föstudagur, febrúar 16, 2007

Ófrýnilegir fylgdarmenn litla bangsans

Þeir voru heldur óátlitlegir fylgdarmenn litla sæta bangsans sem bönkuðu upp á hjá okkur fyrr í dag. Erindagjörðin var þó ekki hættuleg, einungis farið fram á sætindi eða peninga, helst bæði sögðu þær allar í einu. Fyrst sungu þær þó eitt lag fyrir okkur, og þegar sá söngur er búin er engrar undakomu auðið, góssið skal látið af hendi.

Við höfum ekki vanið okkur á að bjóða svona verum innfyrir þröskuldinn og heldur ekki á hverjum degi sem það stendur til boða. En í þetta sinn vorum við óhrædd því þarna voru Karen og vinkonur hennar, systurnar Nína og Jasmína, á ferðinni. Þær voru að "rasla", ganga í hús og heimta pening og gotterí. Þrátt fyrir að Fastelavn sé ekki fyrr en á sunnudag þá er best að vera sem fyrst á ferðinni segja þær, best að draga trollið þegar torfan er þéttust og algerlega óveitt úr henni, það veit á góða veiði.

Margt er gert til að hafa sem mest upp úr krafsinu, til dæmis hafði ein þeirra sett sokk í baukinn svo ekki heyrðist glingrið í myntinni, þannig áttu hún samúð auðskilna hjá íbúum hverfisins.

Við buðum að sjálfsögðu upp á smá aur og gotterí og héðan fóru þær reifar á vit ævintýrana. Stefnan var tekin á ríka hverfið handan götunnar, nú skildu þeir ríku blæða. En ekki er víst að gjamildin sé mikil allstaðar.

Engin ummæli: