þriðjudagur, desember 12, 2006

Aðventan

Aðventan hefur gengið í garð hér á þessu heimili sem og annars staðar. Þó svo að jólaundirbúningur hafi farið rólega af stað. Veikindi hafa hrjáð nokkra fjölskyldumeðlimi undanfarna vikur sem hefur komið niður á öðrum heimilisverkum. Við höfum tekið upp þann sið til að stytta biðina fram að jólum að gera aðventudagatal. Dagatalið er pakkadagatal þar sem hver fjölskyldumeðlimur fær einn pakka á hverjum sunnudegi. Hann er svo opnaður þegar kveikt er á aðventukransinun. Þetta hefur reynst vel og lengir jólamánuðinn yrir krakkana og okkur foreldrana líka, svona þegar tíminn er knappur með próf og þess háttar.

Á sunnudaginn var fékk Karen svo drauminn uppfylltan, Það leyndist nefnilega Gsm símí í pakkanum. Síminn var fallega rauður Sony-Ericson með hinu ýmsu möguleikum. Við foreldrarnir vorum reyndar búnir að heita því að hún fengi ekki síma fyrr en hún yrði 10 ára. En eins og hlutirnir eru í dag þar sem hún labbar iðulega ein á frítíðsheimilið og stundum heim þaðan og úr skólanum, þá finnst okkur öryggi í því að geta haft samband við hana ef eitthvað kemur uppá.

Síminn vakti mikla lukku og það verður erfitt að toppa þessa gjöf þar sem þetta var toppurinn á óskalistanum.

Svo kom stekkjarstaur með smá Gsm skraut í skóinn handa dömunni.

..."Pabbi, hvernig vissi Stekkjarstaur að ég fékk gsm síma í aðventugjöf.? ...ég held að þú sért jólasveinninn.!" karen Embla

Prófundirbúningur

Nú er prófundirbúningur í hámarki hjá undirrituðum, verkefnaskil á fimmtudaginn kemur. Verkefnið hefur gengið brösulega og er við eitt og annað að sakast í þeim efnum. Verkefnið gengur út á að hanna ólympíusvæði fyrir Malmö borg. Það er nefnilega hugmynd nokkurra áberandi manna að bæirnir við eyrarsundið geti sótt um ólympíuleikana árið 2020. Það hefur aldrei gerst áður að tvö lönd, í þessu tilfelli Svíþjóð og Danmörk hafi verið gestgjafar ólympíuleikana. En þessir menn nota þau rök að landfræðilega er allt Eyrarsundssvæðið jafnstórt og Lundúnir, Þarna búa fleiri en í Barcelona og einu hæstu meðaltekjur Evrópusambandsins . Svo benda menn á að Hm í knattspyrnu var haldið í Kóreu og Japan árið 2002 og þar var hin landfræðilega fjarlægð keppnisstaðanna margfalt meiri.

En verkefnið afmarkast að þessu sinni við að gera ólympíusvæði meðfram strandlengjunni milli Limarhafnar og Málmeyjar.

Ég geri tillögu að byggt yrði sundlaug, handboltahöll, fjölnota íþróttahús, tímabundinn mannvirki sem notast geta fyrir strandblak, tennis og þess háttar. Svo yrðu byggð þarna íbúðar og þjónustusvæði. Þetta yrði svo tengt saman með koncepti sem nær að tengjast bæjarumhverfinu allt í kring.

En manni er ekki til setunnar boðið, farið að hitna undir manni.

laugardagur, desember 09, 2006

Ætli sé ekki best að reyna enn einu sinni.

Það er kominn góður tími síðan síðast. Ég hef saknað þess að blogga, því það virkaði nokkuð sálarhreinsandi og róandi. En það hefur skort tímann og næðið til að setjast við skriftir. Nú eru breyttir tímar að nokkru leyti. Ekki það að betur horfi með annir og .ess háttar, heldur þvert á móti. Nei, nú höfum við sett upp þráðlausa routerinn sem var keyptur í seinni hluta ágústmánaðar. Routerinn reyndist bilaður á sínum tíma, sem við komumsta að "the hard way". Viði höfðum keppst við að setja routerinn upp kvöld eftir kvöld og fengið hjálp vísra manna, en ekkert gekk. Við sendum svo apparatið í viðgerð með póstinum. Kassinn týndist hjá póstinum en dúkkaði upp tæpum mánuði seinna, svo tók viðgerðin við og að endingu kom þetta allt saman. Og eftir 45 mínútna samtal í þjónustusímann gátum við sett bæði tölvuna og routerinn upp.

Nú getum við verið með tölvuna um alla íbúð en ekki bara í herberginu hjá Karen og Óliver, semsagt ólíkt betri aðstæður fyrir bloggið.!

En nú er ætlunin að blogga eftir aðstæðum og efnum.

Kveðja.

sunnudagur, september 03, 2006

Vikan sem leið

Vikan sem leið var að mestu hefðbundin, nema hvað skólinn var settur á föstudagsmorguninn og róðraræfing númer tvö á fimmtudeginum útheimti enn fleiri blöðrur í lófa.

Karen er að sjálfsögðu byrjuð aftur í körfunni og nú er æft tvisvar í viku, annarsvegar á þriðjudögum klukkan 16:30 - 18:00 og á fimmtudögum kl. 15:30 - 17:00. Við feðginin hjólum á þessar æfingar sem tekur um 20 mínútur og er daman þá orðin nokkuð heit og klár fyrir hasarinn. Óliver fær oft að koma með og förum við feðgarnir þá á einhvern leikvöll á meðan æfingunni stendur. Nú fara að byrja leikir um helgar og þá er bara að duga eða drepast.

Litla daman dafnar sem aldrei fyrr og er alltaf jafn róleg þessi elska. Mamman reynir að hvíla sig og safna kröftum eins og kostur er. Þó að litla daman sé róleg og hvers manns hugljúfi þá er það fullt starf að sinna kröfum hennar um mat, þrif og athygli.

Óliver er farin að venjast henni og finnst hún bara vera svolítið fydin þegar hún geiplar sig og gefur frá sér einhver hljóð. Kappin fór svo í klippingu á föstudaginn og voru hinir síðu ljósu lokkar klipptir í stutta drengjalega klippingu. Hann breittist töluvert við þetta strákurinn og er ég bara á því að þetta fari honum betur. Hann er alltaf sami grallarinn pilturinn og ein klipping breytir engu til eða frá.

Nú þegar flestar mínar ferðir eru farnar á nýja hjólhestinum ákvað ég að standsetja hjól frúarinnar. Ég réðst í það verkefni í gær og mun reyna að klára það á komandi dögum. Þegar verkefninu er lokið þá verður gripurinn hinn glæsilegasti og frúin þess vegna fær um að hjóla til sinna erinda.

Nú er sjálfur heimilisföðurinn svo byrjaður á Atkins fæðinu svokallaða, þar sem neytt er kolvetnislauss fæðis. Að sjálfsögðu er nokkur fyrirhöfn fyrir þessu, en árangurinn lætur ekki á sér standa, kílóin rasla af. Ég borða mikið kjöt, osta, egg, fisk, grænt grænmeti, tómata og af þessu verður maðu óhemju þyrstur og mettur. Ég veit að þetta er ekki hollasta fæði sem til er og er þess vegna ekki ráðlagt að vera lengi á þessu mataræði. Ég prufaði þetta fyrir rúmu ári og missti þá ófá kílóin á nokkrum mánuðum. Nú þegar róðrastemningin er á fullu hjá manni og maður er farin að hreyfa sig verður maður að fara koma sér í gott form sem fyrst.

Kallin hann pabbi útskrifaðsit frá Háskólanum í hjaltadal á dögunum með glæsibrag. Hann er búin að vera vinna sem safnvörður í Ósvör síðastliðið sumar við mikin og góðan orðstýr. Það birtust myndir af honum á www.bolungarvik.is á dögunum og þar má sjá hversu glæsilegur karlinn er í múnderingu sjómanna fyrri alda.

Mamma er sjálf tekin við starfi bókasafnsvarðar hjá menntaskólanum á ísafirði og er búin að vera á námskeiðum í Reykjavík undanfarið. Það er aldeilis hlutir að gerast hjá gamla settinu og ekki laust við að maður sé að rifna úr monti. Það er skrítið að vera horfa á fylgjast með þróun og framvindu mála foreldrum sínum jafnt og sínum eigin börnum. En veröldin hlýtir ekki alltaf einhverjum fyrirframgefnum lögmálum og um að gera að grípa þau tækifæri sem gefast. Dagarnir eru hvorki lengri eða styttri en þeir voru áður fyrr og ekkert annað að njóta allra þeirra sem maður fær í þessari jarðvist.

En nú blása haustvindarnir hér í hinni flötu Danmörku og vætutíðin er að sjatna, nú er sunnudagsmorgun og við feðgarnir á leiðinni í hinn fasta hjólreiðartúr og Karen að fara leika úti í garði.

Kærar kveðjur

mánudagur, ágúst 28, 2006

Fyrsta róðraræfingin á árinu.

Áhöfnin, Grettir kom saman í fyrsta skipti í tæpt ár núna í kvöld. Róið var í klukkutíma útá Eyrasundinu og inni á lóninu í Amager strandpark. Þetta var hörkuæfing þó að einungis mættu fjórir ræðarar af sex. Ágúst Österby stýrði sem áður af myndarskab og aðrir ræðarar voru hinir færeysku frændur okkar, Gunnar, Davíð og Eyvind.

Ætlunin er að æfa fyrir róðrar-keppni sem haldin verður um aðra helgi í Sorø, árviss viðburður sem yfirleitt dregur að flest róðrar-liðin í Danmörku. Í Sorø er keppt í ferskvatni sem gerir róðurinn um 30% þyngri. Vegalengdin er 1000 metrar og tímin sem þetta tekur að róa er um það bil 5,5 - 6,0 mínútur.

Fyrir rúmu ári klömbruðum við saman þessari áhöfn, ég og Skarphéðinn nokkur Njálsson, sem nú er fluttur til Færeyja. Við náðum að æfa okkur ein 6 -7 skipti og mættum reyfir til leiks.

Róið var í blíðskaparveðri og var það ákveðið að við myndum keppa á móti annarri áhöfn sem kallaði sig Don King. Þessir strákar voru allir nýkomnir frá Færeyjum eftir róðratímabil sumarsins og í toppæfingu og til liðs við sig fengu þeir gullverðlaunahafa frá ÓL í Aþenu 2004, Stephan Mølvig. Það var mál manna á kajanum að þetta yrði leikur kattarins að músinni.

En annað kom á daginn, eftir afleitt start tóku við á honum stóra okkar og með gríðarlegum vilja og sjálfspíningu stjórnað af hinum ílsenska Skarphéðni drógum við Don King uppi og sigum framúr.

Við sigruðum eftir ægilega keppni með rúmri sekúndu.

Undiritaður féll nánast í yfirlið eftir að við komum yfir marklínuna og það tók mig 30 - 40 mín að jafna mig áður en ég gat yrt á nokkurn mann. Ég reyndi að halda haus á meðan á verðlaunaafhendingunni stóð en var gjörsamlega örmagna á líkama og sál. Keppinautar okkar voru ekki síður örmagna og leið yfir 2 þeirra og einn kastaði upp. Fleiri en ég í okkar áhöfn voru örmagna, en ég sýnu verstur.

En nú skal manninn reyna og nú er ætlunin þessi áhöfn verði með á öllum mótum næsta sumar. Nú höfum við fengið lánaðan einn bát hjá klúbbnum og fengið pláss fyrir hann hérna í næstu höfn. Það gerir allt amstrið í kringum æfingar helmingi auðveldara.

árar verða ekki lagðar í bát í þetta skiptið því þeir fiska sem róa.

Sólbakkinn heimsóttur

Laugardagurinn síðastliðni stóð í merki Sólbakkans. Þar vorum við boðinn í sumarveislu og 50 ára afmælis þessara merkilegu stúdentagarða. Góði vinir okkar þau Hallur og Hanna hafa boðið okkur með í þessa árlegu veisl síðan þau hófu búskab þarna.

Þessir námsgarðar hafa hýst margan Íslendinginn þessi 50 ár og eru dæmi um að börn sem þarna ólust upp með foreldrum sínum búi þar sjálf með eigin börn.

En laugardagurinn var settur þéttri og litríkri dagskrá þar sem eitthvað var við hæfi allra. Þarna var spilaður ljúfur djass, leikir fyrir börnin, bjórsmökkun, sambadans, snittur og grillmatur og ýmislegt annað sem gladdi skilningarvitin.

En þennan dag sem aðra daga í ágúst, anno domini 2006 þá varð algert skýfall. Svo mikið rigndi að Sonja sem var á leiðinni með nýfæddu prinsessuna snéri við á aðalbrautarstöðinni, holdvot og köld.

Karen og Óliver létu rigninguna ekkert á sig fá og léku sér ásamt hinum börnunum við að sulla og malla í pollunum.

Eftir að við höfðum gætt okkur á góðum grillmatnum, veigum guðanna og kökubakstri húsbóndans héldum við 3 heim á leið, glöð eftir góða veislu.

Sólbakkin stóð ekki alveg undir nafni þennan seinnipart laugardags, en það gerði hins vegar dagurinn.!

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ungdómurinn í Kristjaníu,

Í fyrradag kom Oddur félagi minn í mat til okkar hérna í Lombardigötunni. Oddur sem bjó hérna um árabil en flutti á landið kalda í fyrra er enn í námi hjá Niels Brock inst. Hann er í einhverjum tölvufræðum og um þessar mundir er 5 vikna námskeið í gangi sem hann verður að sækja en annars starfar hann við upsetningu og umbrot hjá Fréttablaðinu.

Við buðum upp á wokrétt, kjúkling og grænmeti með kókos og karrý. Rétturin sem hefur næstum guðdómlegan status hjá heimilsföðurnum bragðast alltaf jafnvel. Eftir hæglætis kvöldstund yfir bjór og rauðvíni rölltum við niður í kristjaníu og fengum okkur einn kaldann.

Í kristjaníu var mikil gleði, nokkuð mannmargt en fjöldinn samanstóð af mestu af hálfskökkum múlöttum og múslimum annars vegar og hinsvegar flyðrulegum fermingarstelpum sem gengur valltar um á háhælunum. Reyndar var hinn venjulegi skammtur af arfafullum, tannlausum og grettnum grænlendingum á sínum stað. Lítið sást þó til hippalýðsins eða hinna frjálslyndu. þenkjandi kynslóð sem svæðið er annars þekkt fyrir.

Þetta var undarlegt að sjá. Það virtist sem svo að þarna væri griðarstaður fyrir börnin sem einhverra hluta vegna ekki hafa haft nægjanlega leiðsögn í lífinu. Þarna voru hörkulegir guttarnir að herma eftir eldri kynbræðrum sínum í hátterni og fasi. Og ekki var skárra að horfa upp á litlu stelpurnar sem reyndu eftir fremsta megni að sýna ávexti sína, stífmálaðar, með sígarettuna vandlega staðsetta á teinréttum fingrunum. Allar þessar stelpur gátu vandræðalaust verslað á barnum og báru bæði drykki og bjóra til kynssytra sinna sem sátu kátar á næstu borðum.

Allir voru að þykjast vera eldri, meira töff, hættulegri, hugrakkari, skeytingalausari, reynslumeiri eða svalari. En gamli vestfirski sjóarinn, sem nú er 3ja barna faðir og prufað hefur sitt og hvað þóttist sjá í gegnum leikritið sem krakkarnir settu á svið, en þó ekki. Þetta var jú há alvara.

Hvar eru foreldra þessara barna, þau skildu þó ekki vita hvað fram fer. Er kannski nokk sama, eða hafa ekki orku í að fást við barnið sem hvort sem er fer bráðu að ráða sér sjálft. Kannski geta þessir krakkar platað foreldra sína með sögum um sakleysi sitt, annað eins hefur nú gerst.

En svona eru nú unglingsárin einu sinni, allt skal prufað og sannreynt. Það er samt mikilvægt að bvörn og foreldrar séu í ábyrgu trúnaðarsambandi á þessu tímabili, sem getur komið komið í veg fyrir margar hörmungar.

Sagan endurtekur sig alltaf, en mistökin þurfa ekki að hlýta sömu lögmálum.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Kristjanía, vin eða sódóma.

Það er mikið rætt um Kristjaníu þessi misserin hér í köben og skiptast bæjarbúar í tvæ fylkingar þegar tekin er afstaða til framtíðar svæðisins. Hægri fylkingin vill byggja lúxusíbúðir og skrifstofur á svæðinu en vinstri sinnaða liðið vill tryggja áframhaldandi tilvist Kristjaníu þó með ákveðinni normaliseringu. Vinsælar eru flíkurnar sem bera hina táknrænu 3 gula hringi sem er merki Kristjanínu og annars vegar með slagorðinu "Bevar Christiania" og svo hin sem gárungarnir velja þar sem stendur "Ryd lortet" eða "Ryðjið skítinn".

Hasssalan hefur verið fjarlægð af yfirborðinu þó hún blómstri engu að síður sem fyrr. Nú keyra hasssalarnir um á hjólum eða bera utan á sér bakka eða stórara tréöskjur sem þeir opna fyrir hugsanlega kaupendur. Svoleiðis minna þeir eilítið á dömurnar sem selja poppkorn og nammi á knattlekjunum, bara harðneskjulegri og með flóttalegra auganráð. Í einni ferð minni um svæði fyrir nokkru sá ég mann klæddan í íslenska lopapeysu og með kaskeyti. Mér fannst ég kannast við kauða sem var á aldri við föður minn og horfði þess vegna ákveðið á hann þar sem hann kom rambandi út af einum ölkofanum. Maðurinn tók eftir mér og nikkaði, ég nikkaði á móti og þóttist viss um að maðurinn væri gamall sjóari frá Ísafirði. Hann lyfti svo hæglega upp hægri höndinni eins og hann ætlaði að heilsa mér og veifaði, ég ætlaði að fara að gera það sama þegar ég kom auga á stóra hassmolan sem hann hafði límt við lófan. Ég hristi hausinn ákveðið og gekk minn veg.

Svo hef ég heyrt að sölumennirnir séu búnir að taka hjólhestinn í sína þjónustu og þjótist um allt með þennan varning sem er jafn samofin sögu svæðisins og hin skemmtilega byggingarlist sem þar finnst og er þekkt víða um álfuna.

Kristjanía í núverandi mynd á sér sögu frá því snemma á sjöunda áratugnum, þegar hústökufólk tók sér búsetu í yfirgefnum mannvirkjum sjóhersins. Síðan hefur þarna þróast í átt til sjálfbærs samfélags þar sem fólk lifir eftir eigin prinsippum og hugsjónum. Samfélagið er þó með sitt eigið þing og reglur og sagði sig á sínum tíma úr lögum við danska konungsveldið. (væntanlega innblásnir af frændum sínum úr norðri) Danska þingið samþykkti svo árið 1973 að leyfa þarna svokallaða "félagslega tilraun" og þarmeð var búsetan á svæðinu lögleg, og síðan hafa samstarfs samningar verið gerðir milli íbúa þess og kaupmannahfanar um dagvistun, skólamál, hita og rafmagn, sorphirðslu og þess háttar.

Svæðið er gríðarlega vinsælt af ferðamönnum og er næstmest heimsótta aðdráttaraflið í Danmörku á eftir Tivolíinu. Þar þrífst mikið menningarlíf og margbreytilegt mannlíf.

Það sem hefur svo verið þyrnir í augum pólitíkusa og siðapostula er að sjálfsögðu eiturlyfjasalan og áhrif mótorhjólagengjana í undirheimum Kristjaníu. Svo virðist einnig sem að byltingin hafi étið börnin sín, og gamlir íbúar Kristjaníu séu jafnborgaralegir í lifnaði og meðal íhaldsmaður í whiskey beltinu norður af höfuðborginni. Þarna hafa verið byggð glæsileg hús á einum gróðursælasta og fallegasta stað miðborgar Kaupmannhafnar. Íbúarnir sem hafa predikað umburðarlyndi yfir fyrrum löndum sínum handan götunnar eru sjálfir orðnir þröngsýnir og eiginhagsmunaseggir af hæstu gráðu.

Þarna þrífst þó margbreytileyki lífsins með góðu og illu, á sama hátt og annarsstaðar í hinu umlykjandi konungsríki.

Það er eingum blöðum um það að flétta að svæðið og tilvist þess er orðin stór hluti af þjóðarímynd og -vitund dana og verður því erfitt um vik fyrir borgarastéttina að tryggja sér aðgang að svæðinu með sínar háu glerbyggingar.

En að mínu viti þarf að sjálfsögðu að endurskilgreina svæðið og framtíð þess á hófsmanan hátt en með tilliti til sögu þess og stöðu.

Vin, en smá sódóma.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Neue bildung fra meine schöne hausfrau

Die hausfrau hast vielen fotografen geseht am die kindern internet site.

ísl. þýðing: nýjar myndir á barnalandinu hjá Óliver Breka.

Nú er úti veður vott.

...verður allt að klessu.!

Vætutíðin hérna í Danmörku hefur verið með eindæmum undanfarnar vikur. Eftir heitasta júlímánuð sem sögur fara af hefur veðufarinu verið snúið á hvolf. Nú er rigning, rok og kuldi daglegt brauð og allt útilíf borgarbúa skolað niður með drullugri rigningunni. Það var því ekki seinna að vænna að koma sér í frí.

Já eftir gott en snarpt sumar hefur aldelilis haustað, skólinn að byrja og daginn tekið að stytta. Ég hef varla áttað mig á að þetta er er staðreynd. Allt sem gera átti til að njóta sumarsins varð að engu. Af um 70 góðum sólar/stranddögum fór ég tvisvar á ströndina, aldrei í tívolí, einu sinni í bakken, aldrei í piknik og örfáa göngutúra. Reyndar var grillað ósjaldan sem annars er helgispjöll ef ekki er gert.

Sumarinu eyddi ég á sorglegum kontór hjá borginni við að hanna og skipuleggja hjólreiðastíga. Kontórinn snéri undan sólinni en með útsýni yfir fjölfarna verslunargötu á Íslands Bryggju og þar iðaði alltaf allt af fáklæddu liði skælbrosandi á sandölum.

Einu skiptin sem ég gat fylgst með framgangi sumarsins var þegar ég stóð við kælirinn í nettó og las dagsetninguna á undanrennunni, sem keypt skildi fyrir morgundaginn.

Sumarið var nú líka óvenjulegt að því leyti að frúin gekk með barn og var seinni hluti meðgöngunnar nokkuð brösulegur þó að allt rættist á endanum. Ofan á allt tókum við til við nokkuð umfangsmiklar breytingar á heimilinu sem útheimtu mikla vinnu.

En nú er mest amstrinu að linna, lítil dama er fædd, breytingarnar langt komnar, mesta amstrið í vinnunni lokið og ég komin í smáfrí.

Þetta verður svo að öllum líkindum seinasti heili veturinn okkar hér í Danmörku og ber hann eflaust margt í skauti sér, jafnt á heimavelli sem í náminu. Nú þegar fer að sjást fyrir endan á þessu tímabili kemur margt upp í huga manns sem prófa og gera skal áður en flutt er heim og því ólíklegt að lognmolla síðustu daga vari lengur en fra yfir helgi.

Vinnan göfgar mannin. (upp að vissu marki.!)

Sonja með börnin sín.

Ég get ekki stillt mig um að setja þessa mynd af fallegu konunni minni og börnunum okkar hér á síðuna, þar sem þau sátu og kúrðu yfir bíómyndinni um köttinn Grettir.

Afi pípari.

Sigurjón afi er búin að vera í miklu stuði undanfarið. Hann er búin að vera hérna hjá okkur í köben meira og minna síðan um miðjan júlí. Á sama tíma hefur hann verið að stýra fyrirtækinu sínu í Reykjavík núna á hábjargræðistímanum.

Á þeim velli er í mörgu að snúast og hefur það orðið til þess að kappinn hefur þurfta að fljúga fram og til baka á milli landanna ofta en tölu verður á komið. Og svo á meðan hann hefur verið hérna hefur stjórnunin að miklu leyti farið fram í gegnum síman sem hefur ekki þagnað, (þarf að kenna kallinum á "silent" takkann ;-).

Í hvert skipti sem kallinn hefur svo komið frá Íslandi hefur hann verið klifjaður ýmsum varningi. Eins og venjan er hjá ömmum og öfum þá er komið með ársbyrgðir af cheriosi, íslensku nammi, harðfisk og annað slíkt. En hann Sigurjón kemur sífellt á óvart og lét sér ekki nægja meðalmennskuna og bætti um betur svo um munar. Kallinn birtist með blöndunartæki í allt baðherbergið og fulla tösku af rörum og fittings ásamt verkfærum. Honum leist ekkert á aðbúnaðinn á baðherberginu og fannst þessi lausn með hárteyjuna á gamla krananum ekki vera að virka. Svo réðumst við tengdarfeðgarnir í að skipta um blöndunartæki. Svo á komandi haustdögum ætlar húsbóndinn að taka restina af baðherberginu í gegn.!

Nú fyrst að píaprinn var kominn í gang þá var ekkert annað en að gera og laga sem lagfæringar þurfti og þá voru gömlu ofnarnir auðveld bráð.

Við vorum með tvo gamla ofna sem voru orðnkir mjög lélegir og hitastillarnir orðnir ónýtir. Til dæmis hækkaði hitareiknigurinn hjá okkur um rúm 3000 dkr á síðasta ári.

Ég og Sigurjón skelltum okkur í Bauhaus og náðum í tvö stykki ofna. Bauhaus er helvíti mikil verslun og úrvalið gríðargott. "Disney land" hemilisföðursins eins og Oddur félagi minn segir.

Ofnunum var svo skipt út og erum við þess vegna komin með fullt kontról yfir hitanum fyrir komandi vetur. Það veitir ekki af að hafa þessa hluti í lagi og þess vegna er gott að eiga svona hauka í horni þegar kemur að slíku.

Við þökkum fyrir.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Nýja hjólið.

Eftir að hafa upplifað sitt af hverju í sambandi við hjólreiðaeign og hjólreiðar þá bætti ég einni rós í það hnappagatið á dögunum. Ég festi kaup á forláta Raleigh hjóli, hjól sem er sönn kopía af reiðhjóli sem var hannað og framleitt upp úr 1920. Maður situr teinréttur í baki og allt er hið þægiælegasta.

Síðustu misseri hef ég reynt að nota hjólhestinn sem mest til að komast á milli staða og notað til þess hjólin sem ég hef átt hverju sinni. Síðan ég kom hingað til Danmerkur hef ég notast við sex reiðhjól. Eitt keypti ég strax og ég kom hingað,því var stolið. Annað hjólið fann ég og lagaði, á því var ég keyrður niður. þriðja hjólið keypti ég handa frúnni en notaði það sjálfur. Fjórða hjólið keypti og var það hið glæsilegast, því var stolið. Fimmta hjólið fann ég hérna í garðinum, því var stolið. Nú er sjötti fákurinn tekinn í notkun og fylgja honum tveir lásar, "kaskó" trygging og er það skráð í bak og fyrir hjá hinu ýmsu aðilum.

Ég keypti barnastól fyrir Óliver og finnst honum ekki slæmt að keyra um eins og hreppstjóri framan á stönginni og hringja bjöllunni og veifa fólkinu í kringum sig.

Það er passað uppá þennan fák og er hann tekinn inn í garðinn hvert skipti og er ætlunin að þetta hjól fylgi mér um ókominn ár.

riing, riing.

laugardagur, ágúst 19, 2006

Myndir af litlu dömunni.

Á myndasíðuna eru komnar nokkrar myndir af litlu, nýfæddu dömunni.

Linkurinn á síðuna er hérna hægra meginn.

Nýtt bloggtímabil að hefjast.!!

Það hefur verið nokkuð rólegt á bloggsíðunni síðastliðnar vikur. Ástæðan eru annir og aftur annir.

Það sem hæst hefur borið á bóga er að sjálfögðu fæðing dóttur okkar þann 13 ágúst. Annars hefur vinnan tekið mikin tíma og svo hefur verið unnið að ýmsum verkefnum heimafyrir.

En nú er ætlunin að bæta úr og halda áfram þar sem frá var horfið.

sunnudagur, júlí 02, 2006

Flutningur ...ein hending I. hluti

Sem stendur standa yfir flutningar hér hjá fjölskyldunni. Ætlunin er þó ekki að flytja langt, nánar tiltekið fer allur flutningurinn fram innan heimilisins. Við foreldrarnir ætlum að skipta um herbergi við Karen og fara sjálf í hennar herbergi. Karen og Óliver verða þannig með stóra herbergið en við, mamman og pabbinn ásamt tilvonandi erfingja látum okkur nægja að hýrast í litla herberginu.

Þegar plássið er takmarkað reynir á skipulagshæfileika okkar og í þetta skiptið skal mannin reyna, eins og segir í máltækinu.

Við erum þó viss um að þetta takist, en all skal mælt og vegið. Í þessu tilefni fer fram ein allsherjar tiltekt og mörgu minna nýtilegu hent. Ég er þó af gamla skólanum og græt þurrum tárum þegar einhverju heilu er hent, sé verðmæti í öllu. En veruleikinn veitir enga náð, og ef við ætlum að hafa það sæmilega þægilegt á heimilinu verður hreinlega að hreinsa til.

Bækur, föt, skór, húsbúanður og leikföng eru mörg hver á leið undir hina vægðarlausu hönd heimilisfrúarinnar. Allt er sett í svartann ruslapoka og bóndinn sendur með hann útí tunnu. Á leiðinn gefst mér oft tækifæri að sinna innra eftirliti. Ég gramsa djúpt í pokann, og reyni á skynsamlegum tíma að sjá hverju frúin hefur hent. Ég lenti nefnilega einu sinni í því á fyrstu árunum okkar saman, að hún hellti úr fullri skál af dóti ofan í einn ruslapoka í einhverju tiltektaræði, án þess að gá hvað þar væri. Í skálinni voru allskyns gripir frá mér, til dæmis fermingahálsmenið, gullhringur sem ég erfði, ljósmyndir og fleira og síðan hef ég haft varann á mér þegar frúin hentir einhverju.

En það er gott að hún geti tekið af skarið og rýmt til án þess að vera með eitthvað væl eins og undirritaður kemur stundum með. Ég þarf að tileinka mér hæfileikann sem Juan José bekkjarfélagi minn talar iðulega um sem kenndur er við “get over it”. Já, einfaldlega “get over it”, allt er breytingum háð og til að komast framá veginn verður að rýma til fyrir nýjum hlutum.

Á svona tímum verður maður líka að gera upp við sig hvað er það sem skiptir virkilega máli fyrir mann. Holl og góð pæling, og skref fyrir skref kemst maður nær því að sortera allt frá sem ekki er nauðsynlegt að eiga. Það skapar pláss fyrir sálina og einfaldar lífið að eiga fáa hluti segja spekingarnir, og ég efa ekki að það sé rétt.

Allra fyrstu daga mína hér í Danmörku gisti ég hjá Erlu frænku minni, sem bjó með manninun sínum honum Kim. Þau bjuggu í lítilli íbúð og þar var sama upp á teningnum, of margir hlutir á litlu svæði. Á þessum tíma hafði Erla nýlega lesið bók um Feng-shui, og þar var hreinlega staðfest að til að getið notið lífsins verði maður að hreinsa til í sálinni, og fyrsta skrefið er að taka til í kringum sig. Erla sem var með hálfgerðan brjálæðisglampa í augunum fyllti marga ruslapoka af bókum og fötum og senti allt útí tunnu. Sagði svo sjálf að sér liði bara mkið betur. Ég kom að henni þar sem hún var að henda merkilegu riti eftir sókrates um sálina og tryggði ég mér það að sjálfsögðu. Nú býr hún á eyjunni Møn, langt uppí sveit með manninum sínum og strákunum Oliver og Magne. Og þar er er plássið nóg.

Ætli að maður geti ekki fengið svona brjálæðistiltektartimburmenni, þar sem maður sér eftir öllu og er við það að hringja uppí sorpu og biðja þá um að stöðva bræðsluofnana,því maður henti gamla Hard rock bolnum sem kærastinn, keypti í útlöndum á unglingsárunum.?

...Kannski er málið bara að kaupa minna, þá hendir maður minna. ...sem leggst út á dönskunni sem Økologisk og Økonominsk

Afmlisveisla að austurlenskum sið ...og afmæliskveðja að íslenskum

Í gær fórum við fjölskyldan í afmælisboð til hennar Pulendra-devi Kanagasundram, mömmu hennar Lakshi vinkonu Karenar. Pulendra varð fertug á dögunum og bauð til mikillar veislu í almenningsgarði hér í hverfinu. Veðrið var eins og best á kosið, heiður himinn, 28 stiga hiti og ekki bærði blað á grein. Á boðstólnum voru miklar veigar, mestmegnis matur að hætti þeirra Sri-Lanka búa og lítið eitt frá kúltúr hinna fölu skandinava.

Börnin fengu pulsur og gos, og því var svo skolað niður með illa bráðnum ís. Fullorðni hlutinn fékk að bragða á allra handa kræsingum sem hinu Tamílsku sri-Lanka búar eru þekktir fyrir að galdra fram. Matseðill þeirra einkennist oft af sterkum, djúpsteiktum mat eða einhverju dísætu sykurmalli. Í gær var ekkert brugðið útaf vananum og boðið upp á allskyns bollur sem sprungu eins og molotovkokteilar uppí manni eða dísætar sykurleðjur sem maður ætlaði aldrei að ná að kyngja.

En gott var það samt. Þó að maturinn sé það sterkur að maður iðrist í bókstaflegri merkingu daginn eftir, og svíði í lúðrinum, þá lætur maður sig hafa það. Maturinn er góður en einnig er ég viss um að það sé púra ókurteisi að taka ekki við öllu sem rétt er að manni. Ég át þarafleiðandi á mig óþrif í gær og geld það háu verði í dag.

Eftir rúma 3ja tíma veru var frúin orðin þreytt og klukkan orðin margt, kominn háttatími og við fórum heim á leið.

Kvöldið leið svo yfir sjónvarpinu þar sem ég og Karen fylgdumst með æsispennandi leik Frakka og Brasilíumanna á HM. Við sáum Zidane fara á kostum, og myndi mig ekki undra að þessi galdramaður kæmi “le bleu” á efsta pall þar sem hann tæki við styttunni frægu. Reyndar hafa Frakkar alltaf verið ótrúlega mistækir á svona stórmótum og ekki alltaf spilað skemmtilegan bolta, en í spilið í gær var oft á tíðum augnakonfekt.

Síðasta verk dagsins var svo að senda honum Kalla Hallgríms æsku- og bekkjarfélaga afmæliskveðju. Ég var hálfsofnaður þegar ég mundi allt í einu að dagurinn í gær hét 1. júlí. ...ekkkert annað að gera en að senda karlinum kveðju sem er löngu orðin föst hefð. Það er þannig að við vorum 3 úr gamla bekknum sem eigum afmæli 1. dag mánaðar og hef ég haft fyrir hefð að senda hinum tveimur alltaf kveðju, og fæ að sama skapi kveðju frá þeim. Lítil, en skemmtileg hefð sem hefur eins og margt annað, tilfinningalegt gildi.

...og var ekki alltaf verið að tala um tilfinningagreind

Gangskör ...eingin hending

Í morgun var tekinn gangskör í tiltekt hér á heimilinu. Heimilisfaðirinn réðst á geymsluna yfirfullu á meða húsfreyjan tók til við að grisja hin alltof-mörgu leikföng heimasætunnar. Sonja stjórnaði þessari fraamkvæmd með myndarbrag og tók hraustlega til hendinni. Hún sendi bóndann til að takast á við 3ja höfða drekann í kjallaranum. Geymslan er nefnilega orðin að fyrirbæri sem við forðumst bæði eins og heitan eldinn og er heldur ill yfirferðar. Ekki er laust við að hún versni í hvert sinn sem maður hróflar við henni, það vex á hana nýtt höfuð eða tvö eins og á drekanum.

Hún er er ekki stór og voldug, nei en hræðileg samt. Í gegnum tíðina höfum við sprengt öll eðlislögmál og komið meiri efnismassa fyrir á þessum örfáu rúmmetrum en vitað er að hafi gerst áður.

Verkefni var því ærið og riddaranum hlýtur að vera sæmd að því að taka áskoruninni og ráðast til atlögu. Og án þess að henda nokkru sem tekur að nefna náðist að koma skipulagi á hlutina.

Sonja sem hendir öllu heillegu án þess að blikka auga snéri blaðinu við með hressilegum hætti í dag. Bóndinn ætlaði að henda fyrirferðamikilli og ódýrri Ikeahillu-dralsi, til að rýma fyrir einhverju nýtilegu, mætti að sjálfsögðu húsfreyjunni á leiðinni í ruslagáminn og var snúið við á punktinum.

Hún sat í hitabrælunni með börnunum og gæddu þau sér á ís, og á milli unaðsstunanna yfir ísátinu, kom hún því hressilega til skila að þessi hilla væri hennar og ég skildi koma henni fyrir aftur, "hentu þá bara einhverju öðru, ..eins og gömlu glósunum þínum.!" sagði frúin með hálflokuð augun og sleikti út um.

Nei, ég hendi aldrei þessum glósum, í þeim liggur þjáning og vottur um áræðni og löngu gleymdan sjálfsaga sem mun rifjaður upp seinna meir. Þarna eru kannski ekki nein framúrskarandi vísindi eða ómetanlegar skriftir, þarna er hinsvegar eina sönnun efnisheimsins á þeirri vitneskju sem ég hef aflað mér á hinni stórgrýttu skólagöngu. Hefur því öðlast tilfinningalegt gildi fyrir labbakútinn.

hendi þeim aldrei! ...over my dead body

fimmtudagur, júní 29, 2006

fréttir segir Broddi Broddason, ...í fréttum er þetta helst

...Ísraelsmenn hafa handtekið 60 meðlimi Hamas samtakanna í Palestínu, þar á meðal 8 ráðherra og 20 þingmenn heimastjórnarinnar.

...142 % verðmunur á toffee pop kexpakka á höfuðborgarsvæðinu.


...svo eru einhverjir dauðir í flóðum í bandaríkjunum, ...nei ekki nógu spennandi...kannski í kvöldfréttunum.! Litlar stúlkur drápust eftir að hafa stigið á jarðsprengju í Afghanistan...hmm, ..nei sleppi því. ...350.000 að drepast úr hungri í Darfur héraði í Súdan...það nennir eingin að hlusta á svoleiðis yfir matartímanum...út með þá frétt.!.
Einhver vandræði með kjarnorkuvopn og stríð í Írak, ...búið að koma svo oft.!

...restin af heimsfréttunum er svo álíka smálegt að ekki verður í það orðum eytt.




...en toffee pop kexið...uuhaa. Kostar 110 kr í bónus, en 245 krónur í hlíðarkjöri. Og svoleiðis viðbjóð komast þeir ekki upp með hinu grimmu hverfiskaupmenn. Þeir skulu hengdir út sem óþverar og glæpamenn og RÚV, siðferðisspegill þjóðarinnar gengur þar fram fyrir skjöldu.

Hvar er fréttastjórnin á þessum miðli. Er góðærið og hamingjan svo mikil á Íslandi að samkenndinni er bara kastað fyrir róða og sagðar bara innhverfar ekki-fréttir til að trufla ekki matarlyst og aðra efnishyggjugeðveiki.

...íhaldið maður! ...íhaldið

miðvikudagur, júní 28, 2006

Gummi báta(s)passi

Ég er orðin bátapassi fyrir hann Ágúst Østerby félaga minn. Gústi sem festi kaup stórglæsilegu fleyi fyrir stuttu verður heima á Íslandi næstu 3 vikurnar og mun ég fylgjast með að báturinn verði ekki fyrir neinu óþægilegu.

Báturinn sem gústi keypti var rúmlega 40 feta eikar-kútter frá 1930 sem er nánast í pottþéttu ástandi, einungis þarf að skipta um nokkra planka og koma vélinni fyrir.

Báturinn getur hæglega tekið 10 manns í koju og er með myndarlega aðstöðu neðan dekks. Báturinn útbúinn með stórum seglum og langri stefnis- bómu. Báturinn er frekar breiður og ristir frekar grunnt miðað við íslenska eikarbáta og er dekkið því breitt og gott.

Ég þarf að fylgjast með því að dælurnar virki sem skildi og passa upp á að væta timbrið í mesta hitanum, tæma rakatækið og sitthvað smálegt. Þetta geri ég allt með glöðu geði og fæ meira að segja afnot af bíl Ágústar á meðan hann er heim á fróni.

Að sjálfsögðu er það svo stefnan hjá mér að eignast svona skip. ...það mælti mín móðir, að mér skildi eignast, fley og fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri, halda svo til hafnar og höggva m.... ...nei sleppi þessu seinasta.

En draumurinn er að sjálfsögðu að eignast svona fley og sigla svo í kringum landið allt að hætti leiðangra fyrri alda.

um aldir alda.

Prófunum lokið!

Nú er prófunum lokið, eftir annasaman undirbúning. Undirbúningstíminn byrjaði kringum miðjan maí og síðan hefur verið keyrt nótt sem nýtan dag. Ég var þó aðeins í einum áfanga sem gaf reyndar 30 einingar og reiknaðist sem fullt nám. Áfanginn heitir Tema: landskabsplanlægning og er einn stærsti og mikilvægasti áfanginn í náminu. Hann fjallar að mestu leyti um kenningar og aðferðafræði í landslagsarkitektur og inniheldur fjölmörg ritgerðarskrif og verkefnaskil.

Öll vinna fór fram í hópum sem var skipt upp í fjórgang og síðasta skiptið varaði hópvinnan í 3 mánuði. Hópurinn sem ég var í var óvenju skemmtilegur og gekk samvinnan mjög vel. Hópfélagarnir sýndu öll skilning á aðstæðum mínum þegar Karen Embla veiktist og Sonja varð að vera rúmliggjandi, sem var mér mikils virði.

Síðasta verkefnið var að koma með tillögu að endurskipulagningu á almenningsgarði í Óðinsvéum. Garðurinn heitir Kongens Have og liggur miðsvæðis í borginni og er garður með yfir 600 ára sögu, fyrst sem klausturgarður og seinna sem hallargarður. Garðurinn liggur í dag milli miðbæjarins og aðalbrautastöðvarinnar og er þekktur fyrir að vera staður fyrir hina misjöfnu og einnig sem aðalæð gangandi vegfarenda til og frá brautarstöðinni. Garðurinn liggur í elsta hluta bæjarins og var það mat okkar möguleikranir væru miklir og að hann gæti orðið snúningsás menningar og mannlífs í þessum fæðingarbæ HC. Andersens.

Hönnunarvinnan gekk vel og var óvenju hugmyndarík. Við vorum sátt um að gera höllinni gömlu hátt undir höfði, skipuleggja rýmið á einfaldan og áhrifaríkan hátt og skapa svæði til útiveru. Við vorum einnig ákveðin í að garðurinn þrátt fyrir hið sögulega umhverfi ætti að bera merki um að vera skapaður í 2006, þ.e.a.s. með nútímalegu yfirbrgaði sem hæfði umhverfinu.


Á myndinni sést tillagan sem framkallaði einkun upp á 9 frá kennurum og prófdómurum. Þeim fannst þetta allt saman gott og blessað, og fannst þetta mjög raunhæf tillaga. En verkefnið var einfalt, þó úthugsað sem dró lítið eitt niður í einkunnagjöf. Við vorum þó öll sátt við niðurstöðuna og að vera búin að ljúka þessum stóra áfanga.

Prófdómarinn hér Søren Robert Lund og er nokkuð þekktur arkitekt hér í Danmörku. Hann var frekar aggresívur í spurningum sínum og krafðist skýringa á hinu og þessu. Hann benti á okkur eitt og eitt þar sem við stóðum eins og hjörð á leið til aftöku uppi á sviði fyrir framan fullan salinn og lét okkur svara fyrir hina ýmsu hluti í tillögunni. Við sluppum öll ómeidd frá því, þrátt fyrir að hjartslátturinn hafi aukist um nokkur hundruð snúninga þegar feitur visifingur hans benti á mann og tryllingsleg augun ætluðu að brenna sig í gegnum hnausþykk gleraugun. Eftir prófið buðu nokkrir samnemendur uppá kampavín og gúmmulaði. Seinna sama dag var farið út að borða með hinum hópnum sem kláraði sama dag og drukkið nokkuð magn af bjór.

Nú er sumarið og allt tilheyrandi formlega byrjað, og önnur verkefni litu dagsins ljós.

Aaarrhhhggghh.!!!

Hvenær koma ömmurnar mínar í heimsókn til mín..??


























hlakka til að komast í sumarfrí.!

Kveðja, Óliver Breki

María íslenskukennari kvödd

Á dögunum voru skólaslit í íslenska skólanum í Jónshúsi, síðasti kennsluadgurinn var þó ekki með hefðbundnu sniði, heldur hafði María kennari skipulagt útiveru með krökkunum í nálægum almenningsgarði og var foreldrum boðið að vera með. Þetta var einnig síðasti kennsludagur hennar eftir tveggja ára starf. María er einstaklega ljúf og skemmtileg og voru bæði nemendur og foreldrar ánægðir með hana. En María er á leiðinni heim til Íslands þar sem maðurinn hennar hann Einar er búin í læknasérfræðinámi sínu. Ég veit að Karen Embla og hin börnin eiga eftir að sakna hennar og það eiga forledrarnir eftir að gera líka.

En þennan dag mættu nemendur og foreldrar, vel nestuð í blíðskaparveðri í almennings- garðinn Østre anlæg sem liggur við konunglega listasafnið og steinsnar frá Jónshúsi. Þarna var margt sér til gamans gert. María hafði undirbúið nokkra leiki fyrir börnin og foreldrana og dró fram keppnisskapið fram í nokkrum. Ein þrautin gekk út á að búa til eins orð og hægt er úr stöfunum sem mynda orðið Þingvellir. Ég og gústi Østerby lögðum krafta okkar saman og fundum 50 orð sem hægt er að mynda, og vorum að sjálfsögðu langt efstir.

Annars var setið og skrafað, og blíðunnar notið til hins ýtrasta. Allir voru ánægðir með framtakið og ekki síst börnin sem fengu svo að leika sér í leiktækjunum og spretta úr spori.

Karen tók að sjálfsögðu nýja "build a bear" bangsann sinn með, sem hún keypti fyrir hluta af sparifénu sínu. Hún er nefnilega nokkuð nösk við að safna pening daman.

Nú er svo leitað að nýjum kennara fyrir íslenska skólann í Jónshúsi og verður spennandi að sjá hver mætir til starfa til að kenna ungum hérbúandi íslendingum um allt sem íslenskt er.

gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt....eitthvað gamalt og gott

föstudagur, júní 23, 2006

Jón farinn á vit Vestfirskra ævintýra

Eftir tæplega 3ja vikna dvöl sem au-pair hér hjá okkur í Köben er Jón Hallur bróðir farinn heim til Íslands. Hann er búinn að bjarga okkur alveg með heimilið og börnin, og svo hefur líka verið gaman að hafa hann í heimsókn. Karen Emblu fannst æðislegt að hafa stóra frænda nálægt til að ergja. Hún hafði einstakt lag á að finnast Jón pirrandi og gat kennt honum um allt. En það var alls ekki illa meint, sagði Karen sjálf þegar kom að því að kveðja.

Jón Keypti sér helling af fötum hér í Köben, fór í bíó, á djammið og mældi svo göturnar í miðbænum sér til skemmtunar. Stóri bróðir tók hann í smá “meikóver” þannig að hann verði dömuklár við komuna til Íslands aftur.

Síðasta daginn sem Hann var hérna í DK skelltum við bræðurnir okkur í Tivoli og létum adrenalínið þjóta um æðarnar. Við skelltum okkur 3 sinnum í fallturninn, rússíbana og þeytivindur. Jóni sem er meinilla við allt sem er hærra en hann sjálfur var með lorrann í brókunum meira og minna alla daginn. Í fallturninum stundaði hann le mage öndunaræfingarnar af miklum móð með lokuð augun. En þetta fannst honum þó ansi skemmtilegt á endanum þegar hann var viss um að vera ekki dáinn.

Við leystum Jón út með smá gjöfum sem hann var ansi ánægður með strákurinn.

Nú stundar hann slægingarnar af miklum móð hjá Simma Þorkels. Vonandi getur Jón leyst Simma af svo að hann geti fengið sér smá blund, hann sefur víst ekkert á sumrin karlinn, -að eigin sögn. Óskar systursonur minn er líka kominn í slæginguna hjá Simma, þannig að Jón ætti að geta kennt honum handtökin.

Takk fyrir hjálpina Jón, kveðjur frá okkur.

mánudagur, júní 19, 2006

Hæ, hó jibbí jei og jibbí jei, ...það er kominn

...17 júní. Það var eins og gerst hafði í gær, ég vakna í rúminu mínu í Traðar-landinu og heyri í Ragga bróðir vera að fá sér seríós. Ég sprett fram úr og fram í ledhús svo hann klári ekki allt.! Mamma minnir mig á víðavangshlaupið sem á að byrja klukkan 11:00 og bendir á fötin sem liggja á stólbakinu. Pabbi kemur fram á nærbrókunum, sest niður og fær sér pípu, hann klórar sér eitthvað í krullunum á meðan mamma kroppar bólu á bakinu á honum. Hann fær sér kaffi uppá gamla mátann og er annars hugsi. Mamma fer fram og kveikir á útvarpinu, og eftir stutta stund hljómar hinn frábæri þjóðhátíðarslagari með Dúmbó og Steina. 17 júní var byrjaður.!

Þessi 33. þjóðhátíðardagur sem ég hef lifað var nokkuð hefðbundinn hér í Danmörku. Veðrið var gott með einni stakri hellidembu um miðjan daginn, svona til að minna á hverfulleika náttúruaflanna. Dagurinn bauð svo uppá samveru með hundruðum landsmanna og góðra vina á Ströndinni okkar hér á Amager. Þarna var margt sér til dundurs gert og mikið rætt og skrafað. Krakkarnir voru í skýjunum, yfir því að geta hlaupið um allt og leikið sér, þarna voru loftkatsalar, tónlist og sölubásar, að ógleymdri sjálfri ströndinni sem krakkarnir kepptust við að nota.

Við nestuðum okkur vel upp og sátum fram á kvöld í grasinu og létum okkur líða vel. Þarna var seld íslensk tónlist af skagamanninum Þórhalli Jónssyni. Hann er búin að opna verslunina 12 tónar á Fiolstræde, hérna í miðborginni og er með mikið magn af íslenskri tónlist. Það verður gaman að skella sér í kaffi til hans, spjalla og hlusta á ættjarðatóna.

Ekkert áfengi var haft við hönd af fjölskyldumeðlimum þennan daginn og ferska loftið notið til hins ýtrasta.

...vantaði bara SS pulsurnar.

Eitthvað gáfulegt um HM.

Mér dettur ekki margt í hug, hef þó setið þaulur upp fyrir eyru fyrir framan tölvuna og beðið eftir innblæstri. Ég hef staðið í þeirri trú að ekkert blogg með vott af sjálfsvirðingu, láti það fara hjá sér að nefna HM í fótbolta á síðum sínum. Ekki það að ég hafi ekki áhuga eða álit, neibb hef bara ekki neinn sérstakan vinkil á efnið sem mér finnst geta orðið að sæmandi bloggi. Ég hefi svo ekki getað fylgst með að neinu ráði vegna mikilla anna undnfarið. Ég næ yfirleitt síðasta leiknum hérna á kvöldin, þegar klukkan er að ganga 10 og dagurinn getur varla orðið lengri. Þá er maður geispandi og gapandi frameftir öllu, svo allt í einu verður allt svart og maður vaknar í einhverri snúinni stellingu með, með hálsríg og þurran kjaftinn eftir að hafa útúrslefað allan sófann.

Frá því að ég hef verið smá púki hef ég alltaf haft sérstakt dálæti á HM. Ég man að ég fékk sögu HM í jólagjöf 1982, árið sem ítalir urðu heimsmeistarar. Þá var Paualo Rossi aðalhetjan og minnir mig að mynd af honum hafi verið á forsíðu bókarinnar. Ég átti líka heilan bunka af svona litlum myndum (einskonar leikaramyndir) af hetjunum frá HM, man sérstaklega eftir einni mynd af Bryan Robson umkringdur 8 leikmönnum skoska landsliðsins (eða írska landsliðið) við hornspark. Þá voru bæði skotar og írar með lið í kepninni. Man líka að Belgía var með gott lið á þessum tíma.

Það er einhver ákveðinn ljómi yfir HM, grasið á vellinum er grænna, skemmtilegri áhorfendur á leikvanginum, spennandi dómarar og margt fleira sem gerir þetta að einni allsherjar skemmtun. Á öðrum dögum en HM dögum fengist maður varla til að horfa á leik Alsír og saudi-Arabíu eða lönd eins og Ghana, Fílabeinsströndina, Íran og Ecuador.

Á mótum eins og HM getur allt gerst. Oft eru stóru þjóðirnar of öruggar um sig og eiga í erfiðleikum með einbeitinguna á meðan að leikgleðin og metnaðurinn brennur í augum hinna minni þjóða. Það er ekkert lögmál að litlar þjóðir eiga að tapa fyrir stærri þjóðum. Eins og Guðjón Þórðar sagði einu sinni sem oftar: “það eru 11 leikmenn í hvoru liði og leikurinn byrjar 0-0” og svo er bara að hafa trú á sjálfum sér. Ég held meira að segja að flestir séu með jafnmargar fætur og spili með sama bolta í sama veðrinu. Töluverð einföldun á annars flóknum og ófyrirsjánalegum leik, en sannleikskorn samt sem áður!

Ég sá til dæmis leik Ghana og Tékklands í fyrradag og held svei mér þá bara að Ghana eigi eftir að ná helvíti langt. Þeir spiluðu boltanum hratt og örugglega og tékkarnir komust aldrei inn í leikinn, gerðu ekkert nema að elta hina dökku búskmenn. Markvörður tékka var í hreinni akkorðsvinnu við að verja boltann eftir hina eitursnöggu sóknarmenn Ghana. Það yrði skemmtilegur úrslitaleikur ef Brassarnir og mættu Ghönunum. Ég yrði ekki hissa á að sá leikur yrði í járnum.

Núna á miðvikudaginn er ég svo búin í prófunum og þá gefst mér tími til að fylgjast betur með keppninni. Reyndar er sjónvarpið eitthvað að hrekkja okkur með lélegum myndgæðum og “snjó” sem gerir áhorfið hálf dapurt. Ég þarf orðið að hlusta eftir fagnaðarlátum nágranans til að vera viss um að mark hafi verið skorað. En kannski er þetta lán í óláni og Sonja fæst kannski til að leyfa kaup á svona eitt stk. Flatskjá, fyrir 16 liða úrslitin. Þrusu tilboð í augnablikinu, sem erfitt er að hafna, og þá myndi maður nú kippa einum DVD spilara með.

... ekkert vit í öðru.!

föstudagur, júní 16, 2006

Þeir voru ansi tussulegir

...þessir fræknu kappar sem eftir ævintýri næturinnar lögðust til hvílu á tröppum brauta-stöðvarinnar síðastliðinn sunnudags-morgun. Veðrið var eins og best var á kosið, steikjandi hiti og brakandi sólin. Það var því heppilegt fyrir þá að þeir höfðu látið undan bakkusi í skugganum og það nánast í fanginu á hverjum öðrum.

Er ég gekk framhjá snemma þennan sunnnudag á leiðinni í skólann gat ég ekki annað en brosað útí annað. Þeir voru smá krúttlegir greyin, svona eilífðar-eighties kallar á fertugsaldri. Ég ímyndaði mér atburðarás næturinnar hjá þessum alvöru djömmurum, þar sem veigarnar hefðu flotið í stríðum straumi innan um hlátrarsköll og dónatal. Þeir hafa svo ætlað að taka strætó heim, sest niður, kannski með jónu og bjór og beðið. Svo hefur sólin komið upp og einn þeirra byrjað geispa, sötrað síðast sopann og lokað augunum. Svo koll af kolli hafa þeir lognast útaf inn í draumalandið, þar sem þeir vinna í lottó, segja upp lyftaradjobbinu, eru kvennaljómar og íþróttastjörnur.

...En sunnudagurinn veitir enga náð, sama hversu sólin skín. Veruleikinn vekur með hrjúfum hrammi og vasinn á gallabuxunum er tómur, sama hversu vel er leitað.

12 dagar.

Það eru liðnir 14 dagar frá síðustu færslu. Getur verið að loftið sé að fara úr þessu bloggdæmi.? Eða er kofinn galtómur hjá hinum þykka íslendingi.?

Nei, ástæðan eru annir og aftur annir. Annir og appelsínur eins og maðurinn sagði.!

Mikið að gera í vinnunni og enn meira að gera í skólanum, svo er síðustu kröftunum eytt heimafyrir. En nú fer maður að sólar aftur, prófin bráðum búin og mesta pressan farin af í vinnunni, og síðast en ekki síst er heimilisfólkið orðið sæmilega heilsuhraust.

...það var einmitt það.

sunnudagur, júní 04, 2006

tónar frá Stavanger í Noregi

Það er ekki oft sem maður verður fyrir trúarlegri upplifun, upplifun sem snertir alla strengi líkamans og lyftir manni á æðri stig. Það gerðist þó á föstudaginn síðastliðinn, að ég varð fyrir einni slíkri. Ég var að vinna að hönnunarverkefni með hópnum mínum heima hjá einum nemendanum þegar ég rak augu diskasfnið "the october trilogy" með hinum 25 ára gamla norðmanni Thomas Dybdahl. Ég hafði lesið mér til um Thomas og heyrt nokkur lög í útvarpinu en ekki hrifist sérstaklega með. Ég bað um að fá að setja diskana á fóninn, sem ég fékk. Og þvílík upplifun!, fyrsta lagið "one day you´ll dance for me New York city" af samnefndri plötu, hreif mig upp í hæstu hæðir. Ég man ekki eftir að hafa upplifað neitt í líkingu við þetta síðan ég heyrði "ágætis byrjun" með Sigurrós á rúntinum með Óla golla fyrir 7 árum.

Plöturnar í þessu safni eru 3 og hafa allar verið gefnar út í október mánuði. Lögin eru róleg og einföld, fyllt einhverri ljúfsætri angurværð og byggð upp á dramatískan hátt. Thomas er "singer & songwriter" og spilar sjálfur á gítar. Ljúfir og langdregnir hammondhljómar, ásamt tæru gítarspilinu, er oftar en ekki uppistaðan í lögunum, ásamt píanói og bassa. Rödd Tómasar er svo virkilega ljúf og dramatísk. Oft eru lögin eilítið jössuð, með trompetleik eða með áhrifum frá Neil young, Jeff Buckley og hinni amerísku singer/songwriter arfleið. Thomas hefur svo sjálfur til dæmis sagt að lögin á plötunni "stray dogs" eigi að endurspegla eitthvert eirðarleysi sögupersónunnar Cecilie.

Ekki er hægt að segja annað en um sé að ræða hreinastu snilld hjá frændum okkar í Norvegi. Þeir hafa meistrað þessa tegund hinna melankólísku tóna betur en flestir aðrir.

Eftir að hafa heyrt þessar 3 plötur komst einungis eitt að hjá mér: ég varð að eignast safnið. Á leiðinni heim kom ég við í næstu plötubúð, og viti menn safnið var á tilboði og 2 eintök eftir. Að sjálfsögðu tryggði ég mér það.

Diskarnir hafa svo allir verið í tækinu um helgina og hefur fjölskyldan hrifist með. Jón bróðir situr tímunum saman með heyrnatólin, hlustar dreyminn á svip. Meira að segja Óliver setur upp værukæran svip og snýr sér hægt í hringi þegar tónarnir fylla íbúðina.

...3 lógía í október, ...3 is the magic number

Bjarki er 34 ára

Í dag heldur æskufélagi minn hann Bjarki Friðbergsson uppá afmælisdag sinn númer 34. Bjarki er alltaf jafn ungur í anda, þó fari sé að grána aðeins í hinum dökka feldi.

Bjarki er fjölhæfur mjög og birtist það í hinum ýsmustu myndum. Hann spilar á gítar eins og engill, kann betur en flestir á hinn flókna heim tölvunnar og svo berst hann við öldur ægis langt norður í dumbungshafi að hætti forfeðranna.

Í gamla daga var Bjarki aðal Break-dansarinn í víkinni og sýndi líka góða takta í sunlauginni. Hann var svo alltaf mesti mótorhjólatöffarinn á vestfjörðum. Fyrst á 50 cc choppernum og svo á 1100 cc kawa ninja.

Við hérna á ritstjórninni óskum Bjarka til hamingju með daginn.

laugardagur, júní 03, 2006

The wackie paperboy

Hann heitir Jura og er þrítugur Brasilíu-maður. Hann kynntist víst einhverri danskri snót þarna suður í rómönsku Ameríku og elti svo á sér litla mannin hingað til Danmerkur fyrir tveimur og hálfi ári síðan. Nú sér hann um að dreifa Metro-Express blaðinu á ráðhústorginu hér í Köben, og það með miklum tilþrifum.

Ég á leið framhjá honum á hverjum morgni þar sem hann stendur á Horni H.C. Andersens Boulevard og Vesterbrogade og skemmtir vegfarendum. Hann öskrar og gólir, hleypur á eftir fólki, syngur og kemur blaðinu til skila með mikilli akróbatík. Sætar stelpur eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann á það til að hlaupa að þeim, faðma þær og leika ástsjúkan Rómeó. Margar stelpur faðma á móti og njóta athyglinnar. Virðulegir herrar, fínar frúr, skólakrakkar og buisnessfólk fær svo allt saman skemmtilega meðferð, er það á leið hjá. Hann gerir sér far um að fá brosið fram á varir fólks og tekst iðulega vel til.

Jura er að verða að lifandi goðsögn og stór þáttur í hversdags mannlífi borgarbúa. Nú er svo komið að fólk situr þétt á bekkjunum álengdar til að horfa á þessa stórkostlegu sýningu. Rigning, súld eða snjór er engin hindrun, vegfarendurnir fá sitt blað. Hann hleypur jafnvel á eftir bílunum og kastar blaðinu inn. Fastagestirnir eru margir og fólk heilsar upp á hann í röðum.

Sjálfum finnst mér alltaf jafn gaman að hjóla framhjá honum, einhvern veginn gleymir maður áhyggjum dagsins augnablik og þá er takmarkinu náð, að hans sögn.!

Múslibollur

50 gr blautger
½ ltr volgt vatn
3 mtsk olía
500 gr hveiti
300 gr haframjöl
200 gr sólkjarnafræ
150 gr rúsínur
50 gr hakkaðar heslihnetur
1 mtsk salt

ger og vatn hrært saman. olíu, hveiti og haframjöli bætt útí og blandað vel. að síðustu er er sólkjarnafræum, rúsínum og heslihnetum hnoðað saman við og búnar til 20 bollur. bollurnar eru settar á plötu og látnar hefast á volgum stað í ca 1 klst. Bakist við 250 gráður í 20 mín, hitinn lækkaður í 200 gráður eftir 5 mín. Kælist á rist.

Njótist volgar með smjöri og brómberjasultu og rjúkandi kaffibolla.

miðvikudagur, maí 31, 2006

Fagnaðarfundir


Það voru fagnaðar-fundir á flugvellinum í Kastrup á mánudags-kvöldið þegar Jón Hallur bróðir kom frá Íslandi. Karen stökk í fangið á frænda sínum, glöð á svip.

Jón lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar vélin lenti. Farþegarnir voru allir látnir fara upp í einhverja rútu og þeim keyrt að öryggisbyggingu. Þar var leitað að vopnum og töskur viðkomandi skoðaðar. En þegar 2/3 hluta farþegana hefðu látið leita á sér, og þeim farið að líða eins og ótýndum glæpamönnum á Tyrkneskum flugvelli fyrir 30 árum, kom maður og sagði allt byggt á misskilningi.

Jón komst og náði í töskurnar að lokum, og við heimtum hann úr prísundinni og héltum heim á leið. Það beið okkur nefnilega girnilegar heimabakaðar pizzur frá húsfreyjunni, í tilefni komu kappans úr Bolungarvík.

Jón, ...me casa, su casa

þriðjudagur, maí 30, 2006

Borg hinna mörgu turna.!

Sjálfsánægðir Kaupmannahafnarbúar hafa í áraraðir reynt að festa þessa nafngift við borgina sína. Sem er birtingamynd á einhverri þörf fyrir að skapa sér sérstöðu eða ímynd. Margar borgir hafa einhver ákveðið yfirbragð sem þær eru frægar fyrir, svo sem Prag, París og Amsterdam. Kaupmannahöfn veðjar á turnana, eins og Amsterdam veðjar á sýkin.

Þessa mynd tók Sonja um daginn þegar hún sýndi Lindu móðursystur sinni og Davíð frænda sínum borgina. Þarna sést í þónokkra turna, er reyndar óvenju gott sjónarhorn.

Fyrst þegar ég kom hingað þá tók ég mest eftir hvað voru margir skorsteinar um alla borg. Og þegar ég heyrði og las um þessa sjálfshælni um turnana fannst mér það þvílík öfugmæli. Mér fannst réttara að kalla borgina "borgin með hina mörgu sótspýjur". Reyndar fer skorsteinunum nú fækkandi eftir að lög voru sett, sem bönnuðu uppsetningu á olíukyndingu. Nú kaupa danir rafmagn í miklium mæli frá Svíþjóð og setja á fót miklar framleiðslur á vindorkunni. Svo ekki er þörf á þessari mjög svo mengandi olíuorkuverum.

Kannski í framtíðinni mun borgin geta borið þetta nafn, "borg hinna mörgu turna", þegar grysjað hefur verið nóg í skorsteinafrumskóginum. Tívolíið hjálpar svo til með fjölga turnum í miðbænum, sem hafa reyndar það hlutverk að hræða líftóruna úr sjómönnum að vestan. Svo spretta nútímalegir turnar upp í formi skrifstofuhúsnæðis um alla borg.

Borgarbúum þykir svo vænt um turnana og áhrif þeirra á yfirbragð bæjarins að ekki kemur til greina að hrófla við eina staðnum sem hópur turna sést úr götuhæð Það er grasblettur sem annars er kannski besta byggingalóð bæjarins.

Turnar og ekki turnar, þeir eru þarna allavegana greyin.

mánudagur, maí 29, 2006

Úrslitin

í bæjarstjórnarkosningunum í mínum gamla heimabæ komu kannski ekkert sérlega á óvart. Það gætu þó reyndar gerst þau merkilegu tíðindi að sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í meirihluta í bæjarstjórn í fyrsta skpit í 5n$h% ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast haft áskrift af valdastöðum bæjarins undanfarna áratugi og siðferðsbrestirnir oft eftir því.

Æskuvinur minn hann Gummi Reyniss er sko eldri en tvævetur og er farin að láta til sín taka í bæjarmæalunum. Hann lét sjálfstæðisblokkina heyra það á fundi hafnarstjórnar fyrir stuttu vegna vankanta á ársreikningnum. Þar voru sumir stjórnarmeðlimir sjálfstæðisflokksins greinilega með óhreint mél í pokahorninu og voru ekki mikið fyrir að ræða hlutina og gáfu haldlausar skýringar. Eins og fram kemur í fundargerðum og bókunum stóð Gvendur fastur fyrir og á endanum fékk hann stuðnings frambjóðenda K-listans og núverandi bæjarstjórnameðlimi framboðsins, við sín sjónarmið. Ég hef heyrt á fólki í bænum að þarna hafi rétta eðli frjálshyggjunnar berast, það er að segja, Ég, um mig, frá, mér, til mín.

Þegar sumar fjölskyldur eða viðskiptablokkir finnast það sjálfsagður hlutur að leika sér með hina takmörkuðu sjóði bæjarins, eða finnast hafa unnið til þeirrar hefðar, þá er tími breytinga runnin upp. En oftar en ekki er erfitt að leysa um hina pólitísku fjötra, menn eru oft rígbundnir á hina pólitísku jötu. Oft er svo erfitt að horfa á eftir félagshyggjufólki smeygja sér undir arm fálkans, í von um að fá að gogga með í volga bráðina. Fólki er jú reyndar frjálst að aðhyllast stefnur og strauma, og á það einungis það við sjálfan sig hvað það kýs eða styður. En oft virðist sem svo að þörfin fyrir að tilheyra einhverjum ákveðnum hóp ráði för frekar en skýr pólitísk sýn.

Það er því oft á brattan að sækja í bæjarfélagi eins og Bolungarvík þar sem einungis er verið að berjast um örfá atkvæði. Það eru því þeim mun sterkari skilaboð sem liggja í þessum kosningum, þau að 60 % bæjarbúa vilja ekki sjálfstæðisflokkin við stjórnvölinn á næsta kjörtímabili. Það er krafa um breytingar.

Nú er tími samningaviðræðna, og var ánægjulegt að lesa yfirlýsingar K-listafólksins um að málefnunum verði ekki kastað fyrir róða til að auðvelda lendingu í vör valdsins. Það sem er stjórnmálamanni hvað verðmætast eru prinsippin, það eru þau sem eru hinn mikli áttaviti í ólgusjó dægurmálana. Ég vona að A-lista fólk hlusti á skilaboð fólksins í bænum og verði þeim trú. A-listinn er í þeirri oddastöðu að geta valið sér samstarfsaðila, og á nú hið fornkveðna "oft veltir lítil þúfa þungu hlassi" vel við. Það yrði heillaspor ef núverandi hlass yllti, því það er dragbítur á samfélaginu. Það eru tækifæri til áherslubreytinga, tækifæri til að segja upp hinni pólítísku áskrift og að láta nýja vinda blása.

Gæfan veri með ykkur öllum.

laugardagur, maí 27, 2006

Laugardagur inna dyra.

Veðrið hefur verið svona grátt og leiðinlegt síðustu daga, öðruhvoru koma þó sólstafirnir fram úr skýjunum og ylja sinni og skinni. Kolgrár himinin leysir reglulega hinar ægilegu þrumur og eldingar úr læðingi, með glæringum og braki. Fyrir nokkrum dögum breyttist veðrið á svipstundu, það hvessti á augnabliki og svo varð algert skýfall með hagléli. Á örfáum mínútum varð yfirborð borgarinnar hrímgrátt og margt lauslegt fokið um koll. Það lyngdi svo jafnt snöggt og það hvessti.

Það var þó ekki vegna veðurhræðslu að við ákváðum að vera bara heima fyrir í allan dag. Okkur fannst bara tími til komi að við hefðum það gott og notalegt heimafyrir, svo er Karen Embla illa rólfær sem og Sonja, sem reynir að hvíla sig eftir megni.

Það var þó ekki aðgerðarleysi sem gerði vart við sig, þvert á móti. Við spiluðum, það var teiknað og málað, gerður heimalærdómur, púslað, bakað, hlustað á tónlist, dittað og dundað. Semsagt hin ágætasti dagur í faðmi fjölskyldunnar. Óliver lék sér við sjálfan sig og lét sér ekkert leiðast.

Kaffitíminn bauð svo upp á heitt kakó með rjóma og ilmandi múslibollur til að undirstrika töfrandi stemninguna.

Karen Embla bíður orðið spennt eftir að fá Jón Hall frænda sinn í heimsókn, en von er á honum á mánudaginn. Jón segist sjálfur hlakka til, finnst gaman að koma og sjá litlu frændsystkynin sín, svo finnst honum hann bera blóð til skyldunnar til að hjálpa stóra bóður sínum. Hann er meira að segja að taka sér frí í vinnunni strákurinn. Nú á hann einn inni hjá okkur.

Raggi bróðir bauðst einnig til að koma og hjálpa, en það er auðveldara að níðast á Jóni J og varð hann fyrir valinu. Það er samt ómetanlegt að vita að maður getur treyst á fjölskylduna sína þegar sverfir að og ekki síst þegar maður býr handan hafsins.

...næsta blogg verður örugglega um kosningarnar.!

Á róló

Honum Óliver leiddist ekki í rólunni á rólóvellinum í gær. Pabbinn fór í hressingar-göngu med piltinn, leyfði honum ad spretta úr spori á Sundbyøster leikvellinum og keypti inn handa heimilinu í leiðinni.

Annars var hálfkalt og hrissingslegt veðrið eftir annars gott tímabil, fyrri hluta mánaðarins.

...Hvert ætli sumarið hafi farið ?

Nú fer jón bróðir bráðum ad koma, en hann getur slepp því ad taka skafrenninginn að vestan með sér hingað. Það gildir ekki alltaf hið fornkveðna: always take the weather with you, nei ekki um suddan frá heimaslóðunum.

Nú eru kosningar heima í dag, og um að gera að nýta sér kosningaréttin. Vona að K-listinn í Bolungarvík komist til valda þó að þad sé ekki alltaf öfundsvert starf að stýra bæjarfélagi eins og Bolungarvík. Skuldir eru miklar og ekki bætir úr skák þegar frammámenn í bæjarmálum og viðskiptum gera það að frístunda-hobbíi ad láta bankann og bæinn afskrifa skuldir sínar. Já það eru bara sumir sem eru illa aldnir upp eða illa innrættir, og ekki svosem mikið við því að gera. Svoleiðis fólk á bara ekki að sitja í ábyrgðarstöðum og misnota sameiginlega sjóði fólksins.

...gefdu mér K

Kakósúpa

Kakósúpan sem var elduð hér í kvöld var algert lostæti. Óliver hámaði vel í sig og þegar maginn var fullur ákvað hann að tryggja sér meira magn af súpunni með nudda henni í andlitið á sér. Auðvitað var þeyttur rjómi með og bara það fékk Óliver til að skríkja af gleði.

Ég hef ekki fengið kakósúpu síðan ég fór í óvænta heimsókn til gamla æskufélaga míns hans Kalla Hallgríms, þegar hann bjó á skaganum. Hann og Gréta kona hans töfruðu fram hina ljúffengustu súpu og síðan hefur alltaf einhvern vegin verið takmark hjá mér að elda svona sjálfur.

En það er oft með svona rétti sem eru svo sjálfsagðir og einfaldir að það er erfitt að finna uppskriftir yfir þá, allavegana á netinu. En í dag fann ég eftir töluverða leit eina uppskrift sem hljómaði vel, frá einhverjum leikskóla á Akurreyri. ...og að sjálfsögðu er þetta sáraeinfalt.

Ég fékk svona súpu reglulega þegar ég var á sjó á togurunum og þótti alltaf jafn gott. Súpan var sjaldan á borðstólnum heima, (hefur örugglega þótt of mikið nammi). Þannig að ég naut þess enn meira að geta slafrað svona lúxus í mig, í þéttum valsi með bárum hafsins.

...þessi eldamennska verður örugglega endurtekin.

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

las Hemmi Gunn í ævintýrinu um Rauðhettu þegar veiðimaðurinn birtist til aðstoðar aðalsöguhetjunni og ömmunni, sem vor fastar í maga úlfsins. Og það eru sko orð að sönnu. Fyrir stuttu hringdi mamma heiman úr víkinni og með ánægjulegar fréttir. Jón Hallur bróðir ætlar að koma hingað út á mánudaginn og aðstoða okkur með börnin og hemilisverkin í 2 - 3 vikur. Eftir þann tíma ætlar hún sjálf að koma og vera eins lengi og þörf krefur.

Svo ætlar tengdamóðir mín að koma seinna í sumar og vera hér þegar nýi fjölskyldumeðlimurinn kemur í heiminn.

Nú þegar próftíminn gengur í garð og ýmis verkefnaskil og ýmis veikindi herja á okkur hérna á Lombardigötunni, er gott að eiga góða að. Neyðin er kannski ekki stærst en, tilveran verður mun auðveldari og líkurnar á að manni takist að upfylla skyldur sínar aukast.

Þó að heilt úthaf skilji að þá getur maður alltaf treyst á fólkið sitt.

Takk.

föstudagur, maí 26, 2006

Þegar manni líður illa, þá er best að sofa.

Það var eilítið bágborið ástandið á heima-sætunni í dag. Snemma í morgun fór hún til læknis til að láta taka blóðprufur en sú ferð varð hálfgerð fýluferð. Það var sama hversu mikið var stungið í handleggina á henni, ekki tókst að hitta á neina æð. Hún fékk þó að vita að ofan á þessa einkirningssótt væri hún einnig með streptakokkasýkingu. Það var þess vegna hálf niðurlút dama sem kom heim með mömmu sinni eftir læknisheimsóknina, eini ljósi punkturinn var viðkoman í leikfangaversluninni þar sem hún fékk að velja sér eitthvað lítilræði.

Hún lagðist svo fyrir daman og svaf stóran hluta dagsins. Hvað getur maður annað gert þegar maður er bara átta ára, með tæplega 40 stiga hita og tvær slæmar sýkingar? Mamma og pabbi gera þó allt til að létta tilveruna hjá henni, svona með rýmri reglum um sjónvarpsgláp og sætindi. Svo er spilað eftir efnum og lesið.

...Henni kvíður mest fyrir að vera ekki orðin hress þegar frændsystkynin frá Bolungarvík koma í heimsókn.

Karen með einkirningssótt

Það er svolítið bágt ástandið á heimilinu þessa dagana, veikindi og slappleiki í hverjum krók. Ofan á það allt er mikið að gera hjá undirrituðum, bæði í skóla og vinnu.

Karen Embla hefur verið kvarta undan magaverk í töluverðan tíma, en það byrjaði allt með skæðum vírus sem herjaði svo á bæði systkynin í apríl. Hún kvartar undan vindverkujm og verkjum uppi undir rifunum vinstramegin, við magasekkin. Læknirinn okkar hann Jón vildi nú ekki mikið gera úr þessu og sagði bara að hún ætti að slappa meira af. En nú er elsku stelpan komin með "einkirningssótt" eða "kossasótt" sem heitir mononucleosis á læknamáli. Þetta er veirusýking og er frekar skæð með hita, hálsbólgu, magaverkjum og henni fylgir mikil þreyta. Við fórum til læknavaktina í gær og sagði læknirinn að Karen væri með skólabókardæmi um þessa sótt. “Hann er fallegur á henni hálsinn” sagði doktor þegar hann kíkti upp í Karen og leit á hálskirtlana sem voru á stærð við vínber og lagðir hvítri slykju, “svona læknisfræðilega séð” bætti hann svo við vandræðalega. Hann sagði okkur að það væru engin lyf til við þessu og að það gæti tekið allt að einum mánuði að verða hress aftur. Hann vildi senda Karen í blóðprufu og sagði að við ættum ekki að spara verkjatöflurnar, sagði að þessari sýkingu fylgdu miklir verkir.

Þannig að nú liggur daman í bælinu með mikla verki, missir af tívolíferðinni á fritidsheimilinu sem verður í dag. Nú verðum við öll heima fjölskyldan næstu daga og reynum að láta okkur líða vel, svona eftir efnum.

Annars var búið bjóða okkur í afmælismatarboð hjá Halli og Hönnu í gær á Sólbakkann. En við komumst náttúrulega ekki útúr húsi í svona ásigkomulagi.

...en allt fer þetta á betri veg.

fimmtudagur, maí 25, 2006

Koldskål og kammerjunckere

Fátt er eins samofið sumrinu hér í Danmörku eins koldskål og kammer-junckere, eða öllu heldur góða veðrinu. Koldskål er einhvers-skonar blanda af súrmjólk og þykkmjólk, bragðbætt með vanillu og sítrónu. Út í þetta setur maður svo litla kexbita sem eru með kardimommu- eða vanillubragði. Þetta er einstaklega góð blanda og er létt í maga. Eins og nafnið gefur til kynna á koldskålen náttúrulega að berast fram köld.

Þessi vara er svo nánast eingöngu til yfir sumartímann og er stillt upp á áberandi stöðum í öllum verslunum. Hængurinn er bara sá að danir kaupa þetta ekki nema að sól skíni yfir ökrum og hitatölur séu réttu megin við 20 gráðurnar. Framleiðslustjórar mjólkurbúana sitja því yfir veðurspám allt sumarið til að stýra framboði á vörunni og oftar en ekki er það eins og að elta halan á sjálfum sér. Sjálfir segja þeir að fátt valdi þeim meiri hugarangri en að ákveða um framleiðslumagn á þessari “kaldskál”.

Hið dæmigerða er að danir fái sér koldskål og kammerjunckere á veröndinni sem léttan hádegisverð eða á milli mála. Sumir búa þetta til sjálfir eftir einhverjum gömlum uppskriftum sem eru fjölskyldueigur, en aðrir láta sér úrvalið í súpermörkuðunum nægja. Hægt er að fá venjulega kaldskál eða bara með sítrónu og jafnvel með eggi. Kammerjunckerne er svo hægt að fá nýbakaða hjá bakaranum eða í fjölmörgum tegundum í stórmörkuðunum.

Danir eru nokkuð íhaldsamir í eðli sínu og þeir sem eru “peru” danskir eða ekta danir kaupa vörurnar sem framleiddar eru af gömlum rótgrónum innlendum fyrirtækjum og skeita fátt um verð. Þetta er einskonar væg þjóðerniskennd og hefur birtingamyndir víða í samfélaginu. Til dæmis er verslað við gamla bakarann á horninu þó að hann sé helmingi dýrari en bakarinn í súpermarkaðinum eða pakistanski bakarinn lengra niður í götunni. Menn kaupa sér svo líka sjónvarp og hljómflutningstækin hjá radiobúðinni í hverfinu og kjöt hjá slátraranum. Svona er líka farið með kaldskálina og kammerjúnkana, eiginframleiðslum stórmarkaðana líta þeir varla við.

Íhaldsemin lifir sumsé góðu lífi hjá hinni frjálslyndu þjóð.

Ég hef svo tekið þennan sið með kaldskálina til mín (sleppti íhaldseminni) og þykir fátt betra á morgnana en að fá mér svona rétt. Þetta er kjörin skyndibiti og nánast nauðsynlegt að hafa svona í ískápnum allt sumarið. Þetta er þó ekkert sérstaklega hollt, fyllt með sætuefnum eins og flestar mjólkurvörur. Svo eru kammerjunckerne náttúrulega jafn “hollir” og annað kex sem er bakað upp úr sykri.

Hér svo ein uppskrift af herlegheitunum.

...en gott er þetta, og eins og máltækið segir: hafa skal það sem betur bragðast.!

Himnafartur krists og Kolonigarðar

Í dag er einn hinna mörgu frídaga snemm-sumarsins. Danir njóta dagsins í kartöflugörðum og flestir taka sér sér langa fríhelgi. Daginn í dag kalla danir Kristi-himmelfartsdag sem er nokkuð hljómfagurt nafn. Ég velti oft vöngum yfir íslenska heitinu, Uppstigningardagur þegar ég var patti í víkinni, fannst nafnið ekki fylgja almennum málfræðireglum. Uppstigning, veit ekki til að orðið sé almennt notað um gjörningin að stíga upp. Getur verið að ég misskilji þetta allt.! En í Danmörku fór kristur á fartinn til himins, á hálfgerðan himnafart.! Danir sem flestir eru illa kristnir nota að sjálfsögðu daginn til njóta tilverunnar og eru ekkert frekar en íslendingar uppteknir af því sem dagurinn tengist.

Annað sem heillar danina er að eyða svona dögum í "koloni" görðunum sínum. Þetta eru litlir garðar, með litlum kofum sem oftar en ekki er búið að gera að algerum paradísum. Garðarnir sem í árdaga voru staðsettir í þyrpingum útjaðri borgarinnar eru margir hverjir núna inni í miðri borg. Þessar þyrpingar eru sem grænar vinjar, oftar en ekki með eigin verslun, bakara, leiksvæði og þess háttar. Margir flytjast í þessa kofa yfir allt sumarið, flytja heimilsfangið og annað slíkt. Þarna ræktar fólk kryddjurtir, eplatré, jarðaber og annað góðgæti. Kofarnir eru svo innréttaðir með gömlum rómantískum munum, málaðir hvítir að innan og með brakandi gólfum, sem sagt alger nostalgíu-rómantík.

Það hefur svo hlaupið alger verðbólga í þetta fyrirbrigði síðustu misseri. Núna vilja allir eignast svona og á frjálsum markaði hefur verðið tífaldast á skömmum tíma. Reyndar eru flestir þessara garða innan félaga, sem eigendurnir á sama svæði hafa gert með sér. Félögin hafa svo einhverjan eignarrétt á svæðinu og hafa jafnvel sett reglur um hvernig kaupum og sölu á görðunum skuli fara fram. Oftar en ekki eru reglur um hámarksverð og hvernig að sölunni annars skuli staðið. Þetta hefur verið gert til að tryggja þann anda og íbúasamsetningu sem þarna hefur ríkt í gegnum tíðina.

Garðarnir voru í byrjun hugsaðir fyrir verkamannastéttina sem bjó í litlum íbúðum í óhreinni borginni. Þeir áttu að veita nauðsynlega snertingu við náttúruna og tryggja hvíld frá ys borgarlífsins. Fram að þeim tíma var það aðeins hin efnaða borgarastétt sem átti sumarhús og athvarf í friðsælu umhverfi.

Ræktun allskins grænmetis og ávaxta hefur svo alltaf verið stór hluti menningarinnar innan “koloni” garðana, sem örugglega hefur sparað öreigunum fé og tryggt þeim næringaríkt fæði.

Sumir garðana líkjast reyndar hálfgerðum ruslahaugum, þar sem ægir saman allskonar drasli. Þar búa oftast ölþyrstir danir í friði, með sitt smurbrauð, öl og jónu. Christianíustemninguna er stundum að finna á þessum stöðum og virðist sem sama speki sé ráðandi á báðum stöðum. Frjáls lífstíll og pláss fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Þarna birtist ljóslifandi hugmynd okkar frónbúa um hina ligeglade dani. Ef þeir eru einhverntíman ligeglade þá er það einmitt í Kolonigörðunum eða með ölkassan á nýhöfn.

Við hjónin ætluðum að tryggja okkur einn svona garð fyrir um ári síðan, en eftir töluverða leit gáfusmt við upp, tómhent. Garðarnir seljast manna á milli og eflaust eru tugir áhugasamir um hvern garð. Ef þeir eru seldi á frjálsum markaði kosta þeir svipað og lítil íbúð á góðum stað. Og draumurinn um svona verður varla að veruleika úr þessu. Þessa dagana eru fyrir dómstólum nokkur mál sem geta haft afgerandi áhrif á framtíð þessara garða, eða íbúasamsetningu þeirra. Eigendur garðana vilja fá að selja þá á frjálsum markaði til hæstbjóðenda, án tillits til reglna viðkomandi félags. Fyrstu dómarnir sem hafa birst benda til þess að fólki sé frjálst að selja eigur sínar á þann hátt sem þeim sýnist. Það er sem alltaf græðgin og mammonfeigðin sem dregur fram breiskleika mannsins. Grundvallarhugmyndin um athvarf fyrir hina efnaminni skeitir kapítalið ekkert um. Það er eins með þetta og verkalýðsfélögin að fólk áttar sig ekki á að samstaðan er oftast þeirra eina vopn.

Garðarnir voru svo friðaðir með lögum frá 2001, og fyrir skipulagsyfirvöld sem oftar en ekki horfa girnilegum augum á þessi svæði eru það þyrnir í augum. Sumir garðarnir eru á bestu byggingarlóðum borganna og eftirsótt af yfirvöldum og verktökum. En betur má ef duga skal, ef hinir nýríku ætla ekki að eignast þessar perlur þarf að tryggja það með einhverjum hætti. Annars verður þetta allt saman selt hæstbjóðanda og skriftofuhúsnæði byggt.

Ég hef svo verið að vinna hjá borginni þar sem við höfum átt í vandræðum með nokkra garða sem eru “fyrir” og þar geta menn bara tekið eignarnámi ef “almannaheill” krefst þess. Svo er einn helsti kolonigarða sérfræðingur dana Niels Jensen að vinna með mér. Hann hefur skrifað bók um efnið og er sjálfur af hinni sósíaldemókratísku kynslóð sem innleiddi hið frjálslynda félagshyggjuhugarfar í samfélagið. Hann vill meina að margir garðana séu á gráu svæði, kannski ólöglegir. Stundum hafi hópur fólks bara byggt sér kofa einhverstaðar og það þróast til að verða þyrping húsa, líkt og í Christianíu. Vonandi að dönum beri gæfa til að varðveita þessa einföldu og manngóðu lífsspeki sem hefur fætt af sér þetta fyrirbrigði.

...frjálslyndi og félagshyggjuhugarfar
eru fallegt og kærlegt par.
Voru áður en ekkert var
allt sem veitti eitthvað svar.

mánudagur, maí 22, 2006

áhyggjulausu ævikvöldin.?

Meðferð á öldruðum er töluvert í umræðunni hér í DK um þessar mundir. Fyrir stuttu var flett ofan af ansi illri meðferð á gamla fólkinu á einu stærsta elliheimili landsins. Þarna voru aldraðir með bleyjurnar sínar tímunum saman og allar tilraunir þeirra til að fá aðstoð hundsaðar af starfsfólkinu. Það var starfsmaður kvikmyndafyrirtækis sem fékk starf á stofnuninni og með faldri myndavél myndaði hann þessa illu meðhöndlun. Dæmi voru um að gamla fólkið þurfti að bíða 14 – 16 tíma eftir að fá skipt um bleyju og þegar það var gert var saurinn og þvagið storknað við húð viðkomandi. Mikið hefur verið rætt um aðbúnað aldraða upp á síðkastið sem og velferðarkerfið í heild. Íhaldið vill skera niður og skerpa á úthlutun í styrkjakerfinu, þeir vilja hækka eftirlaunaaldurinn og takmarka atvinnuleysisbætur. Nú liggja þessir stjórnarflokkar vel við höggi þegar reglulega er flett ofan rotnum veruleikanum í fyrirmyndarvelferðarsamfélaginu.

Margt af því sem íhaldið vill gera í umbætum á velferðarsamfélaginu er ánefa þarft. Til dæmis að endurskoða lífeyrisaldurinn. Ég tel þó að það eigi ekki að gilda sömu aldursmörk fyrir allar stéttir. Mér finnst að þeir sem stunda líkamlega og andlega krefjandi vinnu eigi að komast fyrr á lífeyrisaldur, á meðan bankamennirnir með nivea fingurna geta hæglega unnið nokkrum árum lengur. Reyndar er mótsögnin sú að líkamlega erfiðisvinnan heldur oftar en ekki lífi í fólkinu langt fram undir 100 árin. Þjóðarsálin hér í Danmörku snýst reyndar að mörgu leyti um að komast sem fyrst á eftirlaun, til að geta dundað í garðinum á milli ölsopanna og smurbrauðsbitanna

Annað ranglæti í þessum lífeyrismálum hinna kapítalísku velferðarsmafélaga er að miða útborgun úr leifeyrissjóði við greiðslur í sjóðinn. Það þýðir að verkakonan sem vann alla ævi á lúsarlaunum, þarf að sætta sig við lágmarksgreiðslur úrlífeyrissjóðnum. Þannig eru hinu köldu örlögum fátæklingana haldið lýði með lögum og síðustu ævidagarnir fjara út við sama skortinn.

Það er ekki öllum skapað áhyggjulaust ævikvöld.

Til hamingju með daginn Hallur


Góðvinur minn og jafnaldri, hann Hallur Kristmundsson á afmæli í dag. Hallur er 33 ára ungur, dalamaður af húði og hár. Hallur nemur arkitektúr við arkitektaskóla kúnstakademíunnar, svo er hann einnig menntaður sem smiður, byggingaiðnfræðingur og byggingafræðingur. Hallur þekkir þess vegna fagið orðið betur en flestir og er við þriðja mann búin að stofna byggingafyrirtækið Reising.

Þessa dagana er Hallur að kljást við BSc verkefnið sitt og á nokkuð annasamt. Hallur og konan hans hún Hanna eignuðust sitt 3ja barn 6. apríl síðastliðinn, þannig að það er nóg að fást við á heimavellinum líka.

Til hamingju með daginn kæri vin.

sunnudagur, maí 21, 2006

Grikkir eru gikkir og þola enga grikki.

Hvaða forkastanlegur dónaskapur var þetta í hinum fornheimsku grikkjum að baula á Litháana? Litháarnir voru með mjög frambærilegt lag og frumlega sviðsframkomu, eitthvað annað en hægt er að segja um sjálfa grikkna. Til þess að bíta höfuðið af skömminni bauluðu þeir svo á litháeska kynnin. Hvað hefur hann með þetta að gera.? Litháeska lagið verður eitt af þeim lögum sem fólk syngur í júróvsion partýum um komandi ár, varð að klassískum slagara á svipstundu, á bord vid huppa hulle frá Israel.

Jæja, þrátt fyrir að kvenkyns kynnirinn hafi verið óþarflega óþolandi og talað hræðilega mikið á sinni Hollywood ensku, hélt ørugglega ad hún væri sjálf adal númerid, þá var sjówið bara ansi gott. Gæði margra laganna var gott, og ég held bara að ég kaupi mér barasta geisladiskinn með lögunum. Ég veit að það er hommleg eighties sveitalágkúra, en svona er ég bara.

Rúmenska lagið var ansi þétt, ekta Ibiza stemning með grípandi viðlagi. Þessar austur-evrópu þjóðir gera þetta júrópopp betur en flestir, eru jafnvel á hærra plani en sjálfir þjóðverjarnir, sem eru ókrýndar júropppdrottningar.

Rússin Dima Bilan var með feykigott lag, strákurinn sem var með einhverjar neo-eighties hreyfingar og klippingu var bara að venjast ágætlega greyið. Hann minnti mig þó enn á parkinsonveika toppönd á kóki, með þetta tilviljanakennda hopp og hendingar og tryllingslegt augnaráðið. Hann komst þó vel frá þessu.

Swiss miss var líka með hressilegt lag. Hópurinn var einhver blanda af village people og abba og opnaði sýninguna með lagi sem fyllti hvert einasta rými hérna í íbúðinni. Ekta júróvision lag með dans og drama.

Bosnía Hersegóvína var að mínu mati með besta lagið, flutt af Hari Mata Hari. Það er langt síðan að ég hef heyrt betra lag. Efa samt að það nái þeim status að verða nýrri tíma "gente di mare", sem Umberto tozzi og Ra fluttu hérna um árið og Benni Sig gerði ódauðlegt í Ísland í bítið.

Finnarnir voru með fínt og þétt rokk sem vel á heima í svona keppni. Þeir voru víst svo ósköp kurteisir við alla, alger lömb. Kannski ekki drauma tengdasynir, en allt að því. Er ekki frá því að ég hafi séð svona fólk á Þingeyri eða suðureyri og þar þykir ekkert merkilegt eða sniðugt að líta svona út. En Evrópa hefur lagst við fætur þessa innræktuðu finna sem hafa greinilega gerst of ákafir í gufubaðinu af húðinni að dæma. Kannski að þeir hafi lamið hvorn annan með birkihríslunum svona hressilega eftir vodkaþambið og aldrei beðið þess bætur.

En þeir kunna að rokka og júróvision verður í Helsingfors að ári.

...

...Vinnudagur í suddanum

Í sudda og grámyglu snemma í morgun mættu nokkrir íbúar hús-félagsins hérna á Lombardigötu 17 – 21 í hressilega tiltekt á sameigninni. Fylltur var heill gámur af öllu mögulegu drasli sem stóð í kjallaragöngunum. Þarna voru hillur, skápar, borð, stólar og bekkir svo eitthvað sé nefnt. Oft var maður hikandi yfir að henda einhverju nýlegu sem öruugt var að ekki ætti heima í ruslinu. En það hafði verið sent bréf með mánaðar fyrirvara og fólk beðið að fjarlægja það sem ekki skyldi henda. Til að mynda grófum við upp 12 eldgamla herhjálma, hljómflutningstæki og annað eigulegt. Ég gat nú ekki horft á eftir hjálmunum í ruslið og bjargaði fjórum heillegustu. Karlinn hann pabbi ætti að verða ánægður yfir því. Hann hefur óbilandi áhuga á svona löguðu, hann keypti sér til dæmis forláta þýskara-hjálm á flóamarkaði hér í köben um árið og var svo myndaður í bak og fyrir af blaðaljósmyndurum með hann á höfðinu. Það var varla komið einn planki í gáminn þegar fólk byrjaði að gramsa og hirða. Ég er nú ekki barnana bestur í þeim efnum, þykir leiðinlegt að horfa á eftri einhverju fallegu og nýtilegu í ruslið. Nytjagenið kemur sterkt fram í mér við þessar kringumstæður en mætti láta á sér bera við fleiri. Sonja er ekki mikið gefin fyrir að drösla einhverjum kaffibollum eða salatskálum hingað upp. Það gildir einu þó að ég noti hin klassísku rök “þetta er fyrir sumarbústaðinn”, sonja gefur sig ekki, vill allavegana ekki nota þetta sjálf. Annars er svona “loppefund” algert tískufyrirbrigði í Danmörku. Það eru gefnar út heilu bækurnar um efnið og svo spretta litlar verslanir með notaða hluti upp úti um allt. Mér finnst einhver sjarmi yfir mörgum gömlum hlutum og held fast í drauminn um sumarbústaðinn, og þar gæti konceptið verið – einungis notaðir hlutir! Bæði sparar það peninga, er persónulegra og er umhverfisvænt.

Húsfélagið keypti svo borð og bekki fyrir grillvesilur sumarsins og að síðustu var umhverfið pyntað með litríkum blómum.

Söfnuðurinn gæddi sér svo á bakkelsi, kaffi og öli á milli þess sem hendur voru virkilega látnar standa fram úr ermum. Að síðustu var svo rabbað með yfiborðskenndum hætti um allt og ekkert, svona að hætti fólks sem býr í sama húsi en þekkist ekki neitt, hittist á hverjum degi en heilsast ekki. Frumleg umræðuefni eins og veðrið, fótbolti, fasteignaverð, ...börnin, fasteignaverð, ...íslendingar að kaupa allt, fasteignaverð, dúkkuðu hvað eftir annað upp.

Eftir tiltektarbrjálæðið kom Henri svo upp í kaffi og köku, og karen og Sonja sýndu honum smá takta í Sing-star. Það var kominn evróvision stemning í Karen, sem söng svo í tækinu það sem eftir lifði dags.


...svo byrjaði evróvision

föstudagur, maí 19, 2006

Evróvision reis upp gegn lélégu djóki


Eina skiptið sem munnvikin á mér bærðust úr niðurlútri U stöðu í smá brosaling þegar ég horfði ´´a framlag Íslands áðan í evróvisíon, var þegar hommi og nammi (eða hvað þeir heita) gripu um ökklan og gerðu einhverja hnekki á nærbrókunum. Þetta fáránlega spaug var alger smekkleysa, nei smekkleysa er hrós í þessu sambandi, þetta var yfirborðskennd og amatörleg lágkúra sem hitti engan fyrir nema flytjendurna sjálfa. Ég var reyndar nokkuð hlessa á öllu baulinu, fannst það púra dónaskapur. Menn hafa náttúrulega listrænt frelsi í svona keppnum, en kannski að þarna hafi frelsið fundið sín mörk. Sylvía Nótt var einnig með arfaslappt lag sem vantaði allan slagkraft. Keppnin á náttúrlega undir smá höggi að sækja, lengi hefur skort á að lögin séu vönduð og vel útsett. Áður fyrr voru lögin flutt af heilli sinfoníuhljómsveit og mikið lagt í þau. Þá voru lögin líka sungin á móðurmáli hvers lands og oftar en ekki tónarnir einkennandi fyrir löndin. Svo voru dómnnefndir skipaðar af fagfólki og frekar horft til melódíunnar og gæði hennar.

Lengi hefur einhver fáránleiki, léttúð og glis einkennt keppnina, sem hefur orðið til þess að keppnin er orðin að risavöxnu drag-showi. Einhverntímann var eurovision tekið dæmi um eurotrash, eða rusl evrópu. En kannski að keppnin sé að fá uppreisn æru og þess vegna ekki að undra þó að harðkjarna-áhagnendur verði súrir þegar keppendurnir sjálfir láta sér hana í léttri lundu liggja. Ég hef náttúrulega ekki séð ýkja mikið til Sylvíu, en hún sannfærði mig ekki í þessi fáu skipti sem ég sá hana. Að sjálfsögðu er þessi persónusköpun flott og útfærslan vel unnin, og jafnvel virðist sem að áhörfendur hafi sannfærst. En þeir hafa ekki tekið þessa léttúð til sín og þar á lagið einhverja sök.

En annars fannst mér vera nokkuð mörg fín lög í þessari undankeppni og var fegin að heyra írska gæðaballöðu og þjóðlega tóna. Fjörugustu lögin sem voru alveg við það að rífa mig uppúr sófanum, voru að mínu mati lögin frá Svíþjóð, Belgíu og Tyrklandi, sem báru með sér ekta old-skúl eurovision stemningu. Svo fannst mér líka Eistland líka vera með fínt lag að hætti hinna þriggja. Rússneska lagið var gott þó að fasið á strákgreyinu væri alveg að gera útaf við mig. Svo voru strákarnir frá litháen með lag sem var bara skratti gott. Lagið var líka einhversskonar háð, en vel útfært með alvarlegum kómískum undirtón.

Hin fallega írska ballaða var að mínu mati einstaklega falleg og “kjarna” eurovision lag, þarna voru andar johnny logans svífandi yfir vötnum. Írarnir gera svona lög betur en flestir. Reyndar væri nú gaman að heyra alvöru írska tóna í þessari keppni, svona a´la The Dubliners.

Besta lagið að mínu mati var lagið frá Bosníu Hersegóvínu. Byrjun lagsins var draumi líkust. Um leið og lagið byrjaði lagði mig hljóðan, þetta voru tónar sem ég hafði beðið eftir að heyra í mörg ár, án þess að vita það, áttaði mig bara á því á þessu mómenti. Lagið og stemningin í laginu var vel skiljanleg og einhvernveginn fannst mér ég geta skilið hvert einasta orð sem kom frá söngvaranum. Ég hef trú á þessu lagi í keppninni og hef það einhvern veginn á tilfinningunni að eurovision sé að ná þeim þroska aftru að geta valið ballöðu sem vinningslag.

Í mörg ár hefur keppnin líkst einhverju tívolí, algjörri kakófóníu, en nú er kannski tíminn runnin upp fyrir að vönduð og metnaðarfull lög eigi upp á pallborðið hjá evrópskum öfuguggum. Kannski að hruni siðmenningar evróvision verði bjargað fyrir horn í ár.

...vonandi

Akademían kallar

Fékk bréf frá Kúnstakademíunni í dag þar sem þeir tjáðu mér að ég væri kominn inn sem gestanemi í mastersnámið í landslagsarkitektúr. Deildin þar sem ég verð heitir By og Landskab. Fyrirlestraröðin hjá kúnstakademíunni er mjög spennandi, mörg þekkt nöfn og forvitnileg efnistök. Prófessorinn á deildinni heitir Steen Høyer og er hann nokkuð mikilsmetinn arkitekt í Evrópu. Ég hef farið á fyrirlestra með honum og finnst bara nokkuð spennandi að hlusta á hann.

Annars hefur verið mikið um góða fyrirlestra hjá okkur í skólanum upp á síðkastið. Við höfum til að mynda fengið Sven-Ingvar Andersen til að koma og segja okkur frá kenningum um varðveitingu og endurgerð garða. Sven-Ingvar er einn af áhrifamestu landslagsarkitektum í heiminum á síðustu öld. Fjölmörg af verkum hans eru heimsþekkt innan greinarinnar og einnig liggur eftir hann fjöldinn allur af skrifuðu efni.

Það er smá pressa þessa dagana. Það eru skil á verkefni í skólanum á mánudaginn og svo er verkefnið fyrir borgina alltaf að vaxa og skiladagurinn nálgast óðfluga. Nú er törn framundan og um að gera að setja sig í vertíðarstellingar.

...gósentíð.

Annars er veðrið búið að vera nokkuð grátt og kalt síðustu daga. Smá melankólía drepur engan, er reyndar nokkuð holl reglulega. þannig að það kuldi og bleyta sína kosti og hefur oft jákvæð áhrif á sköpunargáfuna.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Krakkarnir koma til Köben



Við vorum að fá þær fréttir fyrir stuttu að Arndís systir sé á leiðinni til Noregs með börnin sín og ætli að koma hérna við hjá okkur í Köben. Karen er alveg í skýjunum yfir þessum fréttum og reyndar er okkur öllum er farið að hlakka til. Við vonum bara að þau stoppi sem lengst þannig að við getum náð að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Börnin hennar Arndísar eru öll einstaklega skemmtileg og góð. Það er langt síðan að þau voru hérna síðast og ekki laust við að maður sakni þeirra. Karen Embla heldur alltaf jafn mikið uppá Margréti Svandísi frænku sína og talar ótt og títt um síðustu sumur vestur í Bolungarvík. Þar gerðust mörg og spennandi ævintýri hjá þeim frænkum. Víkin er einn ævintýraheimur fyrir smáfólkið og hver dagur með nýja drauma. Það er aldrei að vita að Karen fari heim í víkina í sumar og heilsi upp á krakkana á holtinu.

Hún hefur bara áhyggjur af að litla barnið fæðist á meðan.

miðvikudagur, maí 17, 2006

kúnstakademían heillar

Ég ætlaði að hafa það náðugt í vinnunni í gær, vinna bara mína vinnu, fara á nokkra fundi, borða góðan mat og þess háttar. En það breyttist snögglega þegar ég las tölvupóstin minn á skólanetinu. Það var að koma í hús samningur á milli skólans míns og Arkitektaskóla listaakademíunnar Arkitektaskóla listaakademíunnar um nemaskipti. Pósturinn var sendur fyrir rúmri viku, en ég las hann fyrst í gær og umsóknarfresturinn, jú hann rann út klukkan 12:00 sama dag. Ég hef að sjálfsögðu brennandi áhuga á að nema landslagsarkitektúr í kúnstakademíunni. Þar á bæ eru menn með allt aðrar kennsluaðferðir og leggja meiri áherslu á hið myndræna, formið og formsköpun. Aftur á móti er landslagsarkitektúrinn í Landbúnaðarháskólanum blanda af náttúruvísindum á borð við grasafræði, jarðvegsfræði, veðurfræði, og félagsvísindum s.s. löggjöf, félgsfræði. Ofan á allt saman lærum við náttúrulega hönnun og famsetningu en oft hefur mér fundist skorta kennsla í formfræðum og nýtingu rýmisins, einnig listræna nálgun viðfangsefnana.

Ég sá þess vegna gullið tækifæri til að kynnast nýjum fleti á faginu á nokkuð auðveldan og raunhæfan hátt. Ég hringdi og fékk frest til að skila til kl. 16:00. Nú fór allt á yfirsnúning, ég átti að skrifa umsókn, CV, bréfi frá skólanum mínum og portofólíu. Shit.!

Ég ákvað að láta reyna á þetta, en var samt sáttur við að þetta tækist ekki. Ég hélt rónni og skrifaði þetta bréf, fann umsóknareyðublað á netinu, ákvað svo að sleppa að fá bréf frá skólanum. Í portófólíuna setti ég svo BSc verkefnið og hluta af Ósvararverkefninnu. Gerði það sem ég gat á þessum stutta tíma. Ég þurfti að hjóla heim og svo uppí skólann og klukkan var 3 mínútur í fjögur þegar ég renndi í hlaðið. Þeir tóku á móti þessu og sögðu möguleika mína vera nokkuð góða. Það skildi þó aldrei fara svo að ég verði nemi þarna næsta vetur. Skólinn er þekktur um álfuna alla fyrir framúrskarandi frumkvöðlastarfsemi og einstaklega skapandi umhverfi, ég kæmist þess vegna í nokkuð feitt.

Að hafa lyst á list.