mánudagur, mars 12, 2007

Blíðviðri

Það er einmuna blíða í borginni í dag og búin að vera síðan á sunnudaginn. Öll fjölskyldan skellti sér í garðinn í gær og þar léku börnin sér glaðvært í 4 klst. Þetta var fyrsti skiptið sem litla daman hún Ísabel Ósk lék sér í sandkassa, en hún er byrjuð að geta setið af sjálfsdáðum. Karen kom eftir skólann með vinkonu sinni henni Rósu, (sem ekki hafði látið neinn vita, og var leitað um allan bæ í nokkrar klst) Óliver var í miklu stuði í rennibrautinni og inn á milli elti hann stelpurnar á svæðinu, það voru þess vegna þreyttir litlir fætur er gengu heim í lok dagsins. En kappinn fékk að sitja háhest og byrjaði bara að geispa af öllu súrefninnu og hreyfingunni.

Það er sannarlega vor í lofti og kærkomið tímabilið með léttari klæðnað og meiri útiveru. Það er líka komin ferðahugur í mann og ýmislegt í sigtinu, meðal annars sumarbústaðaferð með vinum okkar þeim Halli og Hönnu og börnum. Og páskarnir á næsta leyti...
...það styttist í alvöru vorfíling.!

Engin ummæli: