mánudagur, mars 12, 2007

Trabbinn

Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að fyrsta eintakið af Trabant, hinum austurþýska glæsivagni leit dagsins ljós. "Bíllinn" varð strax hálfgerð þjóðareign líkt wolksvagen varð i vestari helming landsins. Trabantinn gat á góðum degi, komist í 110 km/klst, þ.e.a.s ef brekkan og meðvindurinn var nógu mikill. Ólíkt flestum bifreiðum heimsins var boddíið á trabantinum ekki úr áli, heldur úr plasti sem svo var klætt með einhverskonar bómullarblöndu. Þrátt fyrir að þessi óvenjulegi og hávaðasami "bíll" hefði nánast aldrei komist út fyrir Sovétríkin sálugu hefur hann heillað bílaáhugamenn um gjervalla veröldina og nú er svo komið að afmæli bílsins er fagnað víða.

Svo ein saga í lokin um trabban og asnan.


Trabant og asni mættust á förnum vegi. Asnin leit í áttina til trabba og sagði kurteisislega "góðan daginn, Bíll.!" Trabbinn brosti til asnans og sagði "já góðan daginn asni". Er þeir höfðu gengið framhjá hvor öðrum, leit trabbin um öxl og sá sér til furðu hvar asninn stóð kyrr og snökti. Trabbinn gekk til asnans og spurði hvað væri að. "ég var svo kurteis að kalla þig Bíl" svaraði asninn," af hverju gast þú þá ekki kallað mig Hest."?

1 ummæli:

Kalli sagði...

Sextán ára gamall fór ég á túr með tríói á trabant. Það var ekið frá Reykjavík til Akureyrar og aftur til baka, Þá til Selfoss og loks til Keflavíkur. Þegar leikið var nokkru seinna í Súðavík var ég byrjaður í MÍ og komst með öðrum fararskjóta af heimavistinni.

Þar sem ég var langyngstur í þessu tríói varð það náttúrulega mitt hlutskipti að sitja ofan á varadekkinu innan um hljóðkerfið og statívin aftur í skotti. Annars er ég ekki viss um að sætin sem hinir strákarnir sátu í hafi verið mikið þægilegri.

Þetta er ógleymanlegt ferðalag.