laugardagur, júní 03, 2006

Múslibollur

50 gr blautger
½ ltr volgt vatn
3 mtsk olía
500 gr hveiti
300 gr haframjöl
200 gr sólkjarnafræ
150 gr rúsínur
50 gr hakkaðar heslihnetur
1 mtsk salt

ger og vatn hrært saman. olíu, hveiti og haframjöli bætt útí og blandað vel. að síðustu er er sólkjarnafræum, rúsínum og heslihnetum hnoðað saman við og búnar til 20 bollur. bollurnar eru settar á plötu og látnar hefast á volgum stað í ca 1 klst. Bakist við 250 gráður í 20 mín, hitinn lækkaður í 200 gráður eftir 5 mín. Kælist á rist.

Njótist volgar með smjöri og brómberjasultu og rjúkandi kaffibolla.

Engin ummæli: