þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Lítið eitt um pólitík

Ég er alveg gáttaður á málefnafátækt og vandræðagangi Samfylkingarinnar, sem hreinlega hefur verið öskrað framan í umheiminn. Ingibjörg Sólrún er orðin álíka hrífandi leiðtogi og hver önnur úrill kerling, sem ekkert hefur til málanna að leggja en eitthvert nostalgíubull um kvenfrelsi og hungrið í völdin.

Mér hefur það alltaf þótt það undarlegt þegar fólk leggur upp með sömu taktík í politík og íþróttum. Já, þetta eru keimlíkir heimar á yfirborðinu en eðli þeirra eins ólíkt og hægt er. Menn skiptast í lið, og safnast saman við breiðtjöldin með glas í hönd á einhverja missera fresti og fagna hverri talningu úr hverjum dal eins og mörkum íslendinga í handboltalandsleik. En vísir menn hafa reynt að gera lítið úr þessum sigurmómenti og sagt að það sé og verði einungis upphaf og því beri að ganga hægt um gleðinnar dyr.

En samfylkingin hefur núna upp á síðkastið líst því yfir að markmiðið sé sigur, að þeim hungri í sigur. Sigurinn er orðið objektið í þeirra politík, og meðalið sem notað er allskonar er dægurskraut til að halda í fáu hræðurnar eins og kvenfrelsi, náttúruvernd, annað dautt og hitt stolið.

Já það er hart í ári þegar meira að segja oflátungarnir segja skilið við flokkinn og að hressa liðið í hópnum eru Mörður og Jóhanna.

Já, sjálf hefur forysta Samfylkingar fláð sig sjálfa inn að beini og eftir stendur hríslandi beinagrindin sem samanstendur einungis af þrá um völd.

Engin ummæli: