miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Eiki Rokkar

Djöfull líst mér vel á evróvisjón-lagið hans Eika, ég les úr lófa þínum. Eftir því sem heyri lagið oftar þá fæ ég það meir og meir inn undir húðina. Ég held bara að þetta lag eigi góða möguleika á toppárangri. Kröftugt og dramatíkst lag með mjög grípandi viðlagi, röddin hans Eika nýtur sín einstaklega vel.

Er ekki frá því að það ætti bara að syngja lagið á íslensku í lokakeppninni, það passar svo svaða vel.

Nú er bara og bíða að sjá hvort ekki aðrir evrópubúar séu sama sinnis. Þetta er ekta júrólag og kannski verður evróvisjón í Egilshöll vorið 2008, sama ár og við verðum ÓL meistarar í handbolta.

Engin ummæli: