föstudagur, mars 16, 2007

Góð bók

Í gærkvöldi lauk ég við að lesa alveg magnaða sögu um hrakfarir á norðurheimskautinu. Bókin heitir Ísherran, hin afdrifaríka sjóferð Karluks. Mér hefur ekki orðið mikið ágegngt með verkefni vikunnar eftir að ég hóf lestur þessa 430 blaðsíðna verks á mánudagskvöldið. Þetta er saga um hrikalega lífsbaráttu áhafnarinnar á Karluk, þar sem þeir voru fastir í ísnum norður af Alaska í 7 mánuði veturinn 1913 - 1914. Þeir komust við illan leik yfir ísinn til Wrangel eyju sem er einhver afskekktasta eyland í veröldinni og þar eyddu þeir 6 mánuðum í kulda og vosbúð í hrikalegri baráttu fyrir lífi sínu.


Þessi frásögn inniheldur líka beitta ádeilu á leiðangurstjórann Vilhjálm Stefánsson, sem lét sig hverfa frá borði stuttu eftir að skipið festist og hélt áfram að sínu markmiði og skeitti að virðist engum um afdrif áhafnarinnar.



Bókin er meistaralega skrifuð af Jennifer Niven og íslensk þýðing Rúnars Vignissonar er virkilega góð.


Mæli með þessari lesningu.!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælir Gamli

Rakst á þessa síðu þegar ég var að skoða bloggið hjá Kalla. Ég fer nú bara alltaf í frábært skap þegar maður sér smettið á þér og ýmsar uppákomur rifjast upp s.s. parketlagðir kjúklingarbitar og leðurjakkinn hjá trommuleikaranum í sniglunum. Bið kærlega að heilsa.

kv.

Hannes Már