mánudagur, ágúst 28, 2006

Sólbakkinn heimsóttur

Laugardagurinn síðastliðni stóð í merki Sólbakkans. Þar vorum við boðinn í sumarveislu og 50 ára afmælis þessara merkilegu stúdentagarða. Góði vinir okkar þau Hallur og Hanna hafa boðið okkur með í þessa árlegu veisl síðan þau hófu búskab þarna.

Þessir námsgarðar hafa hýst margan Íslendinginn þessi 50 ár og eru dæmi um að börn sem þarna ólust upp með foreldrum sínum búi þar sjálf með eigin börn.

En laugardagurinn var settur þéttri og litríkri dagskrá þar sem eitthvað var við hæfi allra. Þarna var spilaður ljúfur djass, leikir fyrir börnin, bjórsmökkun, sambadans, snittur og grillmatur og ýmislegt annað sem gladdi skilningarvitin.

En þennan dag sem aðra daga í ágúst, anno domini 2006 þá varð algert skýfall. Svo mikið rigndi að Sonja sem var á leiðinni með nýfæddu prinsessuna snéri við á aðalbrautarstöðinni, holdvot og köld.

Karen og Óliver létu rigninguna ekkert á sig fá og léku sér ásamt hinum börnunum við að sulla og malla í pollunum.

Eftir að við höfðum gætt okkur á góðum grillmatnum, veigum guðanna og kökubakstri húsbóndans héldum við 3 heim á leið, glöð eftir góða veislu.

Sólbakkin stóð ekki alveg undir nafni þennan seinnipart laugardags, en það gerði hins vegar dagurinn.!

Engin ummæli: