þriðjudagur, mars 13, 2007

lim-lestar í Noregi.

Þessi frétt birtist áðan á fréttavefnum BT. Mér fannst tilvalið að deila henni með þeim sem eiga leið hér um. En fréttin segir frá nokkuð vafasömu hátterni norskra ungmenna á lestarteinum landsins. Bt endar umfjöllunina á að hugtakið "koma á réttum tíma" fái nokkuð viðeigandi þýðingu í þessu samhengi.

Þeir eru orðnir of graðir þessri norsarar, örugglega lent í innrækt eftir að rjómi þjóðarinnar flúði á 9. öld.

Meira um lystisemdir holdsins: á mbl. vefnum segir frá bandarískum ungling sem á von á 6 börnum með sex konum og þykir þetta með eindæmum fréttnæmt. Í minni sveit reyndu menn að þaga yfir svona löguðu, og þótti svona heldur ekki sérlega fréttnæmt.

Mér hefði þótt meiri frétt ef hann hefði átt von á sex börnum með sjö konum, eins einhver komst að orði er fjölskylduhögum eins frænda míns var líst.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll aftur frændi og familí :)

Gengur bara vel, thu getur kikt a okkur a www.emtekaer.dk reyndar allt a dønsku nuna, en thid erud sleip i henni.
Ju ju vid erum alltaf ad spa og spekulera hvar vid ætlum ad vera svona ca. næstu 10 arin... hvar fær madur mest hus fyrir minni pening og svona vega og meta, hvad er gott her og thar. Mjøg erfitt!!!. Hløkkum til ad sja ykkur med haustinu, vid eigum von a thristinum i sept. og verdum allaveganna her a klakanum einn vetur enn :)

Godar stundir i vor-køben.
ps. typiskt, ad thegar goda vedrid kemur til Køben, tha fer thad hedan... sma svindl...

kvedjur, Erla og co

Kalli sagði...

Svona kannast maður við þig!
Nú skellti ég upp úr. Meira, meira meira.....!!!!

P.s. Hæ Erla.