fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Ölæði

Það hefur runnið ölæði á danskinn. Þó ekki þannig að menn gangi umgöturnar með steytta hnefa og gólandi, heldur er æðið af öðrum og siðmenntaðari toga. Hinu ölþyrstu danir hafa snúið baki við fjöldaframleyddum Tuborg og Carslberg og láta sinn velstand í ljós með að kaupa bjóra sem bragð er af. Ég hefi kannski eingan velstand til að láta í ljós en hef hoppað með á ölduna samt sem áður. Ég geri það kannski vegna þess að það er sjaldan sem maður fær sér bjór og þá er skemmtilegra að bjórinn veitir manni dýpri upplifun en bara hlandspreng.

Þau eru kölluð micro bryggeri. Lítil brugghús þar sem handverk bruggarans er í aðalhlutverki og bjórinn yfirleitt ramleiddur eftir gamalli aðferð og í litlu magni. Fyrirbærið er orðið svo vinsælt að stóru fyrirtækin hafa stofnað sín eigin micro bryggeri um allar trissur og láta líta út fyrir að framleiðsaln fari fram í einhverjum bakgarði undir handleðislu gamals bruggmeistara og allt bruggað á eikartunnur. En hvað um það. Svo er algert hit að vera með bjórkynningar á mannamótum, þetta kostar sama og ekkert hérna þetta helv.!

Í gær keyptum við okkur nýjar tegundir frá brugghúsinu Jacobsen, (sem er stofnandi Carlsberg). Við keptum einn dökkan ale, einn hveitibjör og gamlan danskann. Og það verður að segjast að bjórinn var alveg prýðilegur, mátulega mikið bragð af honum.

Bjórinn sem var keyptur:

Bramley Wit: Hveiti bjóri, var bestur, ljós, mjög ferskur og með gott ávaxtarkennt eftirbragð.

Brown Ale: Mjög dökkur, með þykkum malt keim. Ekki fyrir dömur.!

Camomille Dubbel: Svolítið ramur og þungur í sér en prýðilegur í munni.

Bjórinn hefur fengið góðar viðtökur hér og þrátt fyrir að risinn Carlsberg standi á bak við framleiðsluna er honum vel tekið. Við getum vel mælt með þessari framleiðslu og er ekki að efa að ÁTVR taki við að selja afurðina fyrir svona vikulaun pólverja flaskann.!

Skál.


Engin ummæli: