þriðjudagur, mars 06, 2007

Saltkjöt og baunir

Á sunnudag fór stórfjölskyldan í heimboð til vinar okkar Halls og Hönnu á Solbakken. Þar var haldið uppá síðbúinn sprengidag, með saltkjöti, baunasúpu og öllu tilheyrandi. Það var mitt í örvæntingunni um að fara á mis við þessa árvissu átveislu þegar boðið kom. Hallur sem hefur verið með annan fótinn á Íslandi síðustu vikur bar þessi góðu björg í hús.

Það var að sjálfsögðu við manninn mælt, maður át eins og eitthvert bíafra-barn sem kemst í hlaðborð. Þegar maður sest við svona átu kastar maður öllu uppeldi og siðmenningu út fyrir lunninguna (ekki að það sé einhver stór byrði), það verður ekkert nema þú og þessir feitu kjötbitar sem skipta máli. Maður heyrir daufan óminn í fólkinu við borðið innan um eigið smatthljóð, og sjálfkrafa lítur maður upp, en forðast augnakontakt við sessunautana, svona rétt til að ótyggður bitinn standi ekki í manni. Og rétt til að staðesta viðveru sína hummar maður reglulega og kinkar kolli, en passar að missa ekki enibeitinguna við þessa helgu athöfn. Það er fyrst þegar manni sortnar fyrir augum að maður stoppar og gerir sér grein fyrir umhverfinu, þá veit maður að það er kominn tími á kaffi og meðþví.


Í sveitinni minni átu karlarnir yfirleitt fyrst, það var ekki í eðli þeirra að matartíminn væri einhver einhver samverustund. Heldur var þetta helg stund þar sem hið eilífa samband veiðimannsins og bráðarinnar var innsiglað með því að veiðimaðurinn neytti hennar. Að sinna börnum meðfram svona helgistund er afar óhentugt og ætti ekki að vera í höndum manna sem aldir voru upp á dreifbýlinu ;-)


Þetta var helg stund og skemmtileg. Þakkir til Halls og Hönnu.

Engin ummæli: