þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Stelpurnar í Falcon heimsóttar

Á sunnudaginn heimsóttu stelpurnar í BK Amager, stelpurnar í Falcon í Frederiksberg. Leikurinn var á mjög svo ókristilegum tíma en hann var spilaður klukkan 9:00 og þurftum við að vera mætt á staðinn rétt upp úr átta. Stelpurnar voru í góðum gír og ákveðnar að gera sitt besta. Flestir foreldrarnir voru mættir á staðinn til að hvetja sínar stúlkur og sama gilti um heimaliðið.

Stelpurnar börðust með kjafti og klóm allan leikinn og vörðust eins og hetjur. Þær voru reyndar ekki langt frá sigri því að leikurinn tapaðist aðeins með fjórum stigum, endaði 26 - 22 Falcon í vil. Stelpurnar voru alltaf í hælunum á heimaliðinu en það lið er skipað stelpum sem eru allar einu ári eldri en stelpurnar í BK Amager. Í seinni hluta leiksins voru þær oft við það að draga þær uppi en svo fór að lokum að heimastelpurnar náðu að halda forskotinu og þar gerði hæðarmunurinn útslagið. Nokkrar stelpurnar í Falcon erum hausnum hærri en stelpurnar okkar í BKA og það hefur mikið að segja þegar barist er um boltann undir körfunni og nánast öll stig skoruð þar og nánast eingin utan af gólfi.
Framförin hefur verið og er mjög mikil hjá okkar stelpum sem sést best á úrslitum leiksins. Snemma í haust heimsóttu þær Falcon og töpuðu þá 46 - 4 eða með 42 stiga mun.

Karen stóð sig með prýði í leiknum og spilað góða vörn. Hún er hæsta stelpan í liðinu og þess vegna ríður mikið á henni í vörninni og undir körfunni þar sem hún berst með kjafti og klóm. Þegar Karen var inn á skoruðu stelpurnar í Falcon ekki nema örfá stig. En stelpurnar skiptast bróðurlega leikhlutunum á milli sín svo að allir spili jafn mikið.

Núna er svo vetrarfrí og þess vegna aðeins ein æfing í vikunni og nú er Karen á fullu að æfa skottæknina svo að hún geti skorað fleiri stig í komandi leikjum.




Let´s go Amager

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góð karen embla, þú rústar þessu...