miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Afi pípari.

Sigurjón afi er búin að vera í miklu stuði undanfarið. Hann er búin að vera hérna hjá okkur í köben meira og minna síðan um miðjan júlí. Á sama tíma hefur hann verið að stýra fyrirtækinu sínu í Reykjavík núna á hábjargræðistímanum.

Á þeim velli er í mörgu að snúast og hefur það orðið til þess að kappinn hefur þurfta að fljúga fram og til baka á milli landanna ofta en tölu verður á komið. Og svo á meðan hann hefur verið hérna hefur stjórnunin að miklu leyti farið fram í gegnum síman sem hefur ekki þagnað, (þarf að kenna kallinum á "silent" takkann ;-).

Í hvert skipti sem kallinn hefur svo komið frá Íslandi hefur hann verið klifjaður ýmsum varningi. Eins og venjan er hjá ömmum og öfum þá er komið með ársbyrgðir af cheriosi, íslensku nammi, harðfisk og annað slíkt. En hann Sigurjón kemur sífellt á óvart og lét sér ekki nægja meðalmennskuna og bætti um betur svo um munar. Kallinn birtist með blöndunartæki í allt baðherbergið og fulla tösku af rörum og fittings ásamt verkfærum. Honum leist ekkert á aðbúnaðinn á baðherberginu og fannst þessi lausn með hárteyjuna á gamla krananum ekki vera að virka. Svo réðumst við tengdarfeðgarnir í að skipta um blöndunartæki. Svo á komandi haustdögum ætlar húsbóndinn að taka restina af baðherberginu í gegn.!

Nú fyrst að píaprinn var kominn í gang þá var ekkert annað en að gera og laga sem lagfæringar þurfti og þá voru gömlu ofnarnir auðveld bráð.

Við vorum með tvo gamla ofna sem voru orðnkir mjög lélegir og hitastillarnir orðnir ónýtir. Til dæmis hækkaði hitareiknigurinn hjá okkur um rúm 3000 dkr á síðasta ári.

Ég og Sigurjón skelltum okkur í Bauhaus og náðum í tvö stykki ofna. Bauhaus er helvíti mikil verslun og úrvalið gríðargott. "Disney land" hemilisföðursins eins og Oddur félagi minn segir.

Ofnunum var svo skipt út og erum við þess vegna komin með fullt kontról yfir hitanum fyrir komandi vetur. Það veitir ekki af að hafa þessa hluti í lagi og þess vegna er gott að eiga svona hauka í horni þegar kemur að slíku.

Við þökkum fyrir.

Engin ummæli: