miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Litla daman komin með nafn.

Loksins hefur litla daman fengið nafn. Fæðingin á nafninu hefur tekið á ekkert síður en hin raunverulega fæðing. Það var eitt nafn sem við vorum sammála um að yrði fyrra nafn hennar nánast sama dag og hún kom í heiminn. Nafnið var eitthvað lýsandi fyrir hana og við vorum og erum sannfærð um að hún beri það vel um ævina. Seinna nafnið kom svo nú á dögunum og skiluðum við pappírunum í dag til kirkjunnar.

Það var nú ekki svo að við vorum að stressa okkur mikið á þessu, nema kannski helst síðustu vikuna.

Við ætlum ekki að opinbera nafnið alveg strax en komum þó með litla getraun og sá sem getur leyst hana kemst að leyndardómnum.

Getraunin er í anda Da Vinci lykilsins og þeir sem hafa lesið bókina og kynnt sér aðeins þær stafaþrautir sem þar eru kynntar ættu að geta leyst þrautina.

En þrautin er þannig að eftirfarandi stafaruna inniheldur alla stafi nafnsins hennar, en þeim þarf bara að raða rétt upp. Það þarf að beita ákveðinni aðferð við að leysa þrautina, en hver er hún.?

ÍL#UÓS#GNTAÓUDTBSÐSIEKMDR

PS. táknið # er fyrir bil á milli nafna en skal í lausninni vera ígildi bókstafs.

Góðar stundir.

Engin ummæli: