miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Kosningavor og kvenfrelsi

Það mun vora vel í íslenskum stjórnmálum fái langnesingurinn Steingrímur Joð einhverju um það ráðið. Ég hef fylgst nokkuð vel með umræðunni upp á síðkastið og ég held svei mér þá að tími hans sé kominn, gamla blaktröllið meiki það loks. St. joð er án efa einhver mesti stjórnmála- og ræðumaður íslands síðustu 3 áratugina ef frá er talið kannski Jón frænda Baldvin. Hann breytti rétt þegar hann ákvað að ganga ekki til fylgis við samfylkinguna og halda áfram að berjast fyrir betra samélagi á forsendum félagshyggju og mannúðar, trúr sinni sannfæringu.

En hann virðist þó ætla að falla í þá gryfju að setja "kvenfrelsi" efst á stefnuskránna hjá sér, fékk öruggleg 5 % út á það. Ég er ekki sammála þessu tali um kvenfrelsi, kynfrelsi og annaðslíkt. VG ættu að hlusta betur á Katrínu Jakobsdóttur og leggja þungan á að efla stéttabaráttu og fá þannig fram hið raunverulega réttlæti og jafnrétti. Ég get ekki séð að þessi barátta nokkura kerlinga i spakmannsspjörum og með risa-eyrnalokka komi nokkru til skila fyrir fiskverkakonurnar í landinu eða skúringakerlingar. Þessi jafnréttisbarátta eða kvenfrelsi er einungis ætlað að koma konum fyrir í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum. Það er allavegana sá mælikvarði sem hinn dulbúni kvennalisti Samfylkingin notar til að hreykja sér af sínum árangri og markmiðum. Það er að sjálfsögðu gott og vel að þessi hlutur skuli leiðréttur að einhverju leyti, en ég minni á það að það eru einmitt þessar stöður sem gera mestar kröfur til eiginleika persónunnar en ekki til kynfæranna. Þess vegna er þessari baráttu beint á kolrangan vígvöll. Nær væri að nota kraftana til að rétta hag fólksins sem minnst ber úr bítum í öllu brjálæðinu á klakanum. Það gæti tilaðmunda gerst með að stórefla stéttarbaráttu og koma í veg fyrir arðrán.
Einhvern tíma sagði vís kona: "Það fer allt í bál og brand ef kerlingarnar fá að ráða of miklu."

Engin ummæli: