin ummæli: