mánudagur, mars 26, 2007

Veikindi að hrjá heimilisfólkið

Það er ekki hátt risið á fjölskyldumeðlimunum hér í Lombardigötu 17 2.th þessa dagana. Heil holskefla ýmissa kvilla hefur hér riðið yfir okkur og við varnarlaus með öllu þrátt fyrir skildubundna lýsisinntöku allan veturinn.

Fjölskyldufaðirinn reið á vaðið með kverkaskít, slappleika og margslungna beinverki á föstudaginn. Smitleiðin hefur að öllum líkindum verið símleiðis eftir fjölmörg símtöl við sjúklinginn á Sólbakkanum, hann Hall Kristmundsson.

Litla prinsessan hún Ísabel fékk svo snert af þessari pest sömu pest á laugardaginn. Karen fékk svo einhverja hrikalega magakveisu á sunnudaginn, var síkvartandi en hélt verkina vera afleiðingar eftir körfuboltaleikinn um morguninn. Daman sú arna svaf svo lítið sem ekkert núna aðfaranótt mánudagsins. Óliver hefur líka fengið þennan kverkaskít og hóstar núna í öðru hverju skrefi.

Og svo rúsínan í pylsuendanum, þá fékk Ísabel hlaupabóluna og steyptist út í útbrotum hérna fyrripartinn og með háan hita í kjölfarið.

Þess vegna liggja allir í bælinu þennan daginn, sem annars er fallegasti dagur sem liðið er af ári.

Mamman bar þó fram vöfflur með ís og rjóma til að lina þjáningarnar okkar sjúklingana.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mømmur eru hetjur :)

Verid dugleg ad láta ykkur batna, svo thid komist ut i vorid...

kvedjur, Erla

Nafnlaus sagði...

Ég man mjög vel eftir tveim litlum drengjum, öllum útsmurðum í zinkpasta og kartöflumjöli, þetta var í júní 1979, amma var í heimsókn og hún kunni sko gömlu húsráðin.
Vonandi er litlu dömunni batnað og þið öll orðin heil heilsu
Ástar og saknaðarkveðjur, knús og kossar
Frá afa og ömmu í Bol.v.
Annað heimilisfólk sendir líka saknaðarkveðjur, knús og kossa