mánudagur, febrúar 19, 2007

Afmælisveislan

Karen hélt upp á 9 ára afmælið sitt í gær í blíðskaparveðri. Í gær var líka hinn opinberi Fastelavns dagur þar sem krakkar á öllum aldri klæða sig í búninga og lemja köttinn úr tunnunni. Afmælisveislan var þess vegna haldinn í anda dagsins, þar sem gestirnir komu í grímubúningum. Og að sjálsögðu var tunnan á staðnum full af gotteríi.



Stelpurnar voru í miklu stuði og geðu sért margt til gamans. Okkkur foreldrunum finnst þetta nú oft nokkuð stressandi, að hlaupa á eftir liðinu og sætta hinar mörgu hendur. En allt gekk nú vel og skipulagið hélst bara nokkuð vel. Reyndar voru gestirnir ekki nema 7 talsins sem gerði þetta allt viðráðanlegra. Einu sinni buðum við 17 gestum og þá fór allt úr böndunum og við reittum hár okkar heilan sunnudag.


Óliver var líka í feiknastuði í gervi pókemon-hetjunnar Pikatchu. Hann barði tunnuna með miklum tilþrifum og vildi helst ekki hleypa neinum öðrum að. En hann var bara nokkuð sáttur með nammipokann í lokinn. Óliver finnst fátt skemmtilegra en að elta stelpurnar sem koma í heimsókn til Karenar. Hann verður ástfanginn upp fyrir haus og líkar ekkert betra en að vera miðpunktur athygli stelpnanna. Það er einhvert strandamanneðli í honum piltinum.

Engin ummæli: