mánudagur, ágúst 21, 2006

Nýja hjólið.

Eftir að hafa upplifað sitt af hverju í sambandi við hjólreiðaeign og hjólreiðar þá bætti ég einni rós í það hnappagatið á dögunum. Ég festi kaup á forláta Raleigh hjóli, hjól sem er sönn kopía af reiðhjóli sem var hannað og framleitt upp úr 1920. Maður situr teinréttur í baki og allt er hið þægiælegasta.

Síðustu misseri hef ég reynt að nota hjólhestinn sem mest til að komast á milli staða og notað til þess hjólin sem ég hef átt hverju sinni. Síðan ég kom hingað til Danmerkur hef ég notast við sex reiðhjól. Eitt keypti ég strax og ég kom hingað,því var stolið. Annað hjólið fann ég og lagaði, á því var ég keyrður niður. þriðja hjólið keypti ég handa frúnni en notaði það sjálfur. Fjórða hjólið keypti og var það hið glæsilegast, því var stolið. Fimmta hjólið fann ég hérna í garðinum, því var stolið. Nú er sjötti fákurinn tekinn í notkun og fylgja honum tveir lásar, "kaskó" trygging og er það skráð í bak og fyrir hjá hinu ýmsu aðilum.

Ég keypti barnastól fyrir Óliver og finnst honum ekki slæmt að keyra um eins og hreppstjóri framan á stönginni og hringja bjöllunni og veifa fólkinu í kringum sig.

Það er passað uppá þennan fák og er hann tekinn inn í garðinn hvert skipti og er ætlunin að þetta hjól fylgi mér um ókominn ár.

riing, riing.

Engin ummæli: