sunnudagur, mars 18, 2007

Lítil blaðran.

Það var sagt frá því á mbl.is að einhver strákpúki sem var ferðalangur í rútu yfir hellisheiðina hafi gert sér lítið fyrir og migið á gólfið í rútunni. Það er tvennt í þessu finnst mér, í fyrsta lagi er rútubílstjórinn alger þverhaus eins og rútubílstjórum er einum lagið (ef frá eru taldir geiri keila og gummi hafsi) og annað er að það er óskiljanlegt að ekki séu salerni í þessum faratækjum. Þar sem þeim er ætlað að keyra milli kaupstaða. Það myndi nægja að hafa einhverja aðstöðu fyrir gjörning af 1. gráðu.

En annars er ekki mikið partý yfir blöðru piltsins, kannski verið búin að belgja sig út af gosdrykkjum og nammi. Ég þekki einn góðan pilt að vestan sem aldrei gat skitið annars staðar en heima hjá sér. Og þá skipti engu þótt um vikulangt ferðalag með sundfélaginu var að ræða, það kallar maður sjálfsaga.!

Ég kæmist persónulega ekki í gegnum daginn ef ekki nyti við þeirrar helgu stundar þegar nr. 1 og 2 sameinast í fallegri simfoníu í snjóhvítri porselínhvelfingunni og lestur fríblaðsins getur hafist. Ég kemst aldrei nær almættinu en einmitt þá.

Engin ummæli: