fimmtudagur, mars 01, 2007

Komment

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með og lesa heimasíðuna hjá Jónínu Ben uppá síðkastið. Þar vellur svoleiðis uppúr henni munnræpan og skítkastið slettist frá henni í allar áttir. Jónína er einhver mesta örlaganorn í íslensku samfélagi síðustu árin, einhversskonar "accidental" aðalleikari í máli málanna. Hún hefur öðlast ótrúlegt tengslanet, trúlega þó mest í gegnum að hafa deilt bæli með Jóhannesi í Bónus. Þannig hefur hún engið innsýn í leynda heima ísl. viðskiptalífs.

Ég var komin á þá skoðun eftri að hafa lesið hjá henni nokkrar greinar á blogginu og séð hana í silfri egils að það væri kannski eitthvað á milli eyrnana á henni. En það virðist ekki vera annað en einhverskonar hefnigirni og ofmat á sínu hlutverki sem rekur hana áfram. Hún skrifar æðibunu-greinar með miklu offorsi þar sem hún dvelst á heilsuhæli í Póllandi. Ef ég hef lesið skrif hennar rétt þá er hún í einhverrri stólpípu- og afeitrunarmeðferð, sem skýra kannski þetta offors í henni. Ætli maður yrði ekki sjálfur pirraður ef maður væri í afeitrun, með tilheyrandi fráhvarfseinkennum og fengi svo troðið einhverjum lúður upp í rassgatið tvisvar á dag og látinn drulla í gegnum hann, jafnvel í ásýnd annarra.

En kerlingin hún Jónína lætur gammin geisa á bloggsíðunni með makalausan óhróður um nafngreindar persónur. Viðbrögðin láta svo ekki á sér standa og hellist yfir hana skömmunum. Hún sér yfirleitt að sér og annað hvort fjarlægir færslurnar, breytir þeim og styttir, og það eitt framkallar ekkert síðri viðbrögð frá lesendum.

Það er gaman að það sé einhver sem þorir að tjá sig óheft, svona eins og Ástþór Magnússon, þorpsfífl íslenskra fjölmiðlaumræðu var einumlagið.

1 ummæli:

Kalli sagði...

Súrealískasta lúðrasveit í heimi! Blásið úr öfugum enda!

Kær kveðja úr sveitinni,
KH