sunnudagur, ágúst 27, 2006

Ungdómurinn í Kristjaníu,

Í fyrradag kom Oddur félagi minn í mat til okkar hérna í Lombardigötunni. Oddur sem bjó hérna um árabil en flutti á landið kalda í fyrra er enn í námi hjá Niels Brock inst. Hann er í einhverjum tölvufræðum og um þessar mundir er 5 vikna námskeið í gangi sem hann verður að sækja en annars starfar hann við upsetningu og umbrot hjá Fréttablaðinu.

Við buðum upp á wokrétt, kjúkling og grænmeti með kókos og karrý. Rétturin sem hefur næstum guðdómlegan status hjá heimilsföðurnum bragðast alltaf jafnvel. Eftir hæglætis kvöldstund yfir bjór og rauðvíni rölltum við niður í kristjaníu og fengum okkur einn kaldann.

Í kristjaníu var mikil gleði, nokkuð mannmargt en fjöldinn samanstóð af mestu af hálfskökkum múlöttum og múslimum annars vegar og hinsvegar flyðrulegum fermingarstelpum sem gengur valltar um á háhælunum. Reyndar var hinn venjulegi skammtur af arfafullum, tannlausum og grettnum grænlendingum á sínum stað. Lítið sást þó til hippalýðsins eða hinna frjálslyndu. þenkjandi kynslóð sem svæðið er annars þekkt fyrir.

Þetta var undarlegt að sjá. Það virtist sem svo að þarna væri griðarstaður fyrir börnin sem einhverra hluta vegna ekki hafa haft nægjanlega leiðsögn í lífinu. Þarna voru hörkulegir guttarnir að herma eftir eldri kynbræðrum sínum í hátterni og fasi. Og ekki var skárra að horfa upp á litlu stelpurnar sem reyndu eftir fremsta megni að sýna ávexti sína, stífmálaðar, með sígarettuna vandlega staðsetta á teinréttum fingrunum. Allar þessar stelpur gátu vandræðalaust verslað á barnum og báru bæði drykki og bjóra til kynssytra sinna sem sátu kátar á næstu borðum.

Allir voru að þykjast vera eldri, meira töff, hættulegri, hugrakkari, skeytingalausari, reynslumeiri eða svalari. En gamli vestfirski sjóarinn, sem nú er 3ja barna faðir og prufað hefur sitt og hvað þóttist sjá í gegnum leikritið sem krakkarnir settu á svið, en þó ekki. Þetta var jú há alvara.

Hvar eru foreldra þessara barna, þau skildu þó ekki vita hvað fram fer. Er kannski nokk sama, eða hafa ekki orku í að fást við barnið sem hvort sem er fer bráðu að ráða sér sjálft. Kannski geta þessir krakkar platað foreldra sína með sögum um sakleysi sitt, annað eins hefur nú gerst.

En svona eru nú unglingsárin einu sinni, allt skal prufað og sannreynt. Það er samt mikilvægt að bvörn og foreldrar séu í ábyrgu trúnaðarsambandi á þessu tímabili, sem getur komið komið í veg fyrir margar hörmungar.

Sagan endurtekur sig alltaf, en mistökin þurfa ekki að hlýta sömu lögmálum.

Engin ummæli: