sunnudagur, febrúar 18, 2007

Fastelavns riddarar

Hér á hinni marflötu Amager er siður að ríða fastelavn, leifar af hinni hollensku arfleið samfélagsins. Skrautlega búnir knapar ríða um göturnar á ekkert síður skrautlegum hestum og þiggja púns og snafsa af ákveðnum aðilum. Viðkomustaðirnir eru iðulega rótgróin fyrirtæki hér í nágreninu eða heimili einhverja leiðandi persónuleika. Lúðrasveitin ekur á undan í hestavagni og á viðkomustöðunum er lagið tekið. Yfirlett eru sungnir dönsk þjóðlög, ættjarðar og drykkjuvísur, að endingu hrópar fánaberinn ferfalt húrra fyrir gestgjafa og fjölskyldu hans

Við Óliver rákumst á hersinguna í gærmorgun er við vorum á leiðinni að sækja morgunbrauðið. Óliver gaulaði "gobbi, gobbi" og rauk í átt til hestana. Hann fékk að sjálsögðu að klappa hestunum og það ískraði í honum þegar þessir tröllvöxnu hestar tóku að narta í úlpuna hans.
Óliver var vel sáttur en þótti erfitt að horfa á eftir þessum nýju vinum sínum, þegar heim var haldið.

Engin ummæli: