fimmtudagur, júní 29, 2006

fréttir segir Broddi Broddason, ...í fréttum er þetta helst

...Ísraelsmenn hafa handtekið 60 meðlimi Hamas samtakanna í Palestínu, þar á meðal 8 ráðherra og 20 þingmenn heimastjórnarinnar.

...142 % verðmunur á toffee pop kexpakka á höfuðborgarsvæðinu.


...svo eru einhverjir dauðir í flóðum í bandaríkjunum, ...nei ekki nógu spennandi...kannski í kvöldfréttunum.! Litlar stúlkur drápust eftir að hafa stigið á jarðsprengju í Afghanistan...hmm, ..nei sleppi því. ...350.000 að drepast úr hungri í Darfur héraði í Súdan...það nennir eingin að hlusta á svoleiðis yfir matartímanum...út með þá frétt.!.
Einhver vandræði með kjarnorkuvopn og stríð í Írak, ...búið að koma svo oft.!

...restin af heimsfréttunum er svo álíka smálegt að ekki verður í það orðum eytt.




...en toffee pop kexið...uuhaa. Kostar 110 kr í bónus, en 245 krónur í hlíðarkjöri. Og svoleiðis viðbjóð komast þeir ekki upp með hinu grimmu hverfiskaupmenn. Þeir skulu hengdir út sem óþverar og glæpamenn og RÚV, siðferðisspegill þjóðarinnar gengur þar fram fyrir skjöldu.

Hvar er fréttastjórnin á þessum miðli. Er góðærið og hamingjan svo mikil á Íslandi að samkenndinni er bara kastað fyrir róða og sagðar bara innhverfar ekki-fréttir til að trufla ekki matarlyst og aðra efnishyggjugeðveiki.

...íhaldið maður! ...íhaldið

Engin ummæli: