föstudagur, mars 09, 2007

í körfunni

Það er nóg að gera hjá Karen Emblu í körfunni, nú eru leikir um hverja helgi og æfingar tvisvar í viku. Um síðustu helgi kepptu stelpurnar á heimavelli við Skjold fra Stevnsgade og áttu þrusu leik. Stelpurnar frá Skjold voru einu til tveimur árum eldri en okkar stelpur stóðu í þeim allan leikinn. Leikurinn tapaðist þó, endaði 24 - 16 fyrir Skjold.

Karen var í miklu stuði og og skoraði 3 stig í leiknum. Hún spilaði öflugan varnarleik og stal boltanum frá mótherjunum trekk í trekk og skapaði færi fyrir sitt lið. Sóknarleikurinn er allur að koma hjá henni og er hún farin að þora meiru. Fyrstu misserin fannst henni óþægilegt að fá boltan í sókninni, það fylgdi því svo mikil ábyrgð og hún óttaðist að mistakast, trúði hún pabba sínum fyrir.


En hún hefur fengið gott sjálfstraust og leggur sig alla fram, íþróttamanneskja fram í fingurgóma.




Svo er leikur á sunnudaginn í Ballerup, þar sem Jonstrup tekur á móti stelpunum í BK Amager.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló halló.
Rakst á þig fyrir tilviljun.
Myndarfjölskylda sem þú átt.
Kveðja
Gunnhildur Linda Gunnarsdóttir
Bakkavegi 6
Hnífsdal

Nafnlaus sagði...

þakka kærlega. Gaman að heyra frá þér. hvernig er þetta með fermingarafmælið í sumar.? 20 ár, úff, úff.
Gummi