mánudagur, ágúst 28, 2006

Fyrsta róðraræfingin á árinu.

Áhöfnin, Grettir kom saman í fyrsta skipti í tæpt ár núna í kvöld. Róið var í klukkutíma útá Eyrasundinu og inni á lóninu í Amager strandpark. Þetta var hörkuæfing þó að einungis mættu fjórir ræðarar af sex. Ágúst Österby stýrði sem áður af myndarskab og aðrir ræðarar voru hinir færeysku frændur okkar, Gunnar, Davíð og Eyvind.

Ætlunin er að æfa fyrir róðrar-keppni sem haldin verður um aðra helgi í Sorø, árviss viðburður sem yfirleitt dregur að flest róðrar-liðin í Danmörku. Í Sorø er keppt í ferskvatni sem gerir róðurinn um 30% þyngri. Vegalengdin er 1000 metrar og tímin sem þetta tekur að róa er um það bil 5,5 - 6,0 mínútur.

Fyrir rúmu ári klömbruðum við saman þessari áhöfn, ég og Skarphéðinn nokkur Njálsson, sem nú er fluttur til Færeyja. Við náðum að æfa okkur ein 6 -7 skipti og mættum reyfir til leiks.

Róið var í blíðskaparveðri og var það ákveðið að við myndum keppa á móti annarri áhöfn sem kallaði sig Don King. Þessir strákar voru allir nýkomnir frá Færeyjum eftir róðratímabil sumarsins og í toppæfingu og til liðs við sig fengu þeir gullverðlaunahafa frá ÓL í Aþenu 2004, Stephan Mølvig. Það var mál manna á kajanum að þetta yrði leikur kattarins að músinni.

En annað kom á daginn, eftir afleitt start tóku við á honum stóra okkar og með gríðarlegum vilja og sjálfspíningu stjórnað af hinum ílsenska Skarphéðni drógum við Don King uppi og sigum framúr.

Við sigruðum eftir ægilega keppni með rúmri sekúndu.

Undiritaður féll nánast í yfirlið eftir að við komum yfir marklínuna og það tók mig 30 - 40 mín að jafna mig áður en ég gat yrt á nokkurn mann. Ég reyndi að halda haus á meðan á verðlaunaafhendingunni stóð en var gjörsamlega örmagna á líkama og sál. Keppinautar okkar voru ekki síður örmagna og leið yfir 2 þeirra og einn kastaði upp. Fleiri en ég í okkar áhöfn voru örmagna, en ég sýnu verstur.

En nú skal manninn reyna og nú er ætlunin þessi áhöfn verði með á öllum mótum næsta sumar. Nú höfum við fengið lánaðan einn bát hjá klúbbnum og fengið pláss fyrir hann hérna í næstu höfn. Það gerir allt amstrið í kringum æfingar helmingi auðveldara.

árar verða ekki lagðar í bát í þetta skiptið því þeir fiska sem róa.

Engin ummæli: