laugardagur, febrúar 10, 2007

Kalda Köben

Hér er kalt, ...mjög kalt.

Þessa dagana ganga Kaupmannahafnarbúar kappklæddir og álútir um seltubornar göturnar. Heit gufan læðist úr vitum þeirra eins og úr hrútum í hrímköldu fjárhúsi.

Mikið er skrifað og rætt um meinta samvinnu skipaélagsins Mærsk og íslenska auðhringsins Baugs í sambandi við ritun sögu Kaupmannahafnar sem höfuðborg Íslands. Baugur er sagt vafasamur aðili og ekki ýkja góður félagsskapur fyrir hinn aldna, perudanska Mærsk Mckinney Møller burðarstólpa danska efnhagsins. Svo er samsýningu á verkum Ólafs Elíassonar og Jóhannesar Kjarvals gerð góð skil í fjölmiðlum og virðist sem svo að loks hafi tekist að koma dönum í skilning um þjóðerni þeirra beggja. Einstaka fjölmiðlar halda samt fast í þá tálsýn að Ólafur Elíasson sé danskur og eigi bara íslenska foreldra. Kannski er nú eitthvað sannleikskorn í því. Tveir af helstu listamönnum danskrar menningarsögu eru íslendingar, Bertel Thorvaldsen og Ólafur. Þetta svíður dönum óneitanlega og harðneita þeir til að mynda að Bertel sé íslenskur. Ég spurði einu sinni forstöðumann Thorvaldsens safnsins hvort Bertel hafi ekki verið íslenskur og sagðist hún adrei hafa heyrt það. Eina framlag dana til hámenningar heimsins eru ritverk sérvitringsins H.C. Andersens. Meðalmennskan er í hávegum höfð og er jarðvegurinn í landi "jante" laganna fullkomin fyrir þá iðju.

En annars er undirbúniingur fyrir afmælið hennar Karenar í fullum gangi og mun það eflaust verða veglegt sem fyrr. Nú er vetrarfríið hafið og mun eitt og annað verða á döfinni hjá fjölskyldunni þann tíma. Á dagskránni er ferð í dýragarðinn þar sem Óliver mun heimsækja hin ljónin, ferð til Randers og Árósa, bíó og sitthvað fleira. En að mestu mun fjölskyldan bara hafa það gott saman í vetrakuldanum, hygge er orðið.

Jæja við ætlum að kíkja á Silfur Egils, það var víst rosa góður þáttur í dag.

Bless í bili.

Engin ummæli: