miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Fulli ökumaðurinn í Kastljósinu

Tærnar mínar krepptust af óþægindum þegar ég horfði á Kastljósið í gærkvöldi. Það að fá til sín unglingspilt til að drekka sig ölavaðan og reynja sig í bílhermi, strax eftir að hafa rætt um Breiðavíkurmálið var stílbrot af óvenjulegu tagi. Kannski eins og að blanda saman heitu tei og appelsínudjús, blanda sem dæmd er til að bragðast illa. Þáttur eins og Kastljós er dægurmálaþáttur sem hefur yfirleitt verið með góð efnistök og umjöllun. En það er eins og Kastljósið sé eini þátturinn á RÚV sem getur rýmt umfjöllun um efni sem ekki á heima í spaugstofunni eða kvöldfréttum. Slæm þróun finnst mér, sem kristallast líka í þessu tilraunakjaftæði sem á heima í barnatímum á sunnudagsmorgnum, hefði verið góður þáttur fyrir Gústaf allstaðar.

Það var vandræðalegt fyrir alla viðstadda að horfa á piltinn, ölvaðan sem byrjaði að þvæla ensku og óskiljanlegt slangur og láta hann svo reyna ökuherminn. Mér fannst þetta jaðra við misnotkun á trausti viðkomandi að hafa hann að fífli fyrir framan alþjóð. Svo var höfuðið slegið af skömminni með taka við hann viðtal með fulltrúa Sjóvá þar sem hann svipti sig endanlega allri uppreisn. Ég kreppti tærnar og klæjaði í skinnið yfir þessu og það er langt síðan mér hefur virkilega langað til að slökkva á einhverju sem ég sit og horfi á en þarna gerðist það. ...jú reyndar slökkti ég á myndinni Acopalypto eftir Mel Gibson um daginn þegar hún var tæplega hálfnuð, en þá var nóg komið af barnaslátri og gori fyrir minn smekk.

Ég vona bara að þátturinn verði svona blanda af rannsóknarblaðamennsku og þjóðlífsþætti, með blöndu af menningu og pólitík, en ekki svona blanda af barnaþætti, jackass og freyðibaðinu íslandi í dag.

Góðar stundir.

Engin ummæli: